Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Blaðsíða 19
Stórvaxna konan er Salote drottning, en maSurinn fjær meS svörtu gleraug- un er núverandi konungur Tongaeyja, Tupou þriSji. Tongatabu, og eru íbúar hennar tiu þúsund. Hús eru flest af timbri og margvís þó að yfirbragði. Sum eru býsna fögur, máluð skærum lit- um, en önnur særa augað, hrörleg og að hruni komin. Hin elztu hafa af engu þaki að státa. Ekki að síð- ur á borgin sér langa og viðburða- ríka sögu. Hér tók núverandi kon- ungsætt sér bólfestu fyrir tíu öld- um, en gömlu konungsættina hafði hún þá yfirbugað í einni hinna miklu pólinesísku styrjalda. Ókunnur ferðamaður verður þó sögunnar lítið var, þar eð fátt er um gamlar minjar í borginni. Við fyrstu sýn mun honum óetað þykja markverðust lítil skjald- baka, nýr Malilakóngur, sem lullar áfram um grasflötinn við konungs liöllina. Konungatal Tongaeyja, Tu‘i Tonga, hefst með frásögn af Aho- eitu nokkrum, en forn minni geta fjölmargra konunga, sem ríktu á undan honum. í dagbók bandariska skipstjór- ans Davíðs Porters urn árið 1813 er samtal við Gataneva, höfð ingja nokkurn í Marquesaeyjum. Þar segir Gataneva, að 48 kynslóð ir hafi horfið, síðan flokkur Tonga- eyinga herjaði á Nukuhiva. Sé kynslóð talin samsvara meðalaldri höfðingja á Nukuhiva, mun þetta hafa verið nokkru fyrir Krists burð eða fyrir rúmlega 2000 árum. í Evrópu hafði enginn hugmynd um Tongaeyjar, fyrr en hollenzkir sjó- menn sigldu þangað árið 1616. Þá voru Tongaeyjar hlutaðar sundur í fjölmörg furstadæmi og nokk ur konungsríki, sem áttu sífellt í ófriði sín á milli. Hinar þrjátíu og þrjár aðalsættir eru afkomend- ur furstanna. Þegar Hollendingarnir Sehouten og Lemaire heimsóttu eyjarnar árið 1616, eins og fyrr getur, voru Eua, Tongatabu og Nomuka voldug- ustu furstadæmin. Tasman, land- könnuðurinn frægi, sté á land í Tongaeyjum árið 1643 og skírði eyjarnar og helztu bæi nöfnum, teknum úr Evrópumálum. Þessi nýbreytni vakti enga athygli eyja- skeggja, og aftur sáu þeir ekki hvít an mann, fyrr en James Cook færði þeiim Malilakóng hundrað árum síð ar. Cook nefndi eyjarnar Vináttu- eyjar, af því honum þóttu íbúarn- Ir vera með fádæmum brosmildir og vingjarnlegir. Hið þekkta skip Bounty varpaði akkerum við Haapaai árið 1789, og uppreisnin á Bounty var gerð í sundinu milli Tongaeyjanna Nom- uka og Tofua. Árið 1797 komu fyrstu kristni- boðarnir til Tonga, og þótti þeim Vináttueyjar síður en svo réttnefni. Þar logaði allt í deilum og ófriði. Ættbálkar frá Fiji reyndu að brjót- ast til valda, og furstarnir rifust sleitulítið um erfðagóss og ríki- dæmi. Kristniboðið mætti mikilli and- spyrnu konunga og aðalsmanna, Stéttaskipting greindi eyjaskeggja í þrjá flokka, kónungsfjölskyldur, aðal og almúga, og samkvæmt inn- lendum trúarsetningum «kyldu einungis konungsfjölskyldur og aðall njóta fegurra og betra lífs eftir dauðann. Hlutskipti almúg- ans var hins vegar að hjaðna niður á myrkum og köldum hafsbotni. Kristniboðarnir hétu sérhverjum manni himneskri sælu, ef hann hóldi boðorðin tíu, og almúginn tók því allur kristna trú, en höfð- ingjafólk leit hinn nýja sið óhýru auga. Voru kristniboðarnir nær því flúnir undan ofríki og ásókn aðals- ins, þegar þeim barst óvænt hjálp. Prins nokkur, Taufa-ahau, veitti kristniboðunum liðsinni, og um leið sölsaði hann furstadæmin undir sig og gerðist einvaldur í Tongaeyjum. Var hann krýndur til konungs árið 1845 og tók sér nafnið Georg Tup- ou fyrsti. Tupou fyrsti er Napóleon Tongaeyja. Hann andaðist í hárri elli árið 1893, og tók þá barnabarn hans, Georg Tupou Taafaahau, við ríki sem konungur Tupou annar. Kona Tupous annars var Lavinia, og elzta dóttir hans var Salote Karlotta. Hún var skírð í höfuðið á formóður konungsfjölskyldunnar Karlottu, drottningu Georgs Tup- ous fyrsta. Ríkishafar Tongeyja bera ensk nöfn, því að Taufa-ahau prins fyllt ist ungur lotningu gagnvart brezka heimsveldinu og hreifst mjóg af enskri menningu. Þá réðu ríkjum á Englandi Georg þriðji og Karlotta. Þótti prinsinum Georg og Karl otta fegurstu orð i heimi og taldi sér og konu sinni mikinn heiður að bera nöfn enskra valdhafa. Síðustu áratugir nítjándu aldar voru mikill hörmungatími fyrir hin friðsælu konungsríki í Kyrra- hafi. Smám saman urðu þau flest bandarísk, frönsk eða þýzk verndarsvæði. Tupou fyrsti leitaði skjóls í skugga brezka heims veldisins, og með því móti tókst honum að varðveita sjálfstæði Tongaeyja og tryggja yfirráð kon- ungsættarinnar um ókomin ár. Tongaeyingar og Bretar gerðu með sér samning árið 1900, og er hann enn í fullu gildi. Hefur friður ríkt í Tongaeyjum, sem af er tuttugustu öld og Bretar aldrei haft yfirgang í frammi. Brot af siðmenningu Vest urlanda hefur borizt til eyjanna, en þó er þar enn sannkölluð paradís á jörðu, heilnæmt andrúmsloft og ósnortin náttúrufegurð. Þótt konungur Tongaeyja sé valdameiri en samstarfsmenn hans T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLaÐ 571

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.