Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 13
feunna var, hvernig háttað hafði verið mágaástinni. En allt bar að sama brunni, hvernig sem þessar og þvílíkar Sögur voru sagðar: Þess vegna leit aði hann svefnstaðar í útihúsum eða á víðavangi, sögðu menn, að hann vissi sjálfur, að hann var ekki í húsum hæfur, og blygðaðist sín fyrir þau ósköp, sem á hon- um lágu. Um það gat öllum borið saman, því að það féll bærilega að öllum sögunum, sem um hann voru sagðar. Það var aftur á móti talinn vitnisburður um karl- mennsku Jóhanns, að föt hans héldi sér öllu skár að framan. Hann fékk nokkuð varizt ásökun- um, ef ókindurnar komu framan að honum, sagði fólk, en hafði ekki önnur úrræði en slíta sig lausan, þegar þær hrifsuðu í hann aftan frá. Ekki þarf að eyða orðum að staðlausum stöfum, sem ýmist stangast á við kunnar staðreyndir eða heilbrigða skynsemi nema hvort tveggja sé. Nærtækari eru aðrar skýringar á hátterni Jó- hanns. Þegar könnuð eru þau gogn, sem enn eru til, og þau eru mörg, kviknar sá grunur, sem stappar nærri fullri vissu, að orsakir þess, hvernig hann lék föt sín, hafi ver- ið af allt öðrum toga en fólk vildi vera láta, þótt álitamál sé eftir sem áður, hvort telja beri lionum atferli sitt sjálfrátt eða ósjálfrátt, einkanlega í öndverðu. Það blasir nokkurn veginn við, að þetta var andsvar hans við eignaupptökunni og þeirri rangsleitn; annarri, sem hann áleit sig beittan. Hann reif klæði sín og gekk nálega nakinn landshorna á milli og vildi ekki skjólbetri flíkur þiggja, sjálfum sér til pyndingar og sveitaryfir- völdum heimabyggðar sinnar til storkunar og háðungar. Af sömu ástæðu kaus þessi maður, sem lát- ið hafði jörð og bú og að lokum síðasta skýli sitt, skemmukofann á Vigdísarstaðahlaði, að eiga náttból sem rakki, þótt betra stæði honum til boða eins og öðrum, sem á bæi komu, þótt umrenningar væru. Stra-ngtrúaður fékkst hann bvorki til að hlýða húslestrum né tíða- söng og vildi með því minna á, að hann taldj sig útskúfaðan úr kristnu samfélagi, líkt og óbrein- an lim safnaðarins, sem ekki mátti standa innan stafs. Það andsvar var líka við hæfi: „Þeir bundu guð, en djöfulinn láta þeir ganga Iausan.“ Þessi viðbrögð Jóhanns voru ekki óáþekk því, er fangar, sem telja sig ofsótta að ósekju, svelta sig í mótmælaskyni, og fólk, sem borið hefur verið út á götuna, býst um á gangstéttinni eða reisir tjald við alfaraveg, fremur en þiggja gistingu til bráðabirgða. Engum blandast hugur um, hvað fyrir þeim vakir, er svö gera. Og þeim mun skiljanlegra ætti að vera, hvað í raun og veru stjórn- aði fáheyrðum tiltektum Jóhanns. að enn munu finnast meðal okkar þau dæmi, ef Við viljum sjá þau eða vita um þau, að menn, sem með réttu eða röngu telja sig hafa verið beitta hróplegu ranglæti, verða að bráð þráhyggju, sem aldrei víkur frá þeim, jafnvel þeim mun síður sem færri vilja leggja á sig að hlusta á þá. Sé nú til þess litið, hvað Jó hann Bjarnason kann að hafa haft til síns máls, þá er þess fyrsta að geta, að hann var aldrei sviptur fjárforræði með lögformlegum hætti. Þess sjást hvergi merki, að lögð hafi verið fram á dómþingi gögn til stuðnings þvi, að nann væri óhæfur til þess að ráða sjálf- ur fémunum sínum. Þaðan af sið- ur var nokkru sinni kveðinn upp lagaúrskurður um slíka vanhæfni. Hann missti ekki heldur fjárfor- ræðj sökum þess, að sveit hans þyrfti að loggja honum fé, því að svo entust eigur hans, að árið 1887 taldi sýslumaður héraðsins sig enn geta vísað á fjármuni, sem hann sjálfur átti í vörzlum manna í Kirkjuhvammshreppi, er Hans Nat ansson á Þóreyjarnúpi kallaði rétt fyrir dauða sinn eftir gjaldi fyrir það, að hann hafði skotið skjóls- húsi yfir fóhann í þrjár vikur fyrr á árum. Það var aðeins þegjandi samkomulag, væntanlega á rökum reist, ef málið hefði gengið laga- veg, að hald skyldi lagt á fjár- munj hans Þess hefur áður verið getið, hvernig jörðin gekk undan honum og með hvaða atvikum seldur var fénaður hans og skemma. Þar sýna skjöl, að Jóhann, sem sviptur var umráðum sumra eigna sinna, væntanlega í trausti þess, að geð- bilun hans væri á því stigi. að eng- um gæti blandazt hugur um á- Myndin heitir SeiSur, höfundur Þórdís Tryggvadóttir. Samtíðarmenn Jóhanns Bjarnasonar vildu helzt leita skýringar á öriögum hans utan endimarka þess umhverfis, er skynjað varð daglega. Þeir vildu endi- lega, að seiður einhver eða fjölkyngi gegndi þar meginhlutverki. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 277

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.