Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 8
\ Þar kom, að kauptaxtadeilan leystist og leið þá ekki á löngu, áður en lögreglustjóri kunn- gerði mér, að kvöldvaktin í X- götu skyldi niður lögð, jafnskýr- ingalaust og fyrr. Ég gat ekki stillt mig um að láta þess getið, eins og af tilviljun, að ég hefði oft orðið var við ferðir herra L. Þar á kvöldin. Lögreglustjórinn brosti þá örMtið, og það var allt og sumt sem nokkurn tíma hafðist upp úr honum. Ekki varð ég þess var, að nokk- ur gerði tilraun til að gera hr. L. neitt tii miska, en mikið held ég að tífið hljóti að vera þeim mönn- um dapurlegt, sem þykjast hafa ástæðu til að óttast um líf sitt og limi fyrir samborgurunum. Því bversu digrum gullsjóðum, sem þeim tekst að afla sér, þá verða sjóðir þakklætis fyrir góð og götfug verk áreiðanlega heppi- legri vasapeningar að leiðarlokum, þó léttari séu í pyngju. Ég ætti kannski að segja þér smásögu, sem mun fáum kunn, en bergmálar þakkargerð nokk- urra holdsveikisjúktínga, sem nú eru hljóðlátlega komnir undir græna torfu. Eins og þú kannski veizt, var holdsveiki lengi einhver mesti voða kvilli þjóðarinnar. Rétt fyrir alda- mótin síðustu var stigið stórt skref til útrýmingar hennar með bygg- ingu Laugarnesspítala, sem dansk- ir Oddfellóar gáfu. Spítalinn var ríkisrekinn, og á- kveðið frá upphafi með reglugerð, hversu mataræði skyldi háttað. í fyrstu var það kannski ekki lak- ara en hjá ýmsum, sem töldust bjargast á eigin spýtur, en hélzt síðan óbreytt, þótt almennt batn- aði efnahagur og munaður í mat og drykk ykist þar með. Hjúkr- unarlið fékk þó betri viðurgern- ing, og þar fólst sárasti broddur- inn, því að ilmur hinna forboðnu rétta minnti sjúklingana daglega á heilsutjón sitt og umkomuleysi. f von um leiðréttingu sendu þeir bænarskrá, hvenær sem skipt var um yfirvöld, en þær urðu þó nokkrar ríkisstjórnirnar sem komu og fóru svo, að þær hirtu aldrei, hvað holdsveikir í Laug- arnesi legðu sér til munns. Loks tók við, ráðherradómi í heilbrigðismálum Jónas Jónsson frá Hriflu, og enn var haldið úr hlaði með bænarskrá. í þetta sinn brá svo við, að undirtektir fengust, lögreglustjóra var falið að rannsaka málið og svo vildi til að sá, sem sendur var út af örk- inni, það var ég!! Þarna var auðvitað ekki um glæpamál að ræða heldur athug- un falin lögreglunni til hægðar- auka fyrir ráðuneytið, Kvartanir sjúklinganna reyndust á rökum byggðar, og fékk ráðherra skýrslu um. Leið þá ekki á löngu, þar til nýr matseðill tók gildi í Laugarnesspítala, einn og hinn sami fyrir alla. Um þessar mundir var mjög um Jónas rætt, bæði til lofs og lasts. Það er því ekkert á móti því, að sögð sé sagan um það, hvernig honum auðnaðist að senda dag- legan gleðigjafa inn í rökkurlíf þjáningarsystkinanna í Laugarnesi. Og nú skulum við hætta þessu spjalli, enda muntu búin að sjá, að það ber fleira fyrir lögregluna, en fyrirferðarmestu afbrotamálin, sem blöðin segja frá. Inga. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.