Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 5
Á minni tið voru allir svo ðlukkulegir í ástum launaði starfsmaður Alþýðusam bands íslands. Mér þykir vænt um þau ár, þó það sannaðist oft, að fáskipuð er liðsveit lítilmagnans. Nei, út í pólitík vil ég ekki fara. Þá segi ég heldur eins og Árni Pálsson: „Tölum um eitthvað skemmtilegra, tölum um stríðið.“ Tölum um lífsstriðið hennar mömmu, reykvískrar verkakonu, Alla virka daga gekk hún að hverri erfiðisvinnu, sem bauðst: fiskburði, fiskþvotti, hreingerning- um. Á sunnudögum þjónaði hún okkur, sauð matinn til vikunnar liggur mér við að segja, og einu sinní í mánuði fór hún gangandi með þvottmn inn í laugar Hún þóttist góð ef hún gat fengið lán- aðar hjólbörur til að aka honum í heirn þungum og blautum En þrátt fyrir þá harðleikni, sem lífið og ég höfðum sýnt henni mömmu, þá hlotnaðist henni það tvennt, sem hún þráði heitast á þessari jörð. Fyrra var að deyja án þess að fara á sveit í annað sinn. Það er ekki hægt að lýsa þvi, hvað það var brennt inn í fólk, sem hafði alizt upp á sveit að lenda þar ekki aftur, jafnvel það, sem hafði ssett góðri meðferð. Eng inn þræidómur, enginn skortur var svo sár, að hann væri ekki girnilegri Það seinna var að fá að deyj j í mínum höndum, einkabarnsins, og það fékk hún. Mamm_t var ákaflega sterk í ást og natri. Og forspá Þegar þeir dagar fullnuðust, að sonur minn, við höfðum lengi ,haldið saman heimili, yx' upp og f^ri utan til náms í Bar,daríkjunum, greip hana ólýsanlegur harmur. Fyrst vildi hún ekki láta uppi hvað væri að, en loks sagði hún: „SkilurðLi ekki, barr,. að þegar hann, sem hefur verið gleðin mín og sólin mín i öll þessi ár, fer út úr þessum dyr- um, þá fæ óg atdrei að sjá hanu aftur.“ Mér varð hálfillt við að hoyra þetta. Seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir, skip sigldu mörg saman með leynd til að forðast árásir, og mér var langt frá því að vera rótt sjálfn. En dauðinn, sem hún sá, var hennr eigirin. Og mér liggur við að segja, að þótt hún hefði spáð syni mimum óhöppum, þá hefði ég ekki latt hanm farar. Ég vissi s'jálf og skildi hvað það var að vera fátækt, umkomulítið barn, sem finmst það gæti kamnski lært, en ekkert blasir við nema þessi lokuðu sund. Ég var víst búin að segja þér, að ég hafði mikið lifað eins og í sérstökum heimi hjá afa og ömmu. Ég liafði snemma sagt, ef ég var spurð, hvað mig langaði mest til að gera, þegar ég væri orðin stór: „Vera ein og lesa“. Og lestraræð- ið, sem lengi fylgdi mér og gat gripið mig þegar verst gegndi, það hefur verið eins konar flótta- tilraun. Stundum hefur mér fund- izt, þegar ég seildist eftir bók, að þar væri ég að handsama mína „bölvun og einustu huggun.“ Ég var ósköp ung, þegar ég varð viss um, að é» færi í það sem kallað var Lærðl skólimn í Reykjavik. Hvernig i ósköpunum mér datt þetta í hug skil ég ekki. Ég hefði eins getað látið mig dreyma um að verða keisaradrottning í Indlandi, en svona var þetta og meira að segja átti ekki að láta staðar numið við stúdentspróf. Ég ætlaði að verða læknir, helzt skurð- læknir — já, þau sögðu snemma til sín kvenlegheitin sem hafa fylgt mér Mér datt nú reyndar stundum í hug önnur fræðigrein, sem ég skil varla að ég hafi gert meira en neyra nefnda, og frá þeim draumi verður aldrei sagt. En það var þetta um lækninn, það hlauc Efsta mynd: Afl Svövu, SigurSur Jóns- son. í miðju: Móðir Svövu, GuSný Jóns dóttir. Neðsta mynd: Faðir Svövu, Jón Sigurðsson. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 317

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.