Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 17
Dagur á sjávarströnd Fyrir skömmu kom það fyrir mig, sem margan manninn hendir á vissum tímamótum ævinnar, að lífið varð mér skyndilega hryggi- lega þungbært, allt varð sviplaust og ömurlegt. Starfsþrekið þvarr, og eldur áhugans kulnaði. Á hverjum morgni beit ég sam- an tönnum og tautaði, meðan ég var að snyrta mig: — „í dag mun lífið reyna á þolrifin. Þú verður að standast það og rjúfa alla erfiðleika." Þessum döpru dögum linnti ekki, og þrekleysi mitt jókst með degi hverjum. Og loks var mér ljóst, að nú var ég hjálparþurfi. Maður sá, sem ég leitaði til, var læknir. Ekki sálfræðingur, aðeins læknir. Hann var roskinn maður, nokkru eldri en ég sjálfur. Undir fremur kaldranalegu yfirbragði hans bjó mikil vizka og vorkunn- semi. „Ekki veit ég, hvað að mér er,!‘ sagði ég honum aumur í bragði. „Mér virðist sem mér sé öllum lok- ið! — Getið þér hjálpað mér?“ „Ég veit ekki,“ sagði hann hægt og rólega. Hann þrýsti saman fing- urgómunum og virti mig fyrir sér hugsi alllanga stund. Svo spurði hann óvænt og fremur hvasst: „Hvar voruð þér hamingjusam- astur á bernskuárunum?" „Á bernskuárunum," endurtók ég. „Jæja, á sjávarströndinni, býst ég við. Við áttum þar sumarhús. Þar undum við okkur öll svo dá- samlega." Hann leit út um gluggann og horfði á laufið falla af trján- um. „Eruð þér fær um að fylgja settum reglum heilan dag?“ „Ég býst við því,“ svaraði ég, fús til hvers sem væri. „Jæja þá,“ sagði hann. „Þá vil ég að þér gerið sem ég segi.“ Hann sagði mér að aka til strand- arinnar í fyrramálið, vera kom- inn þangað ekki seinna en klukk- an níu. Ég gæti tekið dálítinn bita með mér, en ég mætti hvorki lesa né skrifa, hlusta á útvarp né tala við neinn. „Til viðbótar,“ segir hann að lok- um, „ætla ég að láta yður fá fyrir- mæli, sem þér eigið að fylgja.“ Hann reif fjögur eyðublöð úr lyf- T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ seðlabók og hripaði fáein orð á hvert þeirra, tölusetti þau í röð, braut þau síðan saman og rétti mér þau. „Lesið þetta klukkan níu, tólf, þrjú og sex,“ sagði hann. „Er yður alvara?“ spurði ég. Hann rak upp stuttan kuldahlát- ur. „Þér munuð ekki halda, að ég sé að spauga, þegar þér fáið reikn- inginn frá mér.“ Morguninn eftir ók ég fremur vondaufur ofan á sjávarströndina. Þar var vissulega ósköp einmana- legt. Allhvasst var á norðaustari, sjórinn grár og hryssingslegur. Ég sat í bílnum með allan liðlangan daginn fram undan mér. Svo tók ég fyrsta samanbrotna, „lyfseðil- inn.“ Á honum stóð. Hlustaðu gaumgæfilega. Ég glápti á orðin tvö. Hamingj- an góða, hugsaði ég, maðurinn get- ur ekki verið með öllum mjalla! Hann hafði bannað mér að hlusta á hljómlist og fréttaflutning og ræðuhöld. Hvað annað var þá um að ræða? Ég lyfti höfði og hlustaði. Það heyrðist ekkert annað en brothljóð sjávarins á sandströndinni og stöð- ugur niður sjávarins, hást garg veiðibjöllunnar og flugvéladrunur hátt í lofti. Allt voru þetta alkunn hljóð. Ég steig út úr bílnum. Vindhviða skellti aftur hurðinni með snögg- um smelli. Éru það þess háttar hljóð, sem .ég á að hlusta á gaum- gæfilega? spurði ég sjálfan mig. Ég staulaðist upp á malarkamb- og horfði út yfir auða ströndina. Hér var sjávaraldan svo hávær, er hún brotnaði á ströndinni, að ekk- ert annað heyrðist. En samt nugs- aði ég allt i einu: Það hljóta að vera til hljóð þess- um hljóðum lægri — mjúkt skrjáf foksandsins, hljóðlátt hvísl vinds- ins í malargróðripum — komist hlustandinn aðeins nógu nærri til að heyra það. Af skyndilegu hugskoti iaut ég snöggt niður, og hálfhlægilega máttlaus stakk ég höfðinu ofan i brúsk af marhálmi. Hér gerði ég merkilega uppgötvun: Hlustir þú gaumgæfilega ákaft, þá er örlitið andartakshlé, er allt virðist þagna, hlusta og bíða. í þessari andaríaks- þögn nemur þjótandi hugurinn stað ar. Augnablik, er þú sennilega hlustar á eitthvað utan við þig, verður þú að þagga niður háværar raddir innra með þér. Hugurjnn hvílir. Ég gekk aftur til bílsins og sett- ist undir stýrið! Hlustaðu gaiim- gæfilega! Þegar ég hlustaði nú aftur á djúpan brimnið sjávanns, varð ég gagntekinn af hugsuninni um mikilleik hafsins, ægilega hrynjandi þess, flosmjúkar mána- skinsfellingar þess, hvíttennt grimmdaræði storma þess. Mér varð hugsað til alls þess, sem sjórinn hafði kennt okkur börnunum. Þolinmæði og þolgæði: Þú getur ekki flýtt né breytt sjáv- arföllunum. Talsverða virðingu: Sjónum geðjaðist ekki að heimsk- ingjum. Vakandi vitund um hið geysi víðfeðma, dularflla samhengi og samræmi hlutanna: Vindur, sjávarföll og straumar, logn og stormar, sviptibyljir og fárviðri — allt samtengt og samstarfandi og ákveður vegu fuglanna efra og fisk anna neðra. Og hreinleiki alls þessa, hver sjávarströnd sópuð og hreinþvegin tvisvar á degi hverjum af hinum mikla risasóp hafsins Meðan ég sat þannig hugsi, varð mér ljóst, að hugur minn fékkst við það, sem mér var miklu meira og æðra — og það var huggun í því og tilbreyting. Jæja, morguninn leið hægt Gamli vaninn að þeytast óðar að einhverju ákveðnu starfi, hafði slík tök á mér, að mér fannst. að án þess væri ég einskis virði. Með- an ég sat þarna dapur í huga og horfði á bíl-útvarpið mitt, datt mér skyndilega i hug ummæli Carlyles- í kyrrð og þögn vaxa miklir nlut- ir og mótast Um hádegisbilið hafði vindurinn fágað allt hiniinhvolfið, og sjór- inn blikaði kátur og kotroskinn. GREIN EFTIR ARTHUR GORDON - ÞÝÐING HELGA VALTÝSSONAR

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.