Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 3
 Á kvöidin fiýgur le'öurblakan ein síns liös á flugna- veiðar. Flestir munu ætla hana meinlaust og gagns- laust dýr. í suðurhluta Bandaríkjanna, þar sem talið er, að séu um hundrað milljón Mexikóblökur, eru þær þó undirstaða sannkallaðrar stóriðju. Mexíkóblakan myndar stór samfélög. í Neyhelli í Texas er talið, að séu tuttugu til þrjátíu milljónir. í Karlsbaðshelli í Nýja Mexíkó hanga átta milljónir leðurblaka i dyala að vetr- inum. Skarn þeirra hefur verið notað til áburða í heila öld. Leðurblökurnar hanga kaldar í dvala í þaki hellis síns. Þegar þær rumska, eykst líkamshitinn svo ört, að það hlýnar bókstaf- lega í stærstu hellum á skammri stundu. Þegar leðurblökurnar fljúga milljón um saman út úr helli sínum á sum- arkvöldum, verður þungur gnýr af vængjabiakinu, og það er eins og reykjarmökkur lyppist um loftið, þar sem þær fara. Fjöldi fólks kemur til þess að horfa á þetta. En haukar, fálkar og aðrir ránfuglar koma lika á vettvang og hrifsa sér bráð. Það sér auðvitað ekki högg á vatni. I Karlsbaðshelli fundust árið 1803 miklar dyngjur af leður- blökusaur. Á 20 árum voru flutt- ar þaðan 100 þúsund tunnur af áburði. Úr öðrum helli fékkst dag lega áburður fyrir 50 þúsund I þrælastríðinu lagði Suðurrikjaher hellinn undir sig. Heil herdeild stóð þar vörð. Úr leðurblökusaurnum fékkst saltpétur, sem Suðurríkin þörfnuðust til púðurgerðar og þess vegna var hann hernuminn. Nú bætist aðeins einn þumlung ur við sauriagið í Karlsbaðshetli á ári, og hann hefur verið frið- lýstur. Eigendurnir auðgast samt. Því veldur forvitni ferðalang- anna. m \ TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 267

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.