Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 20
margsinnis. Hvers vegna ertu eigin lega svona afbrýðisamur? Maríó steinþagði. Hann var orð- inn néhvitur í framan, og ég fann, að ég varð að halda áfram að tala, því að annars mátti guð vita, til hvaða bragða hann gripi. — Hann sat frammi í — við stýrið auðvitað, hélt ég áfram. Og ég aftur í. Við mæltum varla orð frá vörum. Jú — hann sagði, alit í einu svona eitthvað á þessa leið: En sá vinnudagur hjá þessum vesal ings vélritunarstúlkum. Dóttir mín er að læra hraðritun og lýk- ur prófi í haust. En óg má ekki til þess hugsa, að hún verði að þræla svona. Enn vofði skruggan yfir. — Æ- já, þetta sagði hann — og annað ekki. Ég var svo þreytt, þeg- ar við komum heim, a3 ég gat varla brölt út úr bílnum. Hann fór út og opnaði bíldyrnar eins og ég væri hefðarfrú. En ég hefði vilj- að sitja kyrr. Þetta hefði ég aldrei átt að segja. í sömu andrá og ég sleppti orðunum, laust Maríó mig utan undir f annað sinn — og þriðja. Höggin lentu á nefinu á mér og ég fékk blóðnasir. Ég fann blóðið renna niður efri vörina, heit.t og andstyggilegt, og ég blygöaðist mín fyrir það, að fólk sem gekk hjá. skyldi horfa upp á þetta. — Ljáðu mér klútinn þinn sagði ég bænarómi. Og með klútinn við lefið gekk ég út að brjóstriðinu á brúnni og hallaði mér fram á það. Ég spurði sjálfa mig, hvað ég hefði til saka unnið og snökti i klútinn. Það glitti í vatnið fyrir neðan, og mér varð hugsað til þeirra, sem höfðu varpað sér nið- ur í það. Maríó var kominn til mín, en ég vissi, að það gerði hann af því einu, að honum fannst ó- þægilegt að vekja á sér athygli með að standa álengdar og horfa á mig snökta. Honum þótti ekki nóg að gert, þvi að hann sló krepptum hnefanum í brjóstrið- ið til þess að hræða mig. — En hvað hef ég gert, Maríó? hvíslaði ég. Á sömu stundu flaug mér í hug, hve lífið var undarlegt. Ég var ung og kát og lagleg, og ég var hraust og kunni mitt verk. Ég var ánægð með starf mitt, og ég var hreykin af þvi að vera unnusta Maríós, því að hann var ungur og fallegur og allar vinstúlkur mínar öfunduðu mig af honum. Og nú stóð ég hérna á brúnni og örvænti, af því að ég var ekki nema nítján ára og átti langt l'íf fram undan. — Þú veizt ííklega bezt sjálf, hvað þú hefur gert, sagði Maríó og hvert orð var eins og svipu- högg. Þú ert nógu útsjónarsöm að fara að grenja hér, þar sem flest fólik er á ferli. En þér skjátlast, ef þú heldur, að þú vefjir mér um fingur þér. Þá þekkirðu mig ekki. Ég heyrði barnsgrát fyrir aftan mig. Það var Htill drengur, sem foreldrarnir drógu nauðugaji a millj sín. Móðir hans atyrti hann, en hann gaf því ekki gaum, og þá sagði hún: Nú steinþagnar þú — annars förum við frá þér. Og þá þagnaði hann snögglega. Allt í einu datt mér í hug, hvers.vegna allir, sem voru hræddir við ein- hvern, væru þó enn hræddari við einmanaleikann. Ég varð undir eins hrædd, þegar ég heyrði reiði- þrungna rödd Maríós og fór að hugsa um, hvað nú myndi gerast, en samt gat ég ekki til þess hugs- að, að hann hlypi frá mér og skildi mig eina eftir. Ég leit upp og vonaði, að nú hætti að blæða úr neifinu á mér, og ég veitti því athygli, að himinninn var alskýj^ð ur. Brýrnar, sem strætisvagftái'fi- ir fóru um, voru langt í burtu. E| Maríó gerðí sig líklegan til þe|á að fara, æblaði ég að hlaupa á eff- ir honum og vefja örmunum utan um hann og láta hann draga mig eins og druslu eftir óhreinni gang- brautinni. — Jæja, — iþað var þannig: Þig Iangaði ekki til þess að fara út ilt bílnum hvæsti Maríó á milili tann- anna. 0,g ég sat heima og beið þess, að þú hringdir. Bíddu bara hæg dræsan þín — á föstudaginn var komstu ekki heim úr skrif- stofunni fyrr en klukkan ellefu. — Þá varð ég að fara heim með strætisvagninum, sagði ég Það lá við, að ég bæði hann fyrir gefningar á því, hve vel mér hafði fundizt fara um mig í bílnum kvöldið áður. — Þetta er framför hjá þér, sagði hann. í næstu viku fer verk- fræðingurinn sjálfur með þig heim. En þá skal ég mólva í þér hvert bein, og það skaltu segja honum. Ég brýt hvert bein í skrokknum á ykkur báðum Ég sór og sárt við lagði, að það skyldi aldrei gerast, að ég stigi upp i bíl hjá verkfræðingnum — hversu þreytt sem ég væn. skyldi ég aldrei láta það á mig sannast. Ég lofaði jafnvel að tala um það við verkfræðinginn, að ég gæti ekki unnið aukavinnu á kvöldin framvegis. Bara hann segi mér ekki upp og reki mig á dvr, bætti ég við. — Nú og ef hann rekur þig’ spurði hann og neyddi mig til þess að horfa beint framan i sig. Hvað gerir þú þá? Svaraðu -- hvers vegna svarar þú mér ekki, manneskja? Hann breif um handleggina á mér og hristi svo óþyrmilega, að mig verkjaði í hálsliðina. Blóðugur klúturinn datt úr höndum mér, og ég leit til skiptis á blóðið og afmyndað andlit Maríós, sem enn var of unglegt til þess að herpast og skælast. Við vorum bæði ung, og þó varð ég að sætta mig við það, að hann lc-ðrungaði mig á al- mannafæri, rétt eins og ég væri hórkvendi. í huganum sá ég sjálfa mig í sjúkrahúsi, en Maríó í hegningarvinnu. — Svaraðu, öskraði hann. —Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. Ég var hrædd við móð- ur mína, sem beið launanna minna T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 620

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.