Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 16
Horft í suður frá Stafnesvita og yfir fjörurnar allt að ratsjárstöð bandaríska setuiiðsins. í fjarska móar fyrir Höfnum. h-j'T.tr hafizt handa, og innan varpa ég baujunni fyrir „•ltir sér þarna i sælöðrinu, orfur og henni skýtur upp. aujunni hefur enginn augun, þar sem hana hrekur að lóninu og eftir fylgir visin líftaug þrettán manna. Fjöregg mitt er gúmmibelgur, eymdarlegur . gúmmíbelgur. Öld urnar henda honum milli sín, og stundum eins og þær vilji spotta mennina í reiðanum, geri leik að því að færa baujuna á kaf og halda henni þar lengi, svo að dauðans angist grípur alla. — Skorðast hún föst i grjótinu — Slitnar reipið? —Ber brimið hana til baka? — Skyldi reipið rekjast sundur á enda? — Nær það nógu langt? — Tekst það? — Eða? Enginn er til svars. í reiðanum ríkir þögn, og ekkert hljóð berst okkur til eyrna utan hryglandi hvæs boðanna. Það tekst. Ég setti líf mitt að veði fyrir einn gúmmíbelg, og aldrei hefur mér þótt jafn vænt um nokkurn dauðan hlut og þennan vesæla belg, þegar björgunarmennirnir slæða hann til sín í bátana. Nú birtir yfir svip okkar. Við höfum þraukað, og þetta eru launin. í reipið er bundin taug, taugrn fest í skektuna með lóðabelgjun- um átta, og drögum við hana svo nærri flakinu sem vogandi þyklr. Og þá er komið að hinum fyrstu að fara i bátinn. Einn okkar skipsfélaga í reiða- num er fátækur barnamaður, og finnst öllum miklu varða, að hann nái landi heilu og höldnu. Við segjum honum að varpa sér fyrst- um i skektuna, en hann þvertekur fyrir það og svarar þrásinnis: „Ég fer næst, ég fer næst. Mér þykir ennþá of mikil ólga.“ Ég legg fast að manninum að yfir- gefa flakið, en hann skeytir því engu og neitar sem áðun Ekki dugir að þjarka um þetta lengi, og annar maður hendir sér fyrstur útbyrðis. Hann er vel syndur, kaf- ar undir ólögin og kemst í bátinn. Næsti maður hverfúr í brimið, hefur trúlega fengið krampa, og þá hikum við hinir um sfúnd, svo að skektan er dregin strax ;að átt- æringnum. Klukkan er fjögur og lánast hefur að bjarga einiifn. Aftur togum við kæntina til okkar, en húrr ef’óftast í kafi og þung í drætti. Fara nú þrir úr reiðanum í skektuna, en þá brotn- ar stefnið við' skipshlið, og slitn- ar samtímis taugin, sem höldum við í hinir. Björgunarmenn sjá þegar, hvað orðið hefur, og draga bátinn rösklega að landi, en við, skipsfélagar, sem eftir erum, hefj- um leit að öðru dufli að- binda við kaðalreipið og láta það reka inn á lónið. Að drjúgri stundu liðinni ber leitin árangur, og sag- an endurtekur sig. Við togum til okkar nýja skektu, og komast nú fimm menn frá flakinu, þeirra á meðal ég sjálfur. Ég hef drukkið mikinn sjó og er vinglaður, svo að ég veiti því tæpast athyglí, þegar björgunarmenn lyfta mér úr bátnum og ég er leiddur upp ströndina, en þar biður okkar Helgi Guðmundsson, læknir í Keflavík og gerir að sárutn manna. Nú rökkvar óðum, enda liðið á sjötta tímann. Eru þrír skipverja eftir í reiðanum, og gengur þeim illa að draga skektuna að flakinu og halda henni þar kyrri í brim- rótinu, sem æsist fremur en still- ist. Fer svo að lokum, að dráttar- , taugin brestur, og er þá öll bjarg- von úti, nema þessum þremur takist að synda í land. Tveir varpa sér fyrir borð, en hinn fátæka barnamann, sem áður kom við sögu, skortir áræði til sunds, og verður hann um kyrrt í reiðan- um. Mennirnir tveir synda hins vegar lengi og knálega, og kemst annar í skektuna, og er hún dregin að áttæringnum. Náð er hinum nokkru síðar, og er þá svo af honutn dregið, að hann deyr, þrátt fyrir lífgunartilraunir læknis. Vonlaust er nú talið, að bjarga megi þeim, setn í flakinu dvelur, og lætur sveitin af frekari björg- unartilraunum. Henni eiga tíu menn líf sitt að launa, og er björgun þeirra mikið þrekvirki við slíkar aðstæður sem hjá Staf- nesi. 568 TÍMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.