Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 19
strax órótt og sporið þyngdist. Hann vonaði samt það bezta og enn var talsverður spölur að Kven söðli. Loks birtist hann allt í einu framundan og þá glaðnaði yfir Gunnari. Og smám samam birti evo að hann sá vestur í Rauðhóla og meira að segja Sauðafell. Og þarna sá hann út og niður á háls- ana, sem ek-ki voru nema rúman hálftíma gang ofan við Hafurs- staði. Þetta ætlaði að verða happa- dagur. Og nú lét hann kindurnar greikka sporið, þar til hann nam staðar í melgígnum, rétt sunnan við Kvensöðul. Þar lofaði hann þeim að nasla talsverða stund. Og þarna settist hann niður, þar sem hann sá bezt yfir, og fékk sér góðan bita af nestinu. í pokanum voru líka sokkar og vettlingar og ofur- Mtið smávegis, sem móðir hans vissi, að mundi gleðja hann á leið- inni. Þegar svo var lagt af stað, voru kindurnar strax fóthvatari og Bokki líka, því einnig hann hafði fengið ósvikinn bita. Rétt sunnan. við Kvensöðul- tók Gunnar stefn- una norðvestur á hálsana, þar sem þeir voru lægstir. Þar voru göturnar niður á Hafursstaði, og þær hafði hann farið með kunn- ugum. Af hálsinum glampað: á vatnið norðan við bæinn. Það mundi hann svo vel. Og það var eins og Bokki skynjaði, að ekki minnkaði þörfin að halda saman hópnum. Það gerði hann líka svika laust. En nú brá svo við, að ærin léttræka vildi ekkert fara á und- an. Þetta gekk f hálfgerðu þófi fyrsta spölinn, og samt gerði Bokki það sem hann gat, til að koma þeirri léttræku í skilning um, að þessi þrjpzka færi verst með hana sjálfa. Allt í einu veitir Gunnar þvi eftirtekt, að talsvert stórar hríðar- flyksur falla á stakkinn hans. Hann nemur staðar og litast um. Hvað veldur nú þessu? Sauðafell horfið, hálsarnir líka og öll kenni- leiti. Hann lyftir húfunni, strýkur yfir ennið, blæs þungan. Hvað á nú að gera? Snjóflyksurnar þéttast og stækka og þær virðast koma frá norðaustri. Það var hann þó ekki viss um, því hann hafði farið ýmsa króka með kindurnar. Líklega var þó ekki farið að bregða birtu? Ekki var það ólíklegt, því svo höfðu sum lömbin verið hæg- geng. Nú kom sér vel, að áður hafði honum flogið í hug, að hyggi legast væri að fara ekki frá vörð- unum. Hefði haldizt bjart veður, var það le’kur einn að fara niður í Hafursstaði. Hann hafði líka frá upphafi gert ráð fyrir þvi, og þess vegna 'verið svo fús til farar. Lík- lega var það skynsamlegast að snúa hér bara við og ná vörðun- um aftur? Það hefði pabbi nans áreiðanlega gert í hans sporum. Oft hafði hann komið af beitar- húsunum i svarta myrkri og blind- stórhríð. Oft hafði hann brotið heil ann um það, hvernig hann fór að rata í slíku veðri. Og ef hann spurði að því, fékk hann venju- lega sama svarið: „Ég þekki flest vörðubrotin, börðin og gígana á leiðinni, ef þau standa upp úr snjónum. Það hefur oft hjálpað mér.