Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Side 4
STEFÁN STEFÁNSSON: KRÍSUVÍK OG KRÍSUVfKURLAND Krfsuvík hin forna. Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er kallaður Hús- hólmi, þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ög- mundarhraun er, hefur hraun- straumurinn klofnað. Hefur önn- ur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan hann og báðar beint í sæ út. Rétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokkrar, og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefur orðið undir hraunstraumn- um. Er og almennt á'litið, að þarna hafi bærinn Krísuvík upp- haflega staðið, enda lítt hugsanlegt, að bænum hefði verið valið víkur- nafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið þar, sem hann nú er, ná- lega 'hálfa fimm kílómetra frá sjó, enda ekki um neina vík neins stað- ar að ræða. Bæjarrústir þessar eru og enn þann dag í dag jafn- an nefndar gamla Krsíuvík eða Krísuvík hm forna. Suður og suðvestur af bæjarrústum þessum verður lægð nokkur í hraunstraum inn, og álíta sumir, að einmitt þar hafi ví'kin sjálf verið, sú er bærinn dró nafn sitt af rétt vest- an við Húshólmafjöruna. Kirkju- flöt heitir og rétt hjá rústunum. Ráðleggja mætti þeim, sem skoða viidu tóftarbrot þessi og vinna sér það á sem auðveldastan hátt, að fara í bifreið úr Grinda- vík austur fyrir Ögmundarhraun, (akstur eins og vegurinn er nú), ganga sfðan suður með austur- jaðri hraunsins, þar til komið er SÍÐARI HLUTI að stíg þeim, sem liggur yfir eystri hraunálmuna út í Húshólma, því næst vestur yfir þveran Hólm- ann, þar til komið er að bæjar- rústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið. Nýjaland við Kleifarvatn. Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og VatnshMðarinnar, og þegar komið er sunnan við vatnið, virðist sem fjöll þessi nái saman við norður- enda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum, og skal því ekki farið út í þá sálma hér, enda ekki leikmönnum hent að leggja þar orð í belg. 556 TÍM.KN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.