Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Side 22

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Side 22
Brúðarávarpið í Kolfreyjustaðarkirkiu - Framhald af 890. síðu. múla, þá var einn löstur- inn, sem spillti öllum kost- unum, og hann var sá, að barnauppeldið var bölvað, og þú áttir barn með þeim líðilegasta strák, sem fást kunni í nálágum sveitum. Svo léztu ekki þar með búið, heldur féllstu með þínum til- komandi ektamaka, sem sýndi, að þið voruð bæði heimsk ög illa van- in. Það er ekki þar fyrir, að nú lætur hver dárinn sér að kenningu verða að eiga barn, allt eins og það sé mestj kjörgripur mannsins — góðhestur eða góð kýr.“ Þegar hér var komið ræðunni, tóku vandamenn brúðhjónanna að ókyrrast í sætum sínum. Segja sumir, að Hallgrímur í Stóra-Sand- felli hafi kallað til sonar síns, en aðrir, að Guðný í Kolmúla hafi þrifið í dóttur sína, og sagt: „Sittu ekki undir þessu lengur!“ Prestur heyrði, hvað sagt var, pírði augun á þann, er ávarpað- ur var, og mælti: „Sittu kyrr, máski það batni.“ Varð það úr, að brúðhjónin sátu kyrr og séra Hjálmar lauk hjónavigslunni. Bjuggu þau Indriði og Ásdís fyrst í Kolmúla, en síðar á Kjappeyri í Fáskrúðs- firði og eignuðust þar börn og buru. svo sem lög gera ráð fyrir. Var dóttu-rsonur þeirra Bjarni Jóns son frá Þuríðarstöðum, er lengi var meðhjálpari í dómkirkjunni í Reykjavík. ☆ Vísast er, að margar þær sagn- ir, sem um séra Hjálmar ganga séu ýktar nokkuð og áreiðanlega eru þær oft tílsver bre;igtaðar. En svo vill, að mjög sterk líkindi má leiða að því, að sagan um þessa fáhiyrðu hjónavígslu sé sönn í öll- um aðalatriðum. Sönnunargagnið hefur séra Hjálmar sjálfur lagt til. Þegar Ásdís átti síðara barnið með Arngrími Jónssyni, hefur presti verið nóg boðið. í hneykslun sinni yfir því, hve dóttir góðs bónda gat lagzt lágt, hefur hann skrifað í at- hugasemdadálkinn í prestsþjón- ustubók sinni: „Þetta brot er í fyrsta sinn fram- ið með ófermdum og lögfelldum, nú í annað sinn með frá sakra- menti vísuðum og að maklegleik- um illa ræmdum og siðuð- um strák.“ Það er mikill skyldleiki með þessari athugasemd og brúðar- ávarpinu fræga. Ferð um írland — Framhald af 896. síðu. vinsemd og glaðværð hef ég óvíða mætt. Svipað varð uppi á teningn- um í leðurvörubúð, þar sem við af- greiðsluborðið var roskin kona, sem talaði einkennilega og mér torskilda máliýzku, en var í senn heilráð, sann sögul og hreinskilin, enda fór vel á með okkur. Báðar þessar verzlanir voru í Sankti-Patreksstræti. Við Stór stræti kom ég inn í leikfangabúð og mætti sams konar viðtökum. Yfir- leitt fundust mér Corkbúar tala fag- urt mál með söngrænni hrynjandi. Um kvöldið fór unga fólkið í Tí- voií að skemmta sér þar á hring- ekjum o. fl„ en leiðbeinendur og bílstjórar hópsins tóku það ráð "ð eiga samleið um hina suður-írsku höfuðborg, til að kynnast ofurlítið lífi hennar, að nokkru eftir bend- Myndir frá S-Afríku — Framhald af 899. síðu. mynd af sjúkrahúsum þeim, sem ætluð eru svörtu fólki í Suður- Afríku. Þetta er þeim mun hastar- legra sem Suður-Afrika er auðugt land með háþróaðan iðnað. Meðal- tekjur hvitra manna hafa stórauk- izt síðasta áratug, svo sem raunar í mörgum löndum öðrum, og í Jóhannesarborg er byggt af kappi. En það eru fyrst og fremst verzl- unarhús ríkra manna, skrifstofu- byggingar og íbúðarhús handa þeim, sem hvítir eru á hörund. Hinn göfugi, hvíti kynstofn er ekki að kosta svo mjög upp á sjúkra- hús handa kolsvörtum negrum. Lausn 37. krossgátu ingu þeirra Jakobs og Jóns, enda kunnm þeir því vel að sitja við sama borð og fararstjórar leiðangursins, en sá háttur var á hafður í allri ferðinni. Kváðust þeir eigi áður hafa átt slíku að venjast, bílstjórar, sem höfðu árum saman haft þá atvinnu að aka ferðafólki um landið, ekkl sízt amerískium peningalýð, sem leit niður á þá sem óæðri verur. Eftir að hafa borðað saman á góðu, en ódýru matsöluhúsi í Oork, reikuðu nú þess- ir fyrirliðar íslenzks æskufólks, á- samt bílstjórunum írsku, sem reynd- ust þeim svo vel, um uppreisnar- borgina í húmi vorkvöldsins 25. maí. Litið var inn á eitthvað tvær ölkrár. Varð mér hófleg dvöl á annari þeirra mjög minnisstæð: Fólkið sat þar í smáhópum við borð sín og söng þjóðlög við undir- leik á ýmis bljóðfæri. (Ég vil ekki þvertaka fyrir, að einhver dægurlög hafi slæðzt inn á milli þjóðlaganna). Ailir höfðu eitthvað í glösum fyrir framan sig, einkanlega öl. En sumt af fólkinu, bæði karlar og konur, drakk aðeins gosdrykki eða kókakóla og voru þau frú Ásthildur og Hörð- ur yfirkennari meðal þeirra. Vín sást á engum manni. Og yfir sam- kvæminu hvíldi geðfelldur blær hug- hrifa. Öllum leið vel. Þarna var 'blandað geði í hógværð og hófsemd við yndi og frið. En þegar heim kom á gististað, að ein stúlkan hafði veikzt. Kallað var í iækni, og kom hann eftir nokkra bið, skoðaði stúlkuna og gáf henni einhverjar róandi töflur, því að hér var víst aðallega um þreytu að ræða, sem betur fór. Hún svaf allvel um nóttina. Morguninn eftir kom læknir aftur í sjúkravitjun og lej’fði, að hún héldi áfram með hópn- um. Annars hafði komið til orða, að hún yrði eftir í Oork. Glöddust að sjálfsögðu allir af því, að hún skyldi geta fylgzt með áfram. T t W » iv N — SUNNUDAGSBLAÐ 910

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.