Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 17
eigin raun, þvi hann var afburða feröamaður og oft einn. Sá, er þetta ritar, barst þarna sjálfur fyr- ir í blindstórhríðum, og þóttist hafa himin höndum tekið. Á rissi, sem þessari frásögn fylg ir, eru merktar tvær leiðir Punkta línan sýnir leiðina yfir Hólssand eins og hún var fram um 1950. Og þá er loks komið að þvi að segja frá einni ferð yfir Hólssand fyrir hálfri öld. Ýmsum kann að finnast hún hversdagsleg — frá þeim tíma, eins og sá, er hana fór. Það sagði hann mér löngu síðar. En því rifja ég hana hér upp. að mér finnst hún geta verið til eft- irbreytnj öllum, sem lenda í svip- uðum vanda, þótt fullorðnir séu. Hún sýnir Ijóslega, hve mikilvæg ákvörðun, byggð á rólegri yfirveg- un, ásamt einbeittum vilja og tals- verðu þreki, getur orkað miklu. Og enn sé ég — ljóslifandi — 'söguhetjuna, er ég renni huga til þess tíma, er hún kom, ásamt Guð- óður mínum, heim í Haf- ursstaði, kvöldið eftir að þessi för var farin. Ég, sem var þó þrem árum eldri, varð svo undrandi og hrifinn af þessu afreki, er bróðir minn sagði mér frá í fáum orðum, af þessum unga pilti, sem stóð við hlið hans, hægur í fasi, þétt- ur á velli og brosandi, að því mun ég seint gleyma. Hann var þá líka strax orðinn einn af mínum beztu vinum. Og ég hét því þá, að ein- hvern tíma skyldi ég segja þá sögu alla, ef tækifæri gæfist. Þessi vin- ur minn hefur nú lagt upp í lang- ferðina miklu, sem bíður okkar allra. Það er því ekki seinna vænna fyrir mig að framkvæma heitið. Hefst þá frásögnin: Um veturnætur 1917 voru hjón- in í Fagradal á Hólsfjöllum — Kristin og Jóhannes — snemma á fótum. Kvöidið áður hafði það ver- ið bundið fastmælum, að elzti son- ur þeirra — Gunnar — sem þá var 13 ára. færi einn, ef veður leyfði, niður yfir Hólssand, dag- inn eftir, með nokkrar kindur. Þær fundust á Fjöilunum eftir göngur og áttu heima í Öxarfirði og Núpasveit. Þá var það venja, að bændur á yztu bæjum á Fjöll- um — Hólsseli og Fagradal — skiptust á að reka rekstur eftir göngur. Höfðu þvi kindurnar ver- ið sameinaðar í Fagradal. Þær voru 23. Enginn veit um orðaskipti Jó- hannesar og Kristínar þennan um- rædda morgunn, en kvöldið áður var Gunnar mjög fús til farar. Var þá ákveðið að hann sky/di reka kindurnar frá svonefndum Kven- söðii, sem er neðarlega á Hóls- sandi, beint niður í Hafursstaði, en það var mun styttri leið miili bæja. Frá Hafursstöðum átti Gunn ar vísa aðstoð við að koma kmd- unum að Austara-Landi. í Hafurs- staði hafði hann líka komið áður, oftar en einu sinni, en aldrei að Austara-Landi. Sú leið, með vörð- um, var um átta km. lengri og á löngum kaíla geysi stórgerður mór sem göturnar lágu eftir. Og Gunn- ar hafði heyrt föður sinn hafa orð á því, að þessi mór væri mjög seinfarinn með kindur f fyrstu snjóum. Kvöldið áður hafði Kristín móð- ir hans tekið til nesti og fieira. Það átti hann að hafa í litlum poka, sem hann hafði oft með sér. Þennan morgun var það fyrsta verk Jóhannesar að athuga loft- vogina, ganga svo út og gá til veð- urs. Á meðan beið kona hans. sem reis hugur við að senda vininn sinn, svo ungan, í þessa för, ef veður breyttist skyndilega En hún mun hafa séð á svip Jóhannesar, þegar