“ Og nú birtist mamma í hug hans. Hvað skyldi hún hugsa. ef hvessti með kvöldinu? Hann fór nærri um það. Það yrði löng nótt fyrir þau bæði. N-e-i. Það var ekki hyggilegt að treysta á það að finna Hafursstaði í svona veðrj og alls ekki eftir að dimmjli. Hann klappaði Bokka, sem horfði svo vinalega upp á hann, hallaði undir flatt og virtist vera alveg á sama máli. Hann virtist jafnvel við því búinn að hiaupa kringum kindurnar og koma með þær. Teningnum var kastað. Þeir urðu samferða, sneru kindunum við og fóru slóðina til baka. Ærin léttræka breyttist skyndi- lega og var nú fús að fara á und- an. Bokki sýndi það líka með til- burðum sínum, að nú dugði ekki að slóra lengur. Eftir litla stnnd voru þeir aftur komnir að vörð- unum. Hríðin hélzt svipuð. Það sá ekki á milli varða. Aftur á móti virt- ust flyksurnar svífa að úr öllum áttum, en stafalogn á milli. Þá vissi Gunnar, að hefði léttræka ær- in þrjózkazt áfram, eins og allt benti til, var fljótlegt að tapa átt- unum. Hann varð því strax ró- legri að hafa tekið þessa ákvörð- un. Og neyddist hann til að skilja eftir kindurnar, sem hann vonaði. að ekki kæmi fyrir, þá gæti hann þó lengi þraukað einn með Bokka, þótt dimmt yrði af nótt. Þessu velti hann fyrir sér hvað eftir ann að. Samt var hann alltaf með hug- ann við stefnuna að næstu vörðum sem voru misjafnar að stærð og ekki alltaf í beinni línu. Hér var landið líka mun ósléttara, háir hói- ar og djúpar lægðir, og svo undar- lega stórgrýtt, og jafnvel skurðir á stöku stað. Fyrir þá þurfti að sneiða. Það tafði ekkert smáræði fyrir. Hér var hann farinn að kanna ókunnuga stigu, sem hann hafði heyrt föður sinn segja frá. Þarna í hvilftarlagi, vestan við vörðurn- ar, átti að vera tjörn, með tals- verðu grasi i kring. Sá staður hét Biskupstjaldstæði. Virðulegt nafn og vandalaust að muna það Fram- an af sumri var þarna eina vatn- ið, sem fáanlegt var á öllum Hóls- sandi. Þegar hestar nálguðust þessa tjörn — einkum ofan frá — urðu þeir ætíð sporviljugir. Kom þá stundum fyrir, að kappið varð svo mikið að ná i vatnið að þeir hlupu síðasta spölin, óðu samsíða út í tjörnina, sötruðu vatnið um leið og lentu stundum á hroka- sund, þegar mest var í henni. En áfram héldu þeir að landi, hinum megin. Þetta kom sér stundum illa, þegar á þeim voru ullarklyfj- ar. Svo var þó oftast fyrstu ferð á sumrin. Það rifjaðist margt upp, er hann rölti þarna á eftir kindun- um, af ferðalagi Fjöllunga, sem hann heyrði þá svo oft tala um. En svo varð það annað, sem tók hug hans allan. Það dimmdi í- skyggiiega fljótt. Og — fyrr en varði var komið myrkur. Hann nam staðar. þar sem loðn- ast var og lofaði Kindunum að taka niður. Þær runnu svo ólíkt betur á eftir. Það gladdi hann líka stór- lega_ að flyksufjúkið smáfjaraði út. í stað þess féllu, öðru hverju, örsmá hríðarkorn. Þau settust á stakkinn hans svo hann varð háll viðkomu. Þetta var nefnd ísing, enda mjög lítið frost. Hann hafði kynnzt því, þótt ungur væri, hve erfitt er að halda áttum í svona veðri, þót.t um hádfegi væri og hann þaulkunnugur. En hvenær byrjaði þessi mór, sem pabbi hans hafði sagt að væri einhver sá lúa- legasti reitur, sem hann hefði far- ið um með kindur í myrkri, og þó allra verst, þegar þúfnafyllir væri af snjó. Nú lá leiðin eftir býsna sléttum holtum, þar sem vel sást fyrir vörðum, en hvergi skuggaði í stein. Hann virtist kominn á algró- ið land. Hólssandur var þá loks að baki. Og ekki voru það ýkjur, að langur var hann. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 283

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.