Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Side 14
Sú kirsja, sem tekin var niður
árið 1914, hefði þá ekki áít að
vera nema í kringum fjörutíu ára
gömul. En hún btr ýmis merki
þess að vera miklu eldri. Hún stóð
laus á steinarusli, sem átti að heita
grunnur, en til að styrkja hana í
norðanveðrum, sem þarna eru
mjög hörð, voru þrjú mikil tré
við suðurvegg frá þakskeggi með
viðspyrnu í jörð niðri sem næst
fimm eða sex metra frá kirkju-
vegg.
4.
Upp úr aldamótum hafði um
nokkurt árabil búið á Leirá Þórð-
ur Þórðirson, sonur Þórðar Þor-
steinssonar frá Hurðarbaki í Reyk-
holtsdal og konu hans. Rannveigar
Kolbeinsdóttur frá Hofstöðum í
Hálsasveit. Þau hjón, Þórður og
Rannveig, munu hafa flutzt að
Leirá árið 1869, eftir lát Jóns
Thoroddsens, skálds og sýslu-
manns, sem andaðist þar 1868 og
er þar graíinn.
Þórður Þorsteinsson var skap-
maður mikill og héraðsríkur höfð-
ingi og undan samtíð sinni um
margt, svo sem sést á þvi, að
hann byggði barnaskóia á Leirá
og réð þangað kennara. Hús þetta,
sem var járnvarið timburhús, stóð
fram yfir aldamót. Það var einn-
ig notað sem þinghús. Þórður var
ferðamaður mikill og lét sér, að
sögn, fátt mannlegt óviðkomandi.
Hann var og drykkjumaður all-
mikill. Þórður mun hafa andazt
fyrir 1890, og mætti margt um
hann rita, ef kunnátta væri til.
Rannveig, kona Þórðar, var bú-
, forkur og fésýslukona mikil. Hún
i var nú orðin blind og mjög öldr-
uð. Hún dvaldist á Leirá næstu ár-
! in, en seinustu ár ævi sinnar var
j hún hjá vinum sínum og nágrönn-
1 um, Höllu Árnadóttur og Böðvari
j Sigurðssyni í Vogatungu, er þann
garð gerðu frægan urri fjölda ára.
Þar andaðist þessi kona, sem Iengi
hafði stjórnað búi á einu mesta
höfuðbóli landsins, þá orðin alger
einstæðingur. Þrjá sonu höfðu Þórð
ur og Rannveig eignazt, en þeir
voru allir horfnir henni — einn
dáinn, en tveir farnir til Vestur-
I heims.
5.
Eins og áður sagði tók Þórður
i Þórðarson við búi á Leirá eftir
föður sinn. Kona hans var Guðný
Stefánsdóttir, stórbónda og hrepp-
stjóra á Hvítanesi i Skilmanna-
hreppi. Áttu þau þrjú börn, tvær
stúlkur o-g einn dreng, og má
skjóta því hér inn, að sonurinn er
hinn kunai dugnaðar- og mann-
kostamaður, Þórður Þ. Þórðarson,
sem um langt skeið hefur verið
bílstjóri og bílaútgerðarmaður á
Akranesi.
Bændum þeim, sem bjuggu á
stórum og mannfrekum jörðum
upp úr aldamótunum síðustu, duld
ist ekki, að þjóðlífsbreyting var í
aðsigi. Skútuöldin stóð hvað hæst,
fiskveiðar jukust og útgerð færð-
ist í aukana. Ungt fólk var farið
að^setjast að við sjóinn, flóttinn úr
sveitunum byrjaður, og gott vinnu-
fólk gerðist torfengið.
Þórður á Leira sá hvert stefndi.
Hann þurfti margt og dugandi
fólk, og sjálfur hafði hann ýmsu
að sinna utan heimilis, svo sem
hrossakaupum og öðru fleira. Hon
um var því farið að detta í hug
að selja jörðina, en til þess rnátti
hann þó vart hugsa. Svo var mað-
ur og staður samgróið, bæði í vit-
und hans sjálfs og annarra, að
Þórður á Leirá vildi hann vera til
síðasta dags,-
6.
