Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 20
í Evrópu og aðall njóti forréttinda, eru eyjarnar lýðveldi, og þing kem ur þar saman einu sinni á ári. Þing ið sitja sjö aðalbornir menn, kosn- ir af höfðingjastéttunum þrjátíu og þremur, sjö óbreyttir borgarar, kosnir af lágstéttafólki, og ríkis- stjórn. Þriðja hvert ár er kosið til þmgs, en konungur er sjálfkjörinn sem forsætisráðherra. Þingmenn eru á iaunum þær fjórar vikur, sem þingið varir. Nútíminn hefur ekki breytt miklu um líf og háttu eyjaskeggja. Verkmenning hefur að vísu tekið miklum framförum, en fornar sið- venjur og gamlir lagabókstafir eru enn í fullu gildi. Skulu hér nefnd nokkur dæmi. Samkvæmt stjórnarskránni ber hverjum þeim, sem náð hefur 16 ára aldri, réttur til að eignast land skika án nokkurs endurgjalds. Er mönnum þá jafnframt gert að skyldu að greiða 250 krónur i ár- legan skatt. Þeir, sem neyta þessa réttar og taka við landskika — ann aðhvort af aðalsmanni hérðsins, það er lénshöfðingjanum, eða af ríkisstjórn —, skulu yrkja jörð- ina eftir beztu getu. Vanræki ein- hver jörð sína, hlýtur hann sektir. Andist leiguliði, tekur nánasta skyldmenni við jörðinni. Séu eng- ir erfingjar, fær lénsherrann eða ríkisstjórnin jörðina aftur til úthlutunar. í bænum Kolovai á norðvestur- strönd Tongatabu getur að líta sér- stætt fyrirbæri. Þar í trjánum hanga þúsundir af friðlýstum leð- urblökum, og þær sjást aðeins í Kolovai og hvergi annars staðar í eyjunum. Á daginn sofa þær hang- andi í laufkrónum trjánna eins og lifandi aldin, og enginn vogar sér að skerða eitt hár á höfði þeirra. Leðurblökurnar eru heilög dýr i Kolovai, og einungis meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar hafa leyfi til þess að skjóta þær. Leðurblökurn ar hafa því hangið þarna í friði og spekt í 500 ár. Fjölgunin er meiri en orð fá lýst, og skepnur þessar eru sannast sagna bölvuð piága í Kölovai og næsta nágrenni bæjarins. í Kolovai daunar allt af leðurblökum, ræsin, taðan, blómin, sandurinn og jafnvel mögur hross in, sem ganga til beitar í högun- um. En sérhvað má skýra með forn- um sögnum og þá ekki sízt leður- blökurnar í Kolovai. Einhverju sinni fór Tcngaeying urinn Ula í báti sínum til Samoa, sem liggur 600 kíiómetra í norður frá Tongaeyjum. Þar felldi hann ástarhug til dóttur höfðingjans 1 Neiafu, en honum var meinað að kvænast stúlkunni. í konu stað gaf höfðinginn Ula nokkrar leðurblök- ur, þeirra á meðal afar fágætt, hvítt afbrigði. Þegar Ula kom aftur til Tongaeyja, tók hann sér bólfestu á stað nokkrum, er hann nefndi Nei afu til minja um þöfðingjaþorpið í Samoa. Þar bjó hann til dauða- dags, einn ásamt leðurblökunum og minningunni um stúlkuna sína. Ula hvarf, og flestir gleymdu hon um, en leðurblökunurp fjölgaði mikillega. Þær héldu sig á þessum sama stað og voru þar einráðar, — en hvíta afbrigðið sást hvergi. Dag nokkurn komu bæjarbúar þó auga á hvíta leðurblöku. Að liðn- um tæpum sólarhring andaðist meðlimur konungsfjölskyldunn- ar, og síðan hvarf dýrið hvíta og sást ekki árum saman. Þegar menn aftur komu auga á hvítt afbrigði, varð enn andlát í konungshöllinni. Héðan í frá voru leðurblökurnar í Kolovai taldar heilagar, og hvítt af- brigði segja Tongaeyingar vera ill- an fyrirboða. Það viti á dauða kon- ungsborins manns. Lögum sam- kvæmt er því einungis kóngafóiki heimilt að skjóta leðurblökur. Al- múgamaður gæti hæglega vakið hvíta leðurblöiku til Iífs og orðið giftuspillir ko n u n gsf j ölskyld u n n i. Nú þykir öllum ferðamönnum „Vináttueyjar“ vera réttnefni. Vin- gjarnleiki er auðkenni íbúanna, og þar virðist engum detta í hug að ganga á hlut annars manns. Fang- elsið í Nuku alofa er næstum tómt. Þar sitja tveir ógæfumenn og telc- ur þá eitt ár að taka út dóm sinn. Hinn þriðji er ungur maður, sem framdi morð í marzmánuði árið 1964, en þá hafði morð eklci verið framið í Tongaeyjum í áttatíu ár. Ungi maðurinn missti sjá'fstjórn sökum afbrýði og ástar. Þegar þetta er skrifað, situr morðinginn trú- lega einn í fanglesinu í Nuku alofa og fangaverðirnir liggja á hnján- um úti í matjurtagarðinum að reyta illgresi. Og lífið gengur sinn vanagang í Tongaeyjum. Salote drottning hvíl- ir í skugga af fjórum pálmum, og nær því á hverjum degi þakka íbúarnir henni vel unnin umbóta- störf. í eyjunum eru 130 skólar, og þar fá allir ókeypis menntun. Öll- um er heimilt að stunda ókeypis langskólanám. Þjónusta tannlækna og lækna er ókeypis veitt, og samt sem áður eiga þeir ek'ki mjög ann- ríkt. Tongaeyingar eru hraust fólk, og glundroði og erill Vesturlanda nær ekki að spilla heilsu þeirra. í Tongaeyjum hefur tekizt að sam- ræma kosti tveggja ólíkra menn- ingarþjóða, og þar ná meinsemd- ir austurs og vesturs aldrei að skjóta rótum. jöm í Tongaeyium eru eldbrunnin fjöll, og hraundrangar sem þessir eru þar al- geng sjón. 572 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.