Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 16
THEÓDÓR GUNNLAUGSSON FRÁ BJARMALANDI: HORFIN SPOR Á HÓLSSANDI Margir ieg?jn »e:ð s:ha frá Grímsstöðum á Fjólium, norðar yfir Hólssand, til Öxarfjarðar. Flestir munu nema staðar við Dettifoss, hafi þeir ekki konuð þangað áður og sömuleiðis á gljúfrabarminum háa, norðan við Hafragilsfossinn Þa' má líta hrika iegustu árgljúfur á íslandi. Tvímælalaust er það hyggilegra fyrir alla, sem sjá. vilja Jökulsár- gljúfur á einum degi, að vera snemma á ferð niður með Jökuls- á að austan, en síðia dags upp með henni að vestan Ef sólar nýíur, sjá þeir regnboga’m í allri sinní dýrð — yfir DeHifossi — báðum megin frá. Þá sjón munu flestiir muna, á sama hátt og marga aðra staði í Jökulsárgljúfrum. þegar sól gyllir skógarhlíðar og silfur- tærar bergvatnsár brosa móti á- horfandanum. En allir vita — á slíkum ferðum — hve mikið velt- Uir ^ á veðurfarinu. Á þeim farartækjum, sem nú eru oftast notuð yfir Hólssand, tek ur það ekki nema klukkustund. að aka frá Grímsstöðum og norð- ur að Austara-Landi í Öxarfirði. Það er fyrsti bærinn, sem komið er að, í þeirri sveit, ef ekki er farinn vegurinn til Forvaða, en hann liggur hjá Hafursstoðum. í heiðskíru veðri er fjallasýn á þessari leið óvenju svipmikil og fögur. Ber þar af fjalladrotíning- in Herðubreið, sem rís tigin og fagurlega vaxin i hásuðri í slíku veðri mundi líka flesturp þykja eftirminnilegt, ef þeir gætu ekið upp á háa melbungu, sem ns hæst, til vinstri handar við veginn, um átta km. norðan við Dettifoss. Hún nefnist Sauðafell (431 m y. sjó). Það er mjög auðvelt að leggja þangað veg af þjóðveginum end-a stutt leið. Af Sauðafelli sést betur yfir Jökulsárgljúfur en frá nokkr um öðrum stað á jörðu niðri. Það- an er fjallahringurinn tilkomu- mestur, Ilerðubreið fegurst í suðri, en hafið blátt í norðr Með þessum línum er það þó ekki ætlun mín að lýsa þessu um hverfj frekar fyrir þér, lesandi góður. Það var annað, sem fyrir mér vakti. Eigir þú sjálfur eftir að aka niður Hólssand, þegar sól- skyggð fjöllin standa vörð í hin- um víða öræfafaðmi, þá bið ég þig renna huga um fimmtíu ár aftur í tímann. Þá voru engin farartæki yfir Hólssand önnur en fætur manna og hesta, En jafnvel á góð- um bíl, þykir Hólssandur enn býsna langur og ömurlegur í þoku og illviðri, þótt um hásumar sé. En við skulum halda okkur við efnið. Þegar bíllinn þinn bruncsr eftir veginum — i góðu skyggni — frá Gnmsstöðum norður -að Hólsseli, þá skalt þú renna aug- um til fjallgarðsins í norðauotri. Þar munt þú greina Víðirhól, setn stendur hátt, vestan i fjallgarðin- um og ber mest á kirkjunn- hvltu, sem þar heldur vörð yfir hinzta hvílustað þeirra, sem þrevttu fang- brögð við óravíðáttur öræfanna og fimbulvetur en komu flestir æ-’ð sigur af hólmi. Tæpan klukkutima gang eða rúmlega 4 km. leið, norðvestur frá Víðirhóli, stóð bærinn Fagridalúr. Sá bær sést nú ekki lengur — að- eins rústir einar —og Víðirhóll er heldur ekki lengur byggður. En fyrir fimmtíu árum var oft sporadrjúg leiðin — fyrvr ging- andi rnann — frá Hólsseli eða Fagradal, norður yfir Hólssand, að Austara-Landi. Sú vegalengd, þ ’g- ar beinasta leið var farin, er urn 40 km., en ofurlítið styttri. þegar farið var frá Fagradal. Sumarið 1903 voru hlaðnar vörð ur yfir Hólssand og varð það veg- farendum ómetanlegur styrkur vg þá sérstaídega á vetrum. Ekk°rt mátti hindra gangandi mann. ef hapn ætlaði sér að komast á átta tímum frá Hólsseli að Austara- Landi. Á miðri leið var byggt hús, hjá svonefndri Miðleiðisöldu rm 1923. Sunnan undir því var svo byggt annað hús úr steini 1927. þar sem hafður var kolaofn og suðutæki, svo hægt væri að fá sér hressingu og jafnvel að hafa þar næturdvöl, ef þurfa þætti Þáver- andi læknir okkar á Kópasker var Jón Árnason frá Garði í Mývatns- sveit. Hann var helztj hvat.amaður þeirrar viðbótar, enda skildi hann manna bezt, hvað það gat komið sér vel fyrir menn og hesta. ef veður bre.yttist þarna skyndilega á vetrarferðum Það vissi hann af 280 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.