Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 9
UNDIR STRÖNGU LÓGMÁLI: Fjórir gististaðir á æviferli litlu lifrariktunnar Æviferill sumra lífvera er næsta undarleg. Litla lifrariktan, sem er algengur sntkill eða snapagestur í líkama sauða og nauta í mörgum löndum heims, er dæmi um slíkt. Lifrarikta þessi hefur einnig fund- izt í allmörgum tegundum villtra dýra, svo sem rádýrum, elg.jum og hérum, og við hefur borið, að hún hafi tekið sér bólfestu í mönnum. Alls mun hennar hafa orðið vart í um fjörutíu tegundum spendvra. Lifrarikta þessi veldur þvi dýri, sem hún tekur sér bólfestu í, miklu minna tjóni en önnur ikcu- tegund stærri. í sumum löndum ber þó við, að hún veldur slíkttrr. usla í búfénaði í þröngum, sýkt- um bithögum, að flvtia verður fén aðinn á aðrar slóðir í-sumum hér- uðum Noregs er hún til dæmi$ svo algeng, að miklu magni af lifur úr sýktu “uuðfé verður árlega að kasta. Fyrir nokkrum áratugum héldu menn, að þeir þekktu lífsbraut þessarar iktu til fullnustu En ann að kom á daginn árið 1952, er bandarískir vísindamenn ætluðu í tilraunaskvnj að sýkja kindur af lifrariktu Tilraunir þeirra mis- tókust algerlega, og brátt varð ljóst, að þekkingu rnanna á lifn aðarháttum iktunnar var mikið á- fátt. Kunnugt var, að egg iktu í sýkt- um búpeningi bárust út úr likama han.s með saur og þvagi Síðan átu sniglar eggin og klöktu þeim út í þörmum sínum Lirfurnar grófu sig út í gegnum slímhimnu þarmanna og komust þannig út í líkama sniglanna, þar sem þær náðu fyllri þroska og skip*o sér i sífellu. Þegar þær höfðu náð þar því þroskastigi, er þeim var áskap- að hjá þessum hýsli, bárust þær út úr líkama sniglanna með slími, því er þeir gefa frá sér. Loddj þá mikil mergð þeirra saman í slim- kekkjum, sem eru um einn milli- metri í þvermál. Höfðu menn hald ið, að hringrásinni væri lokið, ef þessir slímkekkir komust ofan í sauðfénað, nautkindur eða aðrar þær skepnur, er gátu hýst ikturn- ar á kynþroskaskeiðinu og veitt þeim skilyrði til þess að auka k/n sitt, þegar þær voru komnar í lifur þeirra. Tilraunir vísindamannanna bandarísku leiddu annað í ljós. Hvernig sem þeir mötuðu fénað á iktulirfum, reyndist ógerlegt að finna kynþroska iktur í lifur kind anna. Hér hlaut enn eitt dýr að koma við sögu, og var efnt til mik- illa og margháttaðra rannsókna til þess að finna þennan óþekkta hvs- il. Við athugun á því, hvernig hátt- að var sýkingu villtra dýra, sem þjáðust af lifrariktu, þótti sýnt, að iktan bærist í þau snemma á vor- in. Mjög Hjótt vaknaði sá grunur, að hinn óþekkti hýsill væri eitt- hvert skordýr, og nú sýndist óhætt að dæma úr leik öll þau skordýr sem ekki fóru á kreik fyrr en lið ið var fram á vorið. Nákvæm athugun á háttum amerískra múrmeldýra, sem lifrar iktan virðist ásækja allmikið, beindi athyglinni að maurum, sem hugsanlegt þótti, að hér kynnu a'ð koma við sögu. Eftir miklar og langvinnar tilraunir sannaðist loks, að maurategund ein, Formica fusca, myndi vera þriðji hýsil'inn, sem iktan verður að gista, ef kyn hennar á ekki að deyja út. Væri þessir maurar látnir éta snigla- slím, sem iktulifrur voru í, og þeim síðan komið ofan í sauðfé, fengu kindurnar iktusýkingu í lif- ur og kynþroska iktur komu þar í leitirnar, þegar lifrin var rann- sökuð. Með þessum hætti einum var unnt að sýkja sauðfé. Þessi niðurstaða vakti mikla at- hygli meðal vísindamanna, og voru þó margir mjög tortryggnir í upp- hafi. En brátt urðu fleiri til þess að rannsaka feril iktunnar og hætti -alla, og þegar þeir komust. að sömu niðurstöðu, hjöðnuðu mót bárurnar og efasemdirnar. En lausn einnar gátu, vekur tíð- um aðra: Hvernig gat það verið, að iktan, rneð svo flókin lífsíeril, sýkti slíkan fjölda dýra sem raun var á? Það virtist næsta ótrúlegt, að hún skyldi geta aukið kvn sht, neyddar ti! þess að þræða þvílíka krókavegu Iktueggin gengu niður af skepnunum, snfglarnir urðu að finna eggin á jörðinni og éta bau, síðan bárust lirfurnar úr sniglún- um með slími þeirra, maurar urðu að komast í slímið og éta lirfurn- ar. og að síðustu urðu skepnurnar Menn hverfa af sjónar sviðinu, — fróðleikur týn ist Það eina sem getu> varðveitt hann, er hið rit aða orð. — Lesendur blaðsins eru beðnir að hafa þetta I nuga, þegar þeir komast /fir fróðleik eða þekkingu, ;em ekki mé glatast. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 273

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.