Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Síða 11
En séu jppeldismálin og skóla-
málin í hörmulegu ásigkomulagi,
verður slíkt ekki síður sagt um heil
brigðismálin. Þar tekur sannarlega
i hnúkana. Við skulum til dæmis
skyggnast um í Barangwa-sjúkra-
húsinu, sem er eitthvað tuttugu
éða tuttugu og fimm kílómetra ut-
an við Jóhannesarborg, stærstu
borg Suður-Afríku. Það er ætlað
hverfum, þar sem hálf miljón
svartra manna á heima.
í þessu sjúkrahúsinu er það
regla, að tveir og þrír sjúklingar
hvíli í sama rúmi, og samt er iðu-
lega búið um fárveikt fólk á stól-
um eða það er látið liggja á beru
gólfinu. í barnadeildinni er sjúkl-
ingunum raðar svo þétt, að fæti
verður varla drepið niður á milli
þeirra. Daglegt brauð er, að sjúkl-
ingar svo máttfarnir, að þeir
geta tæpast setið uppréttir, séu
látnir fara burt úr sjúkra-
húsinu, og enn tíðara er hitt, að
sjúklingum sé ekki veitt viðtaka
Það eru þrengslin, sem valda þessu
hvoru tveggja. Þrifnaði er stórum
áfátt, og oft eru legugögnin, bæði
dýnur og brekán, flekkótt af
storknuðu blóði og vilsu.
Læknar í þessu sjúkrahúsi eru
bæði hvítir og svartir og sömu-
leiðis indverskir. En þeir eru miklu
færri en vera bæri í svo stóru
sjúkrahúsi, og hið sarna er að
segja um hjúkrunarliðið. Þótt
margt af þessu fólki leggi sig allt
fram fær það ekkí valdið htut-
verki sínu við þau skilyrði, sem
því eru búin. Skurðlæknar eru til
dæmis einungis fjórir, en ættu að
.'era sextán, eftir þvi sem sjálf-
sagt þykir í sjúkrahúsum, þar sem
sæmilaga er fyrir starfsliði séð.
Sömu sögu er að segja úr öllum
deildum þess. Miklum fjölda fólks,
bæði börnum og fullorðnum, eru
búnar þjáningar, sem unnt væri
að firra það, ef betur væri búið í
haginn, og dag hvern deyja þarna
manneskjur, sem bjarga mætti, ef"
dálítið meira væri lagt í sölurnar.
Þetta sjúkrahús er ekke-f ’ins-
dæmi. Það er bva‘t ’ ” ■' l-
Framhald á 910. siðu.
Efrl mynd:
Tvær sjúkar konur í sama
rúmi og ein á stólum.
Neðri mynd:
Barnadeild sjúkrahússins,
þar sem fársjúk og dauð-
vona börn liggja innan um
önnur vel hress í einni
kös á gólfunum.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAtt
899