hann kom inn; að hann virt- ist engu kvíða með veðurútlitið. Af margra ára reynslu sem beitar- húsamaður, sá hann fyrir veðra- brigði, með aðstoð loftvogar og eigin glöggskyggni, svo undrun sætti. En þannig stóð á, að hann átti sjálfur mjög óhægt með að fara þessa ferð. Það varð því á- kveðið að vekja Gunnar og ætl- aði hann sjálfur að fylgja honum niður á Austur-Vegginn, en eftir honum lágu vörðurnar. (Sjá meðf. riss.) Snjór var lítill á jörðu, en tals- vert hafði þó bætt á um nóttina. Það þurfti því ekki að hvessa mik- ið tíl að renna í slóðir. Eftir stutta stund var lagt af stað. .Var þá byrjað að skíma af degi, stafalogn, þykkt í lofti og óglöggt að ganga. Með þeim feðg- um var stór hundur, fremur loð- inn. Hann hét Bokki og fylgdi báð- um. Hann átti að verða félagi Gunnars og hjálparsveinn við reksturinn. Engin forystukind var í hópnum, en gömul ær, léttræk, varð strax fús til að hafa foryst- una. Hana átti Þorsteinn Þorsteins- son á Daðastöðum í Núpasveit, lengi stjórnarformaður Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. Þeim feðgum sóttist vel ferðin norðvestur frá Bæjarás’num og var stefna tekin beint á miðjan Austur-Vegg. Og smám saman lyfti undir skýjahettuna, sem virt- ist næstum liggja við jörð, en þó sást ekki til fjalla. Jóhannes vissi, að sum lömbin, sem þarna voru, yrðu treggeng, ef ekki væru næst- um látin sjálfráð. Þeir fóru því mjög hægt. Og þegar ærin létt- ræka nálgaðist vörðurnar, virtist hún verða fúsari til að fara á und- an. Það varð báðum gleðiefni. „Ég held það haldist svipað veð- ur í dag, Gunnar minn,“ mæiti Jóhannes. Og áður en hann sneri heim, nam hann staðar og horfði um stund á eftir Gunnari, með Bokka við hlið sér, en á undan þeim röltu kindurnar á hægagangi Flestir munu fara nærri um þá hljóðu bæn. sem þá barst fram á varir Jóhannesar. Norður Austur-Vegginn gengu kindurnar vel, enda sæmilegar göt ur og slétt undir fæti. í Stóru- steinstorfum, þar sem mest bar á sandtöðu og loðvíðikvisti uppi á hæstu torfunum, lét Gunnar þær taka niður talsverða stund Þær kunnu að meta það, enda var nú löng leið framundan, þar sem ekki sást stingandi strá. aðeins melar oggrjót. Úr hafði Gunnar ekkert og vissi því ekki h\að tíma leið, þar sem aldrei sá til sólar. En óra tími virtist líða, þar til hann var kom- inu niður á Miðleiðisöldu. Þá loks sá hann ofan á Kvensöðul sem hann þekkti vel, og varð harla glaður. Frá honum ætlaði hann að taka stefnuna beint í Hafurs- staði. Við hugsunina léttist spor- ið, enda fór nú að halla undan fæti. Kindurnar höfðu nú vanizt rekstrinum og héldu betur hop- inn. Þó vsr ein dilkær ótrúlega þrá. Hún tók sig alltaf út ú; og sat um færi að verða eftir. En, Bokki fylgdist vel með henni og var fús til að sýna henni í tvo heimana. Sú léttræka virtist aft- ur stefnuvissari og fór sér hægt. Það leit þvi vel út Fyrr en varði tók hann þó eftir því, að bað þykknaði ískyggilega í lofti Og eftir litla stund var Kvensöðull horfinn. Þá flaug um hug hans, að svo gæti farið, að hyggilegast yrði að sleppa aldrei vörðunum. En við þá hugsun varð honum TtlHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 281

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.