Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 6
■V Eva og höggormurinn að þinga saman eins og fyrri daginn. Ljósmynd: Helgi R. Gunnarsson. UriJir kvcid hafði svo forstjóri C.I.E. ly. irtækisins, sem þeir félagar unnu við, samband við Jón bílstjóra og ha; i þá tekið að sér að annast út- \ egun á hádegisverði þaðan í frá, sm vicmt símtali við ferðaskrifstof- una En morgunverði urðu ferðalang- ar að sjá sér fyrir framvegis sem hinggð til. Nú er að segja frá því, að við Egill og okkar fólk hófum matar- kaup í Glendaloch, en þaðan skyldi vagninn með þann hóp, undir bíl- stjórn Jakotos, fara suður' til Aug- havanagh til gistingar^ næstu nótt, en allt lið Harðar og Ái'na verða eft- ir næturlangt í klausturbænum. Að lokinni verzlun hópsins okkar Egils (þar, héit hann viðstöðulaust af stað, cnda leið óðum að kvöldi. En eftir a5 vegir skildu í Glendalooh, tókst dóni bílstjóra að semja við tvö írsk heimili um að selja hópnum, sem par gisti, te og heimabakað brauð þá um kvöldið og næsta mogrun. hegar fundum seinna bar saman, 'étu þeir Hörður og Árni þess get- ■ö við þann, er þetta ritar, að gamli lúsvörðurinn, sem þeir gistu hjá með fólk sitt, hefði aldrei sagzt hafa fcomið til Dyflinnar, sem er þó að- eins í 40—50 km fjarlægð þaðan. pg Jón bílstjóri saigði þeim, að til mundi vera talsvert af eldra fólki jnnan 50 mílna fjarlægðar fró Dyfl- ínni, sem aldrei hefði komið þang- «ð, það væri svo heimakært. A leiðinni til Aughavanagh bar margt -undursamlegt fyrir augu. Wicklow-fylki er stimdum nefnt „Aldingarður írlands.“ Þar skiptast á skógi vaxin fjöll hátt upp í hlíð- ar, sem er fremur fátítt á írlandi, og dalir með kliöandi ám, sem renna eftir þeim. Hinn ókrýndi konungur írlands og þjóðarleiðtogi, Charles Stewart Parnell (1846—1891), var fró Wicklow og átti þar athvarf á full- orðinsárum. Og írska skáldið Thomas Moore (1779—1852) kvað mörg sín fegurstu ljóð í Wicklow, ófá við írsk þjóðlög, áður textalaus. Skammt fiá Avoca, sem ekið var fram hjó, stóð lengi tré við hann kennt, af því á Moore orti ýmis Ijóð undir krónu þess. Til minningar um skáldið og jafnvel sjálfum sér til vegs og dýrð- ar, grófu margir nafn hans og sitt og ef til vill fleira í börk trésins. En af þeim sökum visnaði það og dó. Um þetta og annað kunni Jakoto margar sagnir. Komið ,’ar til Aug- havanagh í rökkri. Þar var yndislegt að koma. Húsið var að vísu forn- fálegt, en stórt og bar með sér vissa tign. Staðnæmzt var með vagn- inn utan við hlið nokkurt spölkorn frá höllinni. Ég gekk einn míns liðs heim á undan öðrum og gerði vart við mig, hitti konu eina við aldur og spurði hana, hvort staðizt gæti, að dálítill hópur ungmenna frá ís- landi og leiðbeinendur þeirra mættu eiga þar von á gistingu. Hún kvað svo vera og brosti undur hlýlega. Vinsamlegri mótttökur hef ég hvergi fengið hjá ókunnugum. Eldar loguðu á hverjum arni. E| sneri út aftur og tjáði fólkinu, að gisting væri eigi aðeins heimil, heldur væru þau öll innilega velkomin. Á leiðinni til Áughavanagh náðum við tveim gang andi stúlkum, sem voru á vegi þang- að til gistingar, og buðum þeim upp í vagninn. Þágu þær það með þökk- um og sögðust vera hollenzkai'. Hiöfðu þær einnig samflot heim að húsinu. Að lokinni innritun og kvöld máltáð á gdstistaðnum, tóku þær einn ig þátt í ofurlítilli kvöldvöku með íslenzka hópnum framan við arin dagstofunnar, er safnazt var kring- um og sungið. Önnur sú hollenzka lék undir á gátar. Fór saman hjá þeim stallsystrum röskleg fram- ganga, heillandi fas og fögur söng- rödd. Morguninn eftir vaknaði ég við margraddaðan fuglasöng í trjónum úti fyrir höllinni, en hún var um- lukt trjágróðri á þrjá vegu. Þegar ég lýsti fuglasöngnum fyrir Jakobi, taldi hann söngvarana hafa verið skógarþröst, lævirkja og rauðbryst- ing. Ég kvaddi gömlu konuna með söknuði og þökk fyrir alúðar viðtök- ur. Mér fannst sem ég hefði dval- izt á heilögum stað. Eitthvað dular- fullt, heillandi og óumræðanlega fag- urt var honum bundið, þó að örð- ugt væri að gera sér þess fulla grein. En mér fannst ég skynja andblæ stað arins, töfra hans og tign, þegar Jakoto vagnstjóri, sem ég hef mikið af vizku minni frá, sagði mér, að Oharles Parnell, John Redmond og Oharles Dickson, allt írskir föður- landsvinir, hefðu árum saman búið í þessari höll, hver á sínum tíma, og barizt sinni góðu baráttu. Við Egill buðum þeim hollenzku, sem voru á leið suður til Oork, far í vagninum, en þær höfnuðu boðinu, sögðust heldur vilja ferðast fótgang- andi. Það skildi ég reyndar mæta vel, en við söknuðum að njóta ekki sam- vistar þeirra lengur, og sáum þær auðvitað ekki framar. Fólkið, sem gisti í Glendaioch, kom aldrei til Augha-vanagh, og var ekki laust við, að ýmsum þætti það miður, eftir að við Egill og fleiri höfðum lýst fyrir þeim dýrð og dá- ' semdum staðarins. Segir nú ekki af förinni, unz komið var suður til bæjarins Arklow á austurströnd ír- lands fremur sunnarlega, en þar hittust hóparnir tveir. Varð með þeim fagnaðarfundur. Fylgdust þeir síðan að allan þann dag... Ekið var fremur hratt yfir suðausturfylki landsins, Wexford og Waterford, og staðnæmzt óvíða. Svo margt bar fyrir augu og eyru, að ógerningur er að geta þess alls, en aðeins minnzt þess, er mér varð ógleymanlegast. Á þeim slóðum, sem farið var um, sagðist Jakob svo frá, að ætt Kennedys heit- ins Bandarikjaforseta hefði búið, í héraðinu Wexford, það hefði hann 894 T t M . X N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.