Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 2
Þýtur í skjðnum Fyrir nokkru kom framkvæmda stjóri svokallaðra almannavarna í landinu fram í sjónvarpi til þess að gera grein fyrir því, hvernig rösklega hálfum öðrum milljóna- tug, sem gengið hefur til stofnun- ar hans á liðnum árum, hefur ver- ið varið. Þetta er ekki rifjað hér upp i því skyni að vekja upp neina tor- tryggni í garð þess manns, sem stofnuninni hefur stýrt, og er eng- in ástæða til þess að ætla annað en hann hafi gætt allrar útsjónar um meðferð þess fjár, sem hon- um var fengið í hendur. Hitt er annað mál, hvort til embættisins var stofnað af fullri forsjá, og vek- ur það slæmar grunsemdir, að ekki hefur verið hirt um að fram- fylgja þeim lögum, sem sett voru um þessar almannavarnir, í ýms- um greinum. Þau eru þvi að yeru- legu leyti eitt af þessum dauðu lagabókstöfum, sem skarta á hvit- um pappírnum, en eiga sér ekki stoð í þjóðlífinu. Ekki er grunlaust um, að kveikj- an að þessari löggjöf hafi verið ótti við það, að herstöðin á Kefla- víkurflugvelli kynni að kalla yfir okkur styrjaldarógnir, ef til ófrið- ar drægi. Um það hafa menn þó viljað hafa hljótt. í lögunum er samt gert ráð fyrir, að almanna- varnir eigi bæði að draga úr hættu. sem yfir kynni að dynja vegna st.vrjaidarástands í heiminUm, sem og náttúruhamfara heima fyrir. Svo virðist sem það sé ekki mik- ils vert, er gert hefur verið tii þess að firra manntjóni af árás á styrjaldartímum. Loftvarnakerfi kvað eiga að koma í höfuðborg- inni, athugað hefur verið, í hvaða byggingum ^itthvert afdrep væri að finna, óg geymslustöð með brekánum og öðru fleira er uppi í Mosfellssveit. Setjum nú svo, að loftvarnarkerfinu væri komið upp, og einbvern daginn dyndi Ihættan yfir og flauturnar tækju allt í einu að hvína. Hvað gerðist þá? Tvennt virtist geta að haldi kom- ið: Viðhlítandi loftvarnarskýli og greið undankomuleið. Hvorugt er til. Erlendis, þar sem viðbúnaður er hafður, hafa stór byrgi verið gerð í jörð niðri — rými handa tugþúsundum manna. Annað er líka kák. Engu slíku er hér til dréifa, og byggingarnar, þar sem Mklegast væri að leita afdreps, veit almenningur ekki hvar eru og þaðan af síður, að nokkur eigi að- gang að þeim, nema forráðamenn þeirra sjálfir. Ekki tekur betra við, ef til þess væri hugsað að komast brott úr bænum. Leiðin lægi ann- aðhvort austur yfir heiðar eða inn í Hvalfjörð, því að voðinn yrði sjálfsagt á hina syðri hlið. Bílarn- ir yrðu að komast yfir Elliðaárn- ar og upp Elliðaárbrekkuna. En þ'ar er svo ástatt, að umferðar- teppa myndast upp úr hádegi í góðu veðri á laugardögum og sunnudögum á surnrin, þótt ekkert sé annað um að vera en það, að borgarar ætla sér út úr bænum í tómstundum sínum. Og þó að upp úr Elliðaárbrekkunni væri komið, er mjög trúlegt, að þúsundum bif- reiða yrðu vegirnir seinfarnir, að minnsta kosti hér hið næsta. Þessar svonefndu almannavarn ir eru því gagnslaust kák, ef skyndilega árás í styrjöld bæri að höndum. Ef litið er til áfaHa af völdum náttúrunnar, er tvennt, sem við megum jafnan vera við búnir: Kötlugos og^siglingateppa af völd- um hafiss. Þetta kemur hvort tveggja fyrr eða síðar, og höfum verið rækilega á það minnt. Land- skjálfti gæti lika valdið verulegu tjóni. Slíku megum við vera við- búnir og eigum að vera það. Það væri auðvitað ekki neitt smá fyrirtæki að sprengja inn i Arnar- hól eða einhverja aðra hæð í bæn- um skýli, þar sem þúsundir manna gætu átt nokkuð öruggt af- drep, ef illt á að gerast. Hér er ekki verið að deila á það, að þetta hefur verið látið undir höfuð leggj ast. Þó er hitt Ijóst, að almanna- vörnum verður ekki komið við í hernaði án mikilla sprengiuheldra skýla í þéttbýli. En það fylgdi heldur aldrei sá „hugur máli, að nokkrar líkur væru til þess, að í svo kostnaðarsamt fyrirtæki yrði ráðizt. En um hitt verður- varla deilt, að það væru hagnýtar ráðstafanir ^ð gera leið- ina út úr bænum nokkurn veginn greiðfæra, ef þrátt þyrfti til ' að taka af einhverjum ástæðum, og koma upp birgðastöðvum austan Mýrdalssands og við meginhafnir þeirra héraða, sem hafís lokar, þegar hann sveimar á annað borð að ströndum landsins. Þar þarf að vera næg olía, næg fóðurvara og nauðsynlegasta matvara, svo að háfísinn valdi ekki þeim óþægind- um og því tjóni, er ekki verður kallað annað en sjálfskaparviti. Það er auðvitað ágætt að eiga birgðir brekána tiltækar í Mosfells sveitinni og fleira, sem gagnlegt er í nauðum. En ég held, að megin- hlutanum af milljónunum, sem til þessara svonefndu almannavarna hafa gengið, hefði verið betur var- ið til þess að stíga skref í þá átt, sem hér hefur verið bent til. Að undanförnu hefur verið Mtið horft í fjármuni, oft og tíðum, og það er orðið mikið, sem farið hef- ur í súginn, bæði hjá einstakling- um og þeim, sem ráða almanna- sjóðum. En í þeim fjáraustri hefur verið lítið skeytt um sumt, er sizt hefði átt að gleymast, og kunnum við eiga eftir að súpa seyðið af því. Hafísinn árið 1965 hefði þó til dæmis átt að vera alvarleg bend- ing um, að það voru á sinn hátt að- kallandi almannavarnir að gera sér grein fyrir því, að hann gat slangr- að að landi í annað sinn. Með þeim orðum er ekki að áfellast fram- kvæmdastjórn almannavama, held ur andvaraleysið í stjórnarfarinu. J.H. 266 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.