Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 22
yngri. Þau hrepptu hroðalegt veð- ur yfir fjallgarðinn, og er kom að Ormarsá, var hún í foráttuvexti Yngsta drenginn, sem hét Guð mundur og var eins árs, misstu þau í ána, en Sigurjóni-tókst með snarræði að bjarga honum. En þetta hafði sín eftirköst, því að drengurinn veiktist eftir þettp og andaðist. Sigurjón náði sér aldrei e*'ir þessa ferð og var illa fmr til vinuu um sumarið. Um miðjan nóvem- ber veiktist hann af lungnabólgu og andaðist hinn 28. nóvember. Þá stóð Rósa ein uppi með allan barna hópinn. Með aðstoð góðra manna tókst henni að hýrast í kotinu veturinn. En næsta vor, 1899, var hún flutt þá Öxarfjarðarhrepp með allan barnahópinn, því að þar átti Sig- urjón sveit Var börnunum komið fyrii á góðum heimilum yfirleitt, enda var þá fadð að fara betur með hreppsómaga en áður hafði verið En Rósa fór í vist með yngstu dóttur sína. Þetta fór allt betur en á horfð- ist Rörnm reyndust dugleg og skynsöm og komu sér hvarvetna vel Elzti sonurinn, Jón, var ein- stakt snarmenni og vinnