Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 9
vissulega yrði mikill sjónarsvipHr að lr aðeins um það bil þrem árum töldust nálægt 500 indverskir nas- þyrningar í konungsríkinu Nepal. Nú hefur sú tala lækkað um helm- ing, og hafa þó veiðiverðir ský- lausan rétt til þess að skjóta laun- skyttur fyrirvaralaust. En það er líka hægt að fá allt að níutíu þús- und krónum fyrir hvert dýr, sem er að velli lagt, því að duft af niður muldu nashyrningshorni er talið öruggt ástalyf og selt dýrum dóm- um. Svipuðu máli gegnir um vissa tegund af afrísku gazellunni — fitan af henni á að vera óbrigðult meðal við gigt. Af mörgum millj ónum, sem eitt sinn voru, eru nú aðeins eitt hundrað dýr á lífi, og er þeim komið fyrir á nokkrum friðlýstum svæðum. Og aðeins tuttugu einstaklingar eru eftir af hinum smávöxnu Addofílutn í Suður-Afríku. Risavaxnast allra dýra jarðar- innar er steypireyðurin, enda 33 metrar á lengd. Bæði því og öðr- um stórhvelum verður sennilega út rýmt fyrir næstu aldamót. Helzta veiðidýr við Grænland á átjándu öld var sléttbakurinn — en hinn síðasti þeirra var skotinn árið 1926. Er þess nú aðeins að vænta, að takast megi með alþjóðasamkomu lagi að stöðva múgdráp olíuiðnað- arins, sem er að uppræta ýmis hin einkennilegustu dýr veraldar. Hingað til hefur heilbrigð skyn Krókódíllinn er ekki geðsleg skepna, en honum úr ríki náttúrunnar. semi orðið að þoka fyrir gróða- fíkninni. Á síðastliðnum 30 árum hefur hvítabjörnum fækkað um helm ing. Norskar ferðaskrifstofur bjóða upp á leiðangra á norður- hjaranum, — ekki er sett að skil- yrði, ap viðkomandi beri minnsta skynbragð á slíkt. Og í Suður- Evrópu eru að minnsta k-osti 100 milljónir smófugla, þar á meðal lævirkjar, skotnir eða veiddir með öðrum hætti, haust og vor. Naum- ast geta þó hin fáu grömm af kjöti, sem finnast á bringu þeirra, skipt neinu máli fyrir íbúana. Mót mæli berast hvaðanæva úr heim inum, en fjöldamorðin halda á- fram. Hefur sjálfur páfi skotið máli þessu til álits alþjóðar í land- inu, sem fóstraði verndardýrling dýranna, Franz frá Assisi. í Suðaustur-Asíu eru ár- lega drepnar vatnaslöngur og pyt- honslöngur, sem nemur miklu meira en hálfri milljón, en skinn þeirra er dílótt og selst geysiháu verði. Fyrstu chinchillaskinnin, sem eru verðmætustu loðskinn í heimi, komu frá Perú, Ohile og Bólivíu, en þar úði og grúði í öll- um fjallaskörðum af þessum snagg aralegu, blágráu nagdýrum. Nú má heita, að þau séu ekki til nema á loðdýrabúum. Skinn vatnamarðar- ins er brúnt og mjúkt og nefnist nertz, en þar sem sex milljón skinn koma á markaðinn árlega, þarf engan að furða, þótt skepnan megi heita nær horfin úr dýraríki Evrópu. Auðvitað er það afleitt, en þegar vitað er, með hvers', grimmilegum aðferðum þessi dýi hafa verið murkuð niður, hlýtur, þrátt fyrir allt, að teljast mann- Hvítabiörnum hefur fækka'ð um helming á þrjátiu árum. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 609

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.