Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 10
að éta maurana, svo að ikturnar næðu kynþroska og gætu orpið eggjum sínum. Menn undruðust ekki, að snigl- arnir fundu nægð iktueggja, því að þeir eru margir og matf rekir. Eng- an furðaði heldur á því, þótt margt maura sýktist, því að maur, sem fann slímkökk með iktum í, flutti hann að sjálísögðu heim í þúfu sina, þar sem íjöldi maura gat fengið í sig lirfur úr sama kekkinum. En hitt var hrein ráð- og þess vegna eru einmitt miklar líkur til þess, að þeir lendi ofan í grasbítnum, þótt litlar líkur séu til þess,/að heilbrigðir maurar endi líf sitt- með þeim hætti. Þótt þetta væri kunnugt orðið, var það enn ráðgáta, hvers vegna sjúkir maurar haga sér eins og þeir gera. En það sannaðist einn- ig. Þegar maur hefur étið iktu- lirfu, smýgur hún í gegnum þarma veggina og býr um sig í afturenda hans. Ein af lirfunum tekur sig þó náftúran býður henni að þræða, ef kyn hennar skal ekki farast. gáta, að sauðkindur og aðrir fleiri grasbitar skyldu éta maura, svo að verulegu næmi. Líkurnar til þess að skepnur ætu sýkta rnaura reyndust rneiri en nokkurn gat grunað að ó- reyndu. Orsökin var afbrigðilogt háttalag hinna sýktu maura. Maur, sem hefur fengið iktulirfu í líkama sinn, snýr sem sé ekki heim í þúfu sína að kvöldi eins og annars er háttur þessara kvikinda. í þess stað klifrar hann - upp á strá, bít- ur sig fastan í það og húkir þar næturlangt. Þegar hlýnar næsta morgun, skríður hann niður aítur og tekur upp venjulega hætti. Sauðfé er aítur á móti iðnast á beit í kvöldsvalanum og um aftur- eldingu að morgninum, sem sagt í ljósaskiptunum. Þá húka hinir sýktu maurar efst á grasstráunum, út úr af einhverjum undarlegum ástæðum — stundum kannski tvær og aldrei nema örfáar.'Þessar lirf- ur láta ekki staðar numið fyrr en þær eru komnar í heila maursins, og þar valda þær þeirri truflun á miðtaugakerfi hans, að hátt- erni ihans raskast. Á atferli þess- ara fáu ikta hvílir öll von um við- gang iktukynsins, því að það eru þær, sem svo að segja stýra ferð maursins upp í sauðkindurnar eða aðrar þær skepnur, er éta þá í ó- gáti. En samtímis því, að þær bjarga kynstofni sínum, verða þær að fórna sér. Förin til heilans er helför. Þær ná ekki þeim vexti, sem leiðir til kynþroska, líkt og hinar, sem hafast við í afturhluta maursins, og deyja jafnskjótt og þær korna niður í meltingarfæri þeirrar skepnu, sem étur maurinn. Mð tilraunir hefur komið í ljós, að , hitastigið stjórnar algerlega háttalagi maurs, sem gengur með iktulirfu í heila sínum. Þegar kóln- ar, skreiðist hann upp í strá og læsir sig þar fastan eins og drukkn andi maður, sem grípur um sprek á floti, en þegar hlýnar á ný hverf- ur hann niður og tekur til þeirr- ar iðju, sem honum er eiginleg. Hér verður með öðrum orðum sú breyting á hátterni hýsilsins, sem stuðlar því að kyn sníkilsins megi lifa og dafna. Þessu til við- bótar er svo sníkillinn afarfrjósam ur eins og títt er um sníkla og snapagesti, sem þræða verða vand- rataðan veg til þess að halda velli. Hin mikla mergð afkvæma eykur líkurnar til þess, að nógu mörg þeirra, þótt smár hundraðshluti sé, rati þann veg, er einn getur tryggt viðhald stofnsins. Og það er ekki aðeins, að hver ikta, sem nær kynþroska, eigi egg þúsund- um saman, heldur margskiptir sér hver lirfa, sem klekkst út, svo að út af einni geta um síðir komið mörg hundruð. Þessi kynlausa fjölgun lirfanna gerist í sniglun- um eins og áður var getið. Þó að ævibrautin sé slíkri lífveru harla hættusöm og langflestir einstak- linganna verði úti á henni, áður en náð er því marki, sem að er keppt, áorkar hin mikla viðkoma því, að stofninn deyr ekki út. / Þessi margbrotna og sérkenni- lega aðhæfing á vafalaust að baki sér langa þróunarsögu. Hún hefur gerzt á milljónum ára og er enn að gerast. Á langri braut framþróunarimi- ar hafa allir slíkir sníklar aðhæfzt þeim skilyrðum, sem þeim bjóðast í eða á líkama sérstakra hýsla. Dar- win hefur sagt okkur, að stökk- breytingar, sem verða fyrir til- viljun, hljóti að lúta þeim lögum, sem náttúran setur þeim með úr- vali sínu. Dauðinn bíður þeirra, sem ekki geta samsamazt þeim lífs skilyrðum, er umhverfið býður, en þeir, sem hæglega geta fellt sig að þeim, auka kyn sitt. Þess vegna er litla lifrariktan hvergi til nema í þeim löndum, þar sem bæði eru þær tegundir landsnigla og maura, er hún þarf að eiga athvarf hjá. Annars staðar hefur hún lotið í lægra haldi vegna annmarka sinna. 274 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.