Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Síða 13
★ Gunnlaugur Jónsson er fæddur að Króki á Kjalarnesi árið 1892. Sautján ára réðist hann á skútu og var sjó- maður í tæp fjörutíu ár. Nú stundar hann verkamannastörf við Reykjavik- urhöfn. Kvæntur er Gunnlaugur Ólínu Jónsdóttur. Að liðnum tæpum þremur ár- um. Snemma í janúar, nítján hundruð tuttugu og átta, ræðst ég á Jón forseta, en hef þá verið þar skipverji öðru hvoru í áratug. Við fiskum fullfermi og siglum með aflann til Englands. Á leiðinni heim aftur bregður svo kynlega við, að skipstjórinn, Guömundur Guðjónsson, kennir máttleysis, og elnar honum svo krankleiki þessi, að hann getur varla smokrað sér frami úr koju. Hann segist þó ekki vera sóttveik- ur, einungis þróttlítill. Þegar við sjáum Eyjafjallajökul, gefur Guð- mundur okkur skipun um að b >ta stefnu, og kemu’- >:■ - ekki upp fyrr en lagzt er við afck- eri á Reykjavíkurhöfn. Þá segir hann líðan sína engu betri og bið- ur fyrsta stýrimann, Magnús Jó- ihannsson, að taka við stjórn skips ins. Hann ætli sjálfur að sitja eina ferð í landi og ná úr sér bölv- aðri limpunni. Við förum út, og er Guðmund- ur litlu hressari, þegar við kom- um til Reykjavíkur aftur. Magnús er þvi skipstjóri á Jóni forseta í þriðju ferðinni þetta ár, sem aldrei varð löng. Að liðnum tæpum þremur dög- um dundi ógæfan yfir. Morgunblaðið birti veðurihorfnr á sunnudeginum 26. febrúar, 1928: Snarpur sunnan og suðaustan. Hlákuveður. Niðamyrkur og stríð gola úr iandsuðri. Jón forseti hefur verið tvo sólarhringa á veiðum í Jökul- djúpi og stefnir nú fyrir Reykja- nesskaga. — Ég á vakt klukkan þrjú um nóttina, og halla mér því eftir kvöldsnæðing. Eftir fjögurra stunda væran svefn vakna ég snögglega við feifcnlega skruðninga og bresti. Skipið nötrar, og sker- andi málmhljóð nístir merg og bein. Mér verður þegar ljóst, að við höfum steytt á rifi. Ég snarast fram úr kojunni, þríf stígvélin og kemst í þau með erfiðismunum. Allt hrikktir og skipið skelfur, svo að varla er stætt. í óðafári böðlast ég upp á dekk og sé, að skipið er við klettótta strönd og skarnmt undan klýfur vitageisli myrkrið. Allt um kring risa og falla ógnvænlegir boðar, lemja utan skipið og kasta því til á grjótinu. Ég sé ekki yfir sjóina, og er þó lágfjara. Ég staulaðist aftur þilfarið, og við áhafnarmenn tökum tal sam- an í brúnni. Skipið hefur rekizt á svonefnt Stafnesrif. Ljósgeislarn ir koma frá vitanum í Stafnesi, en til lands eru um það bil þrjú hundruð og fimmtíu faðmar. Fyr ir innan rifið er hyldjúpt lón, Hólakotsbót, og er þar stilltur sjór, þótt rifið sjálft sé umleifcið hvæs- andi brimgarði. Allir erum við vongóðir um að ná landi, komi björgunarsveitir fljótt á vettvang. Sent hefur verið neyðarkall, og T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 565

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.