Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 21
heima, og ég var hrædd við Maríó. Hræðslan batt mig honum höndum, sem ég gat ekki slitið, Og þetta var veiklei'ki, sem var oikkur sameiginlegur eins og aid- ur okkar. Við vorum varnarlaus- ir leiksoppar þeirra afla, sem vildu kasta otkkur á milli sín, góðra og iilra. Ég lét hann hrista mig og sikekja. Ég veitti ekki viðnám, og hann endurtók hvað etftir annað ógnandi rödd: — Svona, talaðu. Hvað ætlarðu að gera, ef hann hótar þér að reka þig? Ég horfði á hann skelfdum aug- um og gat ekki stunið upp nokkru orði. En þegar hann reiddi hnefann til höggs, veinaði ég: — Ég er hrædd. Svo fór ég að hágráta. Ég veit ekki, hvað gerðist. En áður en ég vissi af, var ég komin í fangið á honum og hallaði höfð- inu að brjósti hans. Hann strauk hárið á mér, og hann kreistj á mér axlirnar svo fast, að það var eins og hann væri enn að berja mig. Og hann bvíslaði einhverju að mér, sem ég heyrði ekki, ástúðlegrj og ástríðuþrunginni röddu, og ég hugsaði: Hann hefur fyrirgefið mér, guði sé lof — hann fyrirgefur mér. Mér fannst hálfvegis eins og ég hefði beitt hann brögðum — svikizt aftan að honum til þess að láta hann gleyma afbrotum mín- um. Hann var blíðari og mildari O'g ástúðlegri en orð fá lýst, og það var eins og hann vildi sann- færa mig um, að hann hefði neyðzt til þess að grípa til harkalegra ráða til þess að ráða bót á fram- ferði mínu. — Var ég vondur við þig? epurði hann bljúgur og leit á klút- ínn, sem var rauður af blóði. Meiddi ég þig? — Það var ekkert, svaraði ég brosandi og stakk klútnum í vas- ann, alls hugar glöð að geta sýnt honum þvílika sáttfýsi. Mig verkjaði í andlitið, og ég yar örmagna eftir viðureignina.En ég var lika hreykin af því, að hann skyldi hafa gert sig sekan um þennan fautaskap mín vegna. — Ég er ræfill, bölvaður ræfill, sagði Maríó hvað eftir annað. Líður tér skár? Á ég að hiaupa 1 lyfja- búð og kaupa áburð? Ég hristi höfuðið, sem enn lá við brjóst hans. Ég er afbrýðisamur, stundi hann. Ég verð ailtaf viti niinu fjær, þegar ég þarf að víða eftir þér og ég heid, að þú sért að ljúga að mér. — ímyndarðu þér, að ég ljúgi að þér sagði ég hálfmóðguð. — Nei, nei—nei, ástin mín, flýtti hann sér að segja og strauk lófanum blíðlega um kinnina á mér. En þú ert svo falleg — allir sjá, hvað þú ert falleg. Ég er hræddur um að ég missi þig. Þú mátt ekki fara inn í bílinn og vera þar ein með þessum manni —. En hann lítur ekki einu sinni við mér, sagði ég öllu hærra eri áður. — Það getur ekki verið. Kann- ski vilt þú bara ekki segja mér það, og kannski tekur þú ekki eftir því. En allir karlmenn líts við, þegar þú gengur fram hjá þeian. Hann er blindur mann— fjandinn, ef hann sér ekki, livað þú ert falleg. — Kannski hann sé blind ur, sagði ég. Svo gleymir þú líka, að hann er hér um bil tuttugu árum eldri en ég. Ég hló, og eftir dálitla um— hugsun hló hann líka. Við vorum hamingjusöm. — Við giftumst bráðum, sagði ég. Og þá þanft þú ekki að vera afbrýðisamur lengur. — Bráðum? endurtók hann, og það dimmdi yfir honum. Þú verður að bíða í þrjú ár að minnsta kosti. — Hvað eru þrjú ár? sagði ég. Nítján ár og þrjú til viðbótar — þá verð ég tuttugu og tveggja Sra? Við föðmriðumst og gleymdum ölíu öðru en því, að við vorum ung. Og þó átti æska mín sök á því, hve mér óx í augum öryggi fólks, sem sagði við mig: — Þú ert hálfgerður krakki — þú skilur þetta ekki. Þú kemst að raun um það seinna. Mér fannst ógnun dyljast i raddblænum, þegar fólk sagði þetta, og það setti að mér ótta, sean ég reyndi að dylja — það var eins og ég væri seik um eitthvert glappaskot. Og ég heyrði innra með mér ásakandi rödd, sem sagði, að ég væri að draga Maríó á tálar, þó að ég skrökvaði aldrei að honum. — Þrjú ár, hélt ég áfram. Þetta breytist, þegar þú kems, i fasta vinnu. Þá getum við farið að leita að herbergi handa okkur. Og þó að það dragist í þrjú ár, þá getum við beðið eftir því, þegar við viljum bæði það sama. — Það er alveg satt, elskan min, svaraði hann og kyssti mig. Hann sleppti mér ekki, þó að hann heyrði einhvern ganga fram hjá. Það var dimmt —• það tekur ekkert eftir okkur, hvíslaði hann. Og á sumrin eru allir svo um— burðarlyndir við ástfangið fólk sem kyssist — líka lögregluþjón— arnir. Ég stalst til þess að líta á úrið hans, og svo sleit ég mig lausa. — Það er að minnsta kosti tíu mínútum of fljótt, sagði hann. En það sagði hann æviniega 02 ég vissi, að það var ekki -crit. Við leiddumst og gengnm hratt. Maríó var í bezta skapi og hafði uppj alls konar ráðagerðir En þær hafði ég allar heyrt áðui. Hann endurtók ætíð fyrirætlann sínar með sömu orðum kvöld eftir kvöld, rétt eins og hann byggist við, að ég gleymdi þeim að öðrum kosti. Eða hann gleymdi þeim sjálfur. Gatan var mannlaus. við vorum ein, og fótatak okkar bert> málaði í kvöldkyrrðinni. Mér fannst, að við hefðum búið saman gömul og hefðum gefizt upp eins og annað gamalt fólk fyrir ein- hverju, sem var okkur ofjarl — einhverju, sem vildi komast upp á milli okkar. Kannski var það þögnin, sem blés mér þessu í brjóst — kannski háir og sléttir múrarnir, sem við gengum með fram. Það var kæfandi sumarhiti og mér fannst ég sjá fólkið, sem drepið var í hverri skonsu bak við_ glugga hinna stóru leiguhúsa. Ég leit til Maríós, sem var svo stæltur og stolzaralegur við hlið mér. Það var þrjózkuleg hrukka á milli augnabrúnanna á honum, og ég þrýsti rnér upp að honum, og hann tók utan um mittið á mér. Ég fann, að ég hafði aldrei elskað hann eins heitt og þetta kvöld, og það lá við, að ég brosti að sjálfri mér. Það varð dálítil bið á því, að ég .kveddi hanri, þegar við komum að húsinu, þar sem ég átti heima. Ég hafði aldrei fyrr verið svona seint á kvöldi úti með honum, og þó gat ég ekki slitið mig frá honum. Loks tók hann lyklana úr hendi T í M I N N — SUNNUDAGSBLAP 621

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.