Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 10
Kastala- hverfið í Búda Búdapest er fornfræg borg, þar sem mi'klir atburðir hafa gerzt, auðug að fornum minjum. Dóná rennur í gegnum hana, og á hægri bakka hennar er sá borgarhlutinn, sem nefn- ist Búda. Upphaflega var þarna lítii borg á háum kletti. í syðri hluta hinnar fornu klefcta- borgar er þúsund ára gömul kon- ungshöll, en í nyrðri hlutanum eru margar gamlar kirkjur, hall- ir aðaismanna, klaustur og ein- kennileg, lí.til hús. í umsátinni um Búdapest árið 1944 var kastalahverfið í Búda lagt í rústir, svo að varla stóð þar siteinn yfir steini, og af fimm þús- und manns, sem þar áttu heima, koanust innan við þúsund Hfs af. Að stríðinu loknu hóíust Ungverj- ar handa um að endurreisa þær byggingar, sem þeim voru dýrmæt astar, í hinni fornu mynd. í miðri hinni gömlu borg er Matthíasarkirkja, einhver feg- ursta bygging, sem Ungverjar hafa reist í gotneskum stil. Þaðan er harla fagurt að horfa yfir urohverf ið. Framan við kirkjuna er stórt torg, en út frá því þröngar göti r, sem vitna sjálfar um aldur sinn. Þar er enn gengið á sömu stein- unum og Abdúr Haman, síðasti tyrlkneski pasjann í Búda, eudaði lílf sitt á. Skammt frá þessum blóði lauguðu steinum er haria gamalt hús, sem við eru tengdar Ijúfari minningar. Þar var endur tfyrir löngu stofnað fyrsta kaffi- húsið og sælgætisbúðin í allri Norðurálfu og vakti m&la reiði kráreigandans, er þar var á næstu grösum — jafnvel svo, að atf hlutust blóðugar skærur. En katffihúseigandinn hélt velli, og er þar enn haldið uppi veit- ingum, en úr búi kráreigandans hetfur ekki annað varðveifczt en spjaldið yfir dyrum ölstotfunnar. Þar er nú fornbókaverziun, er áð- ur var kráin. VíSa er íburSarmikið skraut, cg jafnvel Ijóskerin eru listasmið. í Tancsicsstræti, sem gengu.r norður í borgina, er gult tveggja hæða hús og dýfligsa með þykkum veggjum í húsagarðinum. í neðan- jarðarhvelfingum hennar létu Tyrk ir geyma ís á meðan þeir sátu á valdastóli. Þegar Habsborgatar komust til valda, létu þeir breyta ísgeymslum Tyrkjanna í fangelsi á nýjan leik, og þar var Lajos Kossút hin mikla hetja Ungverja í freisis- stríðinu 1848, í haldi hjá þeim. Hér eru húsin hvert við annað. Hið næsta* dýtflissu, sem Kossut gisti, er bygging, þar sem ítalskur greifi rak einu sinni hóruhús, og skammt frá er hús, þar sem bjuggu rabbínar einnar helztu sýna gógunnar í Norðurálfu. Leifar tveggja annarra sýnagóga frá mið- öldum, sem nefna má í sömu andrá og hina ungversku, fundust ný- lega, er breytingar voru gerðar á gömlum höllum í Prag og Madríd. Magðalenuturninn, sem skotinn var í rúst í heimsstyrjöldinni síð- ari, rís enn á ný við þriðja stærsta torgið. Þar var komin hermanna- kirkja, er hálfmáni Tyrkja var dregin á stöng í kastalanum, og 562 T í M I N N — SUNNUDAG§BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.