Sumarið 1905 leið, blítt og ör-
látt. Gjafmildi þess var þó því háð,
að allir legðu sig fram eins og
orkan leyfði þrettán til fjórtán
klukkustundir á dag í níu eða tíu
vikur. Kaupafólkið hélt úr sveit-
inni til síns heima, sólbrúnt og
vinnulúið, en ánægt flest. Sjó-
menn komu af sumarvertíð á skút-
um og öðrum skipum, og það varð
fönguður heima.
En stundum kom þó sorgin
heim í Iitlu og fátæklegu húsin
í stað ástvinanna, og svo var þetta
hau'st eins og oft hefur viljað við
brenna í þessu fámenna landi.
Hörmuleg frétt barst frá manni til
manns: Bátur hefur farizt á leið
frá Reykjavík til Akraness með
ellefu manns, allt ungt fólk, þar
af fimm systkini frá sama heimili
og þrír bræður frá öðru.
Um vetnrnætur fóru þau Leirár-
hjón til Reykjavíkur. Á þessum ár-
um bárust ekki daglegar fregnir af
einum né neinum, sem í fjarlægð
var farinn, því að þá var síminn
ekki enn komin, blöðin báru9t
einungis einu sinni í mánuði og
allar ferðir voru erfiðar og tíma-
frekar. Þó gátu fréttir borizt furðu-
fljótt, einkum stórfréttir. Og nú
flaug um sveitina einhvern dag-
Inn fyrst í nóvembermánuði sú
fregn, sem öllum þótti mikil og
dapurleg: Leirá var seld og Þórð-
ur dáinn. Hann hafði andazt að-
faranótt fyrsta dags mánaðarins,
en undirritað sölusamninginn dag-
inn áður.
Menn setti hljóða við þessi
miklu og óvæntu tíðindi, ekki ein-
ungis í sveitinni hans, heldur öllu
Borgarfjarðarhéraði og miklu víð-
ar. Þórður á Leirá var fallinn í
valinn fyrir aldur fram, þekktur
maður og vinsæll, stórbrotinn
maður og örgeðja, en góður dreng-
ur, sem allir söknuðu. Lík hans
var flutt upp að Leirá og jarðað
þar að viðstöddu miklu fjölmenni.
7.
Skammdegið grúfir yfir landinu.
í Iágreistum bæjum situr heimilis-
fólkið við vinnu sína við Iítið olíu-
lampaljós, sem sumum finnst
bæði stórt og bjart. Það er fólkið,
sem man enn þá stund, er kveikt
var á fyrsta oliulampanum, sem
kom á heimili þess. f þessum Iágu
og frumstæðu mannabústöðum,
sem voru athvarf fólks og skjól
fram á öldina okkar, var hið fiöl-
breyttasta athafnalíf. Tóvinnan -at
í fyrirrúmi, gekk fyrir öllu. Sú
kona, sem ekki vann ullina, var
illa stödd, og þarf ekki frekar að
lýsa því, sem aðhefzt var í íslenzku
baðstofunum, því að það hafa
majgir gert.
Árið 1906 gekk í garð: „Hvað
boðar nýjárs blessuð sól?“ Jú,
hún hækkaði á löfti, og hugur
manna léttist, er birtan færðist
yfir. Ungir menn og vaskir
kvöddu heimili sín og héldu í ver-
ið. Einnig fátækir bændur kveðja
konu og börn, og veiku liði er
falin forsjá heimilisins. En hafið
kringum fsland hefur sjaldan skil-
að aftur öllum þeim mönnum, sem
á það hafa sótt. Hvort tveggja var,
að skipakostur var veikur og ófull-
kominn og veðrabrigði snögg og
óvænt.
Ég ætla ekki að Iiafa um það
mörg orð: Árið 1906 er talið einn
mesta sjóslysaár á þessari öld.
Hundrað og tuttugu til hundrað
og þrjátíu menn hurfu í djúp hafs-
ins, þar af um sjötíu á einum degi
eða tveim. Sorgin grúfðj yfir fá-
mennri O'g fátækri þjóð.
En nú var vorið í nánd. Sólin
hækkaði göngu sína með hverjum
degi. Samt lömdu norðanstormarn-
902
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