Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 9
Þessum orðaskiptum Iýsti hann svo: „Já, bróðir — það er meiri and- skotans konan, sem ekki vill lyfta undir bagga með manni sínum á Rangárnesi — já, það er meira helvítið." Einar var höfuðveikur og sótti á hann svimi. Þessu lýsti hann þannig: „Já, það er hausinn, sem drepur mig, bróðir. Já, frændi — ef hann færi þá væri ég ágætur. Já, þá gæti ég gengið að allri vinnu.“ Einar viðaði að sauðataði af beitarhúsum, sem voru á milli Rangár og Bótar. Taðið bar hann á baki sér í stórum poka. Nú var það einn daginn, er ég var á Rang- á, að ég geng upp fyrir bæinn, og sé ég þá, hvar Einar kemur með taðpokann og stikar stórum. Hann var hár maður vexti og samsvar- aði sér vel, en hrikalegur nokkuð, stórskorinn í andliti og hreint ekki smáfríður. En allur var mað- urinn hinn hermannlegasti. Einar lætur nú pokann síga: „Já, sæll frændi — já, bróðir, nú er gott gangfæri.“ Rennihjarn var yfir allt þessa daga. „Jæja, frændi,“ segi ég. „Að 'þú skulir ekki heldur fara með sleða- grind í þessu færi — og undan- hallt alla leið.“ „Já, bróðir,“ anzar karl. „Þú segir nokkuð.“ Daginn eftir fer hann svo með sleðagrind og kemur heim með tvo poka. Tekur hann slatta úr öðrum pokanum og ber inn í bæ, en lætur svo pokana standa á grindinni um nóttina. Næsta dag fer hann með poka sinn, og kemst ég að því, að hann bætti úr hon- um í pokann á grindinni, en fór með hitt inn. Ekki vissi 6g, hve lengi hann gerði þetta, enda vaið- ist ég að tala um það við hann. Mér datt i hug, að hann gerði þetta til þess að sýna mér, að hann færi sínu fram og óþarft væri af mér að sletta mér fram í það, sem mér kom ekki úð. En ekki varð þetta til þess að spilla kunningsskap okkar á nokkurn hátt. í skammdeginu sótti þunglyndi á Einar, og lá hann þá tímunum saman í rúminu. Björn vissi, að honum var hollast að komast á ról. Hafði hann við orð að sækja lækni, en þá stétt manna hataði Einar af öllu hjarta. Dugði þetta um skeið til þess að koraia honuira á fætur, og hresstist hann þá smám saman. Samt fór svo, að þetta ráð kom ekki að haldi. Rak þá að því, að Björn sótti lækni, Jónas Kristjáns- 9on á Brebku í Fljótsdal. Jónas var mesti harðjaxl á þeim árum, og gat komið fyrir, að hann færi ekki að fólki með neinni blíðu, einkum þegar við það var að stríða er menn kölluðu ímyndunarveiki í þá daga. Jónas heilsaði karli, er hann kom inn til hans, en hann tók lítt undir og svaraði engum spurningum. „Það er ekkert að karlskrattan- um,“ sagði Jónas að lokum, „en það sakar ekki að mæla hann. Veltu þér á hliðina." Einar var ekki fljótur til, en Jón- as lagði þá hönd að því að koma honum í rétta afstöðu. Auðvitað var ekki nema eðlilegur hiti í Ein- ari, og seglr ekki meira af við- skiptum þeirra. En þegar læknir- inn var farinn, heyrðu menn, að karl fór að tauta: „Já, bróðir, þetta er meiri and- skotans læknirinn — ekki lætur hann meðöl, heldur rekur gler í rassinn á manni. Já — hann held- ur víst, að manni batni við það. En mikið má þó vera, ef nokkrum batnar, þó að gleri sé stungið í rassinn á honum.“ Ekki mun Einar hafa viljað bíða fleiri læknisvitjana að sinni og fór að klæðast. Brátt hresstlst hann svo, að hann tók að raula gömlu vísuna, sem ég gat um í upphafi þessa þáttar: Biskupsfressið ber sinn kross, búið messudúkum. Samt mun þessi á undan oss eignast sess hjá púkum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 56t

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.