Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 2
Þíjjtur í Nú er komig vor. En þó að það sé ijúfur ársfa'mi, þá getur það þó fremur aukið sumuim áhyggjur en eytt þeim. Einn þessara manna, sen haldnir eru miklum vorá- hyggjum, heyrði ég tjá hug sinn hér um daginn. Eftirfarandi á- drepa er eins konar úrfærs’a, sem mun að öðnu leyti skýra sig sjáif, ó harmaefnum þessa manns: Landið er fagurt og frítt. Það hafa menn að minnsta kosti borið sér í munn. Og loftið er tært og víðsýni mikið. Til skamms tíma hefur þetta víðsýni verið talið ein óhultust eign landsmanna, ígildi þeirra fjársjóða, sem mölur og ryð fá eigi grandað. Nú um aillangt skeið hefur samt talsvert bólað á því, að menn óttast um víðsýnið og kvíða því sárt, að það verði frá þeim tekið. Þetta á sér nokkra sögu. í þessu víðsýni fæddist upp kynslóð, sem fékk þá grillu í höfuðið, að landið gæti orðið enn fríðara ef ofið væri í slitinn gróðurfeld þess. Þetta gróf um sig um hríð, og jafnvel hinir langsýnustu menn uggðu ekki að sér. Ávöxturinn varð mik- ili ræktunaráhugi — landgræðsla, skóggræðsta, sandgræðsla. Þeir stofnuðu meira að segja Skógrækt- arfélag íslands mótmælaiaust í Al- mannagjá á Þingvöllum árið 1930 og landgræðslusjóð á annarri há- tíðlegri stundu. Enginn virtist átta sig á því, hvaða spetlvirki þarna var verið að fremja. Það var loks á elieftu stundu, að gegnustu menn vöknuðu við vondan draum og ruku upp með andfælum: Víðsýnið var í voða, sérkenni landsins í yfirvofandi hœttu, sjálft svipmótið að fara forgörðum. Það var búið að gróð- ursetja útlendan trjágróður í mörg um dölum, breyta sandflæmum í gróið land og ryðja hugfólgna mela í þekkilegustu sveitum. Agn- dofa störðu þeir út um bílrúðurn- ar, þegar rofaði í mökkinn á þjóð- vegunum, svo að sýn gaf. Og að vonum fór þeim lfkt og Kristjóni skrifara, þegar hann stóð andspæn is miHum vanda: Öxin kom þekn fyrst í hug. Það var tæpasf annað skjðnum til bjargar en reiða hana að rót- um trjánna, sem vaxið höfðu upp í trássi við íslenzkt náttúrufar og íslenzkt víðsýni. En Mörlandinn var sjálfum sér líkur — tómlótur eins og löngum áður. Hann vildi ekki bregða blundi, hvernig sem skelfdir varð- veizlumenn landseinkennanna flöttu nefið á bílrúðunum. Á Hall- ormsstað er vaxið upp stórviði. í Gunnarsholti var eyðilagður indæH brunasandur, og nú verða góðir menn að þola þá raun að sjá þar grös, kannski útlendrar ætt- ar að meira eða minna leyti, bylgj- ‘ast í sumargolunni á stærsta túni landsins. Á Þelamörk var girt nakið land, sem nú er al- þakið birkiskógi, sprottnum af fjandans fúarótum, er þar leynd- ust í jörðu. Þingeyingar vógu í sama knérunn með því að græða brunaflagið á Hvammshoiði í stað þess að leyfa öskunni frjálsa för út í veður og vind að náttúr- legu lögmáli. Siggeir á Klaustri hefur fellt á sig bann hið meira með því að veita vatni til upp- græðslu á Stjórnarsand og þekja bæjarhláðina skógi, greni í bland í þokkabót. Gunnar Thoroddsen lét Heiðmörk af hendi við sjálfan erkifjandann, svo að hraun og skurmsl eru þar í stórhættu. Og eitthvert mannkerti hefur leyft hænsnum að valsa á sumrin utan í holti uppi í Mosfellssveit, svo náttúrleg sérkenni þess hafa gersamlega þurrkazt út. Vér signum oss og krossum og lútum höfði í blygðun. Það er lítil huggun, þótt moldar strókinn kembi ofan af hálendinu í norðanátt, allt á sæ út. Enda kvað nú líka verið farið áð kákla við það. Sú óvenja hefur meira að segja komizt á, að menn blanda fræi og frjómold í koppa og kirnur hafa með sér út um aUar trissur til þess að spiHa með því hinni fögru nekt okkar elskuðu fósturjarðar. Það er átakanlegt dæmi um mátt hins illa í veröld- inni, hvernig þessi ódæmi hafa breiðzt frá mannfýlum nokkrum í Reykjavfk, er slíkt sæði felldu fyrst í íslenzka jörð, og viHt svo um ungmenni í byggðum landsins, að jafnvel hin þokkafyllstu mold- arflög uppi á fjalli eru þeim ekki lengur friðhelg vé. (Innan sviga er þess líka að geta, að auðvitað er gengið í berhögg við óspillta nátt- úru landsins með því að gauka laraseiðum og öðrum síluro j ár og vötn, er áður hafa verið laus við þess konar mor.) Hér hefur skort framsýni Gests og getspeki Njáls. Einhvem hefði þó átt að óra fyrir því, hvaða dHk það gat dregið á eftir sér, að Gunn- laugi Kristmundssyni skyldi hald- ast uppi án verulegra mannorðs- spjaHa að elta uppi sauðfé i sand- græðsluigirðingunum og Hákon skógræktarstjóra að heiga sér móa og brekkur, þar sem enginn gróð- úr átti að ná öklanum hærra að réttum lögum náttúrunr.ar. En hyggjuvifið lúrði heima á koddan- um sínum, og tjóar ekki að fást um orðinn hlut. Hitt er annað mál, og Ula afsak- anlegt, að það er engu líkara en vökumennina, sem eru að missa af vdðsýninu sín-u og öðrum dásemd- um, sem þeim eru svo hugfólgnar, skorti í meira lagi eiginleika þann, sem heitir hugkvæmni. Vita skuld er góðra gjalda vert, að þeim skyldj koma öxin í h-ug, c-g liðsmenn í ötula axarskaftasveit ættu þeir að fá, þegar fiskur vex um h-rygg þeirri barna’nersveit krossferðariddaranna, er venð hef ur að verki í Hnitbjargagarðinum og víðar um bæi-nn í vetur. En hér þart meira að koma til eu vaska Hðsmenn, sem kunna vel að fylgja málreifum leiðtogum. Auðvitað verður að stofna brýnslustöðvar ríkisins, svo að unnt sé að hvetja vopnin og afköstin verði viðhlít- andi, og því næst kirnueftirlit ís- lands, svo að stöðvaður verði ó- viðkvæmileg meðhöndlun fræs og áburðar. Þó að skjólur og kopp- ar sýnist tiltölulega meinlaus ílát, þar sem þau standa á gólfi eða hanga á nagla, hafa dæmin þegar sannað, hvildikur háski sérkennum landsins getur staðið af því, ef al- menningur fær að flæmast með þau óhindrað, hvert sem honu-m sýnist; Og melana okkar kæru, sem búið er að græða — þá má auð- veldlega endurheimta, ef ekki brestur góðan vilja. Hnullungarn- Ir er-u væntanl-ega óskaddaði-r und- Framhaid á 334. síðu. 314 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.