Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 14
er nú ekki um annað að ræða en að bíða, herða upp hugann og vera bjartsýnn. Skipið er alónýtt. Fyrsti meist- ari segir mér, að stórt bjarg hafi skorizt inn í vélarúmið og megi geta nærri, hvað fylgt hafi á eftir. Nokkrir skipverja láta þau orð falla, hvort ekki sé reynandi að setja út bjargbátinn, og þykir mönnum sjálfsagt að fara til þessa. En þá er fjarað svo út, að bátur- inn lendir í urðargrjóti og spæn- ist sundur undan boðunum. Meg- um við lofa guð og lukkuna, að enginn skyldi álpast strax í bát- inn, því það hefði orðið hvers manns bani. — Segðu mér Gunnlaugur, hvers vegna strandaði Jón forseti við Stafnes í hægu veðri og til- tölulega góðu skyggni? — Þar voru óheilladísir að verki. Maðurinn við stýrið tók stefnu beint í klettana og hefur trúlega haldið, að Stafnesviti væri Reykjanesviti. Mér dettur engin önnur skýring í hug. — Var skipstjóri ekki í brúnni? — Nei. Magnús blundaði í klefa sínum, en hásetar á vakt höfðu sagt honum af Garðskagavita, og hann var í þann veg að fara upp. Að vísu er skipstjórans að til- kynna stefnubreytingu, en maður- inn við stýri átti að þekkja sigl- ingaleiðina fyrir Reykjanesskaga svo vel, að hann gerði ekki skyssu eins og þessa. Ég man ljóslega, að Magnús sagði við okkur í brúnni: „Ég skil ekki í mannin- um.“ Hann var fátalaður eftir það. Jón forseti tók niðri um klukk- an eitt á mánudagsnóttina tuttug- asta og sjöunda febrúar, og bars váfregnin þegar til fjölmargra skipa, er á siglingu voru undan Suðvesturlandi. Tryggvi gamli, skipstjóri Kristján Schram, var næstur slysstaðnum, og kom hann þangað fyrstur klukkan sex um morguninn. Áhöfn Tryggva gamla sá þó ekki Jón forseta fyrr en klukkan hálf átta, og bá virtust engir vera þar ofan þilja. Hallaðist skipið mikið á bakborða og dundu á því sjóirnir. Óheillatíðindi fara sem eldur á akri, og leið ekki langur tími, unz stjórnarmönnum h.f. Alliance í Reykjavík var tilkynnt um strand- ið. Þegar í stað byrjaði björgunar- sveit undir forystu Halldórs Kr. Þorsteinssonar og Jóns Sigurðssan ar ferð sína að Stafnesi. Var kom- izt á bifreiðum til Fuglavikur, en þaðan var drjúg klukkustundar reið í Stafnesfjörur og torleiði mik ið. Lauk ferðinni árla morguns hjá Stafnesi, og voru þá fyrir utan rifið þessi skip: Tryggvi gamii sem áður getur, Ver og Hafsteinn, og skömmu síðar komu Þór og Gylfi. Veðurlag hélzt óbreytt, sunnan- , átt og hláka. í Jóni forseta er vistin slæm. Enn grúfir vetrarmyrkrið yfir, og nú fellur að. Æsist brimrótið. Nær helmingur skipverja er í lúkarn- um, en hinir standa í brúnni, þeirra á meðal Gunnlaugur. — Ég er ekki rór, hvað sem veldur, og sný mér því að skip- stjóranum og segi í hugsunarleysi: Ég held ég fari fram í til karl- anna. Honum hnykkir við þessi orð. Hann lítur á mig hvasseygur og svarar þykkjuþungur: Nei, Gunnlaugur, þú verður hér kyrr. Ég fyrirbýð ykkur að brjótast á milli. Boðarnir eru svo slæmir. Mér þykir illt að hlýða banni Magnúsar, en læt þó talið niður falla og þoka mér frá honum. Er ég kominn að brúardyrunum, þeg- ar mér heyrist rödd hvísla í sí- bylju: Þú ferð, þú ferð, þú ferð, þú ferð, . . . , og ég læðist út, í senn fífldjarfur og hikandi. Sjó- irnir hafa magnazt, þrymja, svella og brotna á þilfarinu. Skipinu hall- ar, og er enginn hægðarleikur að beita sér til gangs. Ég gríp báðum höndum í ljósastagið, og með herkjum get ég þannig þumlungað mig fram í lúkarinn. í lúkarnum er líðan allra góð. Þar er þurrt, og karlarnir í óða önn að búa um föggur sínar niður í poka og bera þá upp á hvalbak. Ég fer að dæmi þeirra. Nú birtir af degi. Komið er há- flóð. Við verðum nauðugir að hreiðra um okkur á hvalbaknum og sláum þar utan yfir okkur trossu. Nokkrir fara í reiðann, en af þeim, sem eftir voru í brúnnl, hafast þrír við uppi á stýrishús- inu. Brimið er geigvænlegt. Við á hvalbaknum erum betur settir en brúarmenn, þar eð við sjáum, hvað brotunum líður. Þeir snúa hins vegar í þau bökum og horfa gegnt okkur. Líður svo af morgunninn. Um klukkan tíu æðir válegur boði og feiknmiikill að skipinu, og við öskrum til -brúarmanna, að þeir skuli vera reiðubúnir, gefum bend- ingar og pötum út í loftið. Ef til vill hafa þeir ekki haft auga með okkur. Sjórinn brotnar tvisvar áður en hann skellur á skipinu, og ekki að síður rífur hartn skor- steininn hálfan af, mélar brúna og tekur sjö menn út. Frá okkur hrekur einn mann, en við náum honum aftur inn. Þessi atburður dregur úr mörgum kjark um stund, og lífsvon, sem okkur hefur fylgt fram til þessa, virðist sumr um jafnvel skopleg bjartsýni. Ég hugsa sem svo, að nú sé annað hvort líf eða dauði á næsta leyti og valið sé ekki mitt, en ég geti reynt að þrauka. Að þrauka og Jón forsetl, fyrsta botnvörpuskipið, smiðað fyrir íslendinga, og fyrrum fegursta og staersta skip í eigu þeirra. 566 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.