Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.04.1968, Blaðsíða 15
um fyrirmanna í héraði við Jó- hann Bjarnason. Slíkt er einungis á færi þeirra, sem þekkja lög og lagavenjur nítjándu aldar og kunn áttu hafa til þeás að beita þeirri þekkingu réttilega. Hitt þarf eng- inn að velkjast i vafa um, hvernig þetta horfði við honum sjálfum. Á það hefur áður verið drepið, að hann taldi sig sviptan eigum sín- um með rangindum og flæmdan brott frá Vigdísarstöðum með of- ríki. Honum fannst því, að hann ætti ekki aðeins heimtingu á eigna leifum þeim, sem voru í vörzlum sveitarstjórnarmanna í Kirkju- hvammshreppi og síðar fjárbalds manna þeirra, sem honum voru settir, heldur bæri honum ' raun- inni bróðurparturinn úr Vigdisar- stöðum, ásamt viðhlítandi búfén- aði og búslóð, og þar á ofan bætur fyrir hrakning sinn og langvmnt atvinnutap. Taldi hann hæfilegar sárabætur, að hann fengi einn ríkis dal, tvær krónur, á dag hvern frá þeirri stundu, er hann hóf flakk eða flótta undan ofríkismönn- unum. Þessar eða þvílíkar kröfur mun hann fljótt hafa haft uppi, og þótt hann væri alfarinn frá Vigdísar- stöðum, kom hann að jafnaði heim í sveit sína á svo sem tveggja ára fresti til að rekast í málum sínum við hreppstjóra og oddvita Heimt- aði hann þá peningasjóð sinn og skilagrein um meðhöndlun hans, þótt hvorugt fengi hann, og lagði saman dagpeningana, sem hann vildi, að sveitarsjóður stæði skil á. Gerðist það fljótt firnamikil fjár hæð, sem hann kallaði eftir, og kom þar eftir nokkur ár, að 'afn- ,vel Jóhann sá hér á þau missmíði, að hreppnum var ofviða að greiða fúlguna alla. Lét hann þess þvi kost árið 1879, að falla frá kröfu sinni um fullar bætur, ef honum yrðu gefnar sjö til ellefu hundruð krónur til sátta. Dró það hann einnig til þessarar sáttfýsi, að hann kvaðst kveinka sér við hörðum málarekstri, sem yrði sonum sín- um raunaefni, þar eð við sókn og vörn myndi upp vekjast misgerðir ýmissa náfrænda þeirra. Lézt hann sjálfur myndu fá sér faistan verustað og jafnvel reisa bú, ef þetta næði fram að ganga. En minna gæti hann ekki sætt sig við í rauna- bætur en það, er hann fór fram á, þar sem hann þyrfti einnig að þægja fólki, sem hann En um vegi landsins þrammaSi Jóhann Bjarnason með pinkla sína, útskúfaður hrakhólamaður, og hirti hvorki um sáningu né uppskeru. hafði gist hjá í lengra lagi, fata sjálfan sig og kaupa allt, sem hafa þurfti, eins og hver ann- ar frumbýlingur. Mun hann og hafa þótzt fara mjög vægilega í sakirnar,--er hann gerði þetta sátta- boð. Þessu var samt þunglega tekið. Sveitargoðin í Kirkjuhvamms- hreppi gátu með engu móti skiT.ð, að hinn sami maður, er svo þung- höggur vildi gerast í annarra garð, skyldi banda hendinni á móti því, er fólk vildi gefa honum ótilkvatt. „Hvl þá ekki þiggja föt þau, er menn hafa viljað gefa honum, bæði hér í hreppi og annars staðar?“ spurði Eggert í Helguhvammi, for- viða á þrákelkni mannsins og kröfu gerð. Mestri hneykslun qlli þó, er Jóhann hafði við orð eða lét í það skína, að hann kynni að kaupa sér vist og verustað í öðrum sveitum fyrir peninga úr Kirkjuhvamms- hreppi. Fátt var viðkvæmara en vita sveitarfé flutt á brott úr hreppnum og haft að eyðslueyri í öðrum byggðarlögum. Á móti sáttaboði Jóhanr.s tefldu Hvammshreppingar þvi, að hann kysi sér verustað heima í sveit sinni, þar sem hann „gæti gert sér vonir um að hafa þreyju“, og ætluðu þeir að annast fratnfmri hans, er sá staður væri fundmn. Til þess að honum skeikaði ekki í valinu, átti hann að fara könnun- arleiðangur bæ frá bæ og „dvelja fyrst um sinn tíma og tíma, eftir því sem honum þóknaðist. svo víða um hreppinn, er hann sjálfur vildi“, og láta þannig „reynsluna leiðbeina sér í valinu“ Sá bögguil fylgdi þó skammrifi þessu, að gefa varð með honurti á reynsluskeið- inu, „og það sem sjálfsagðast af hans eigin eigum á meðan þær entust“. En Jóhanni þótti það lítil leiðrétting mála sinna, að mega „flakka um hreppinn á móti því, að þeir tækju með mér eina krónu um hvern dag af eigum mínum“. Flakk gat hann stundað annars staðar njeð minni tilkostnaði. Þegar afhögg var, að Jóhann léti Framhald á bls. 286 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 279

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.