Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 5
/ lögreglurmi fyrir f jörutíu og níu árum Rætt við Guðlaug Jónsson Ljósmynd frá 1926. Takið eftir húfunnil „Af hverju ferðu ekki- og talar við fyrsta rannsóknarlögreglu- manninn á íslandi,“ sagði einhver við mig um daginn, og það var upp hafið að kynnum mínum við Guð- laug Jónsson. Guðlaugur gekk í lögregluna árið 1919, árið eftir að embætti lögreglustjóra var formlega stofn- að, því til fullveldisársins 1918 annaðist bæjarfógeti vernd borg- aranna með aðstoð „pólitía,“ sem hann stjórnaði frá „kontór“ sím um. Fyrsti lögreglustjóri Reykjavík- ur var Jón Hermannsson, og fyrsta húsnæðið voru fimmtíu fermetrar í húsinu Vesturgata 4, þar sem nú er horn Grófar og Tryggvagötu, en þær götur voru þá varla komn- ar til sögunnar. Lögregluþjónar voru níu, og stóðu jafnan fjórir næturvakt. Á daginn höfðu þeir ekki meiri að- gang að húsnæði lögreglustöðvar- innar, sökum þrengsla, en hinn almenni borgari, og á nóttunni alls engan, því þá voru skrifstofurn- ar harðlæstar. (Næturvarðstofa kom ekki fyrr en 1922—3, þegar stöðin 'var fyrir nokkru flutt í Lækjargötu lOb, þar sem nú er Iðnaðarbankinn). Enda nöldraði almenningur i barm sér, að aldrei sæist lögreglan, þegar á henni þyrfti að halda. Guðlaugur segir mér lítillega frá fyrsta vinnudeginum, sem reyndar var 24. afmælisdagur hans sjálfs, 31. marz 1919. „Mér voru fengnar í hendur þrír hlutir til ögunar bæjarbúum: stutt og snotur kylfa úr þungum harðviði, handjárn og sérprentað eintak af lögreglusamþykktinni, og þar með var mér sagt að hefja varðstöðu á horni Smiðjustígs og Laugavegar klukkan átta sama kvöld. Þetta var allur undirbún- ingurinn. Á umræddu horni beið mín reyndur næturvörður, nú löngu látinn, en þó leiðsögn hans væri góð, fannst mér eftir á að það hefði ekki spillt, þó að ég hefði verið látinn lesa lögregju samþykktina betur, áður en ég hóf starfið! Reyndar vorum við tveir, sem byrjuðum um svipað leyti og hét hinn Davíð. Á þessum áram voru bannlögin enn í fullu gildi og mátti ekki sjást dropi á nokkrum, manni eða eins og stóð í sam- þykktinni: Hneykslanleg hegðun telst það, ef nokkur sést drukk- inn á almannafæri, og hver sem verður sekur urn það, skal sæta sektum er ekki séu lægri én 60 krónur. En 50 krónur voru alþýðúmanni þá ólítið fé. Það kom fljótt i Ijós, að við ný- liðarnir vorum fundvísari á ölvaða menn en þeir, sem eldri voru í starfinu! Við vorum upþfullir af. samvizkusemi, og viðskiptavinir' okkar á götunni gáfu okkur viður- nefni, Davíð og Golíat. Nafngift- in stóð að því leyti á höfði gagn- vart ritningunni, að Davið lögreglu þjónn var á allan hátt stærri í sniðum en ég. Við höfðum auðvitað engin tæki til mælingar áfengismagns í blóði, svo utan drykkjuláta var aðalein- kenni ölvunar í því fólgið. að menn reikuðu í spori. En það gat verið flókið matsatriði, hvort göngulag væri nægilega reiku't til að réttlæta afskipti lögreglunnar, enda man ég eftir einum manni, sem bæði var lögkænn og drykk- felldur, og losnaði við sekt með því að halda statt og stöðugt fram, að naglar í skóm sínum hefðu stungizt upp í iljarnar. Ölóða menn varð að flytja Tieim eða í steininn. Það var sjaldgæft, ef einhver leigubifreið var fáan- leg að næturlagi, enda ekki ætlast til, að lögreglumenn ykju útgjöld lögregluembættisins með háum bil reikningum. Hina ölvuðu varð þvi að bera eða draga eftir götunum, hvernig sem færð var. Ekki þurfti mikil átök til að valda svitakófi, og þá var nauðsynlegt að taka sér duglega gönguferð á eftir til að koma í veg fyrir kuldahroll. I garði 'fangahússins sá ég ræksni af gamalli fangakerru, fú- ið og mosavaxið, sem vissulega hefði verið til hægðarauka fyrir okkur og leitt til betri með- ferðar á þeim handteknu. Var það lítill handvagn, tvíhjóla með lok- Til skýringar myndinni á 268. síðu. Fremsta röð frá vinstrl; Þórður Geirsson, Cuðmundur Stefánsson, ólafur Jónsson, Ág- úst Jónsson, Margrímur Gíslason, Guðbjörn Hansson, Sæmundur Gíslason, Kristján Jónasson. — Önnur röð: Sigtryggur El- ríksson, Skúli Sveinsson, Matthías Guðmundsson, Sigurður Gíilason, Magnús Eggertsson, Ingólfur Þorsteinsson. — Þriðja röð: Guðlaugur Jónsson, Sigurður Ingvarsson, Björn Vigfússon, Magnús Sigurðsson, Karl Guðmundsson, Magnús P. Hjalte- steð. — Affasta röð: Geir F. Sigurðsson, Stefán Thorarensen, Jakob Björnsson, Matthias Sveinbjörnsson. Ljósmynd: Loftur 1930. Tekið á þrepunum við Nýja bió, þegar lögreglan fékk nýja búninginn. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 269

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.