Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Side 15
Stafnesviti er hvorki ægifagur né himinhár, þar sem hann rís gulur upp úr strandklettunum vestan við bæina á Stafnesi, og hið næsta honum er sannarlega fátt til prýði. Ljósm.: G.V.A.) þrauka, að vilja ekki deyja, að þrauka, það er okkar hlutur. Sökurn boðafalla er óhægt að dveljast lengur á hvalbaknum, og raða menn sér í reiðann. Er hann þröngskipaður svo hátt sem kom- izt verður. Förin í reiðann er flestum sæmilega greið, nema hvað þann, sem lestina rekur, hrifs ar holskefla útbyrðis, og getum við enga hjálp honum veitt. Þetta er harðger maður, flugsyndur, og grípur hann þegar sundtök í átt til iands, en svo er straumur í Bótinni stríður, að félaga okkar hrekur andviðris á haf út, og eru dagar hans taldir. Skipið sígur nú að framan og vagar á grjótinu. Stundum leggst reiðinn niður í urðina, og allir hljótu'm við einhver meiðsli. Ber ég þessa enn merki í andliti. Sér- hvert skipti, sem reiðinn sígur, tauta ég við sjálfan mig: Nú fer mastrið, nú fer það, og þú ert dauður, karl minn, steindauður. — En Forsetinn reisir sig ætíð upp milli brotanna, og ekki lætur mast- rið undan sjóganginum. Nú tekur að falla út. Lægir brimrótið. Við sjáum tvo menn liggja á brúarvængnum, og þeir ríghalda sér, unz sjódrykkja ríð- ur þeim að fullu. Greipar opnast, og tveimur skolar út í kalda röst- ina. Við hinir eigum að þrauka, og við S'kulum þrauka. Skip, sem á vettvangi voru, gátu lítið gert til björgunar. Hellt var niður ljrsi og olíu í sjóinn, en brimið var meira en svo, að þessi austur kæmi nokkrum að haldi. Tóku þá skipverjar að slæða eftir líkum þeirra, sem útbyrðis höfðu fallið af Jóni forseta. Björgunarsveitin í landi fékk léðan áttæring og tvær skektur frá Stafnesi. Skyldi áttæringurinn liggja í landfestum, en smábátarn- ir notast sem dragferjur, ef takast mætti að koma línu út í hið strandaða skip. Tilraunir í þá átt báru þó engan árangur, og um hríð var litil bjargvon. Strandfregnin birtist í glugga Morgunblaðsins árla dags, og dreif þangað múg manns. Sló óhug á Reykvíkinga við þessi sorgartíð- indi, og í veðursæld vetrarins sáust engir brosa nema börn. Var mánudegi þessum líkt við sjöunda apríl, árið nítján hundruð og sex, þegar drukknuðu nær sjötíu menn í Faxaflóa, tuttugu þeirra fyrir augum bæjarbúa hjá Engey og Viðey. Nú var Jón forseti, minnsta skip islenzka togaraflotans, ofar- lega í allra huga, og milli vonar og ótta biðu menn nýrra fregna af ættingjum, ástvinum og kunn- ingjum, nýrra tíðinda frá Stafnesi. Miðdegi. — í reiðanum sjáum við. að áttæringur liggur fyrir landi. hjá honum tveir smábátar, og hafa björgunarmenn bundið átta lóða- belgi á aðra skektuna. Liður og bíður, og lánast .þeim ekki að senda út línu til okkar í flakinu. Höfurn við flestir glatað nær allri von um björgun úr landi. Þykir okkur einsætt, að viljum við lifa hljótum við að varpa okkur til sunds, kafa undir ólögin og reyna þannig að komast í ládevðu Að vísu skortir suma næga sundfimi en við erum þá dauðir hvort sem er. Ekki dettur mér í hug nokk- urt líf, en ég er eigi að síður rólegur, og engin flýgur að mér hræðsla. Meðan við ráðgumst um þetta okkar á milli, rek ég uigun í baujuræfil, sem hangir við mastr- ið. Eru af baujunni bæði sköftin, en kaðalhönkin virðist mér ölösk- uð. Ég lít upp tíl næsta manns og spyr, hvort ekki sé unnt að ko'ma út baujunni í þeirri von að hana beri að bátunu/n inn á lónið. Nú sé fjara, brimrótið stilltara en fyrr um daginn, og straumur ekki landstæður. Með aðgæzlu megi fikra sig að borðstokknum og fleygja út baujunni. Tillögu þess- ari er slælega tekið í fyrstu. En eftir stundarkorn kallar einhver til mín: Gunnlaugur, við skulum reyna þetta með baujuna. — Er TÍMINN-SUNNUDAGSBLAÐ 567

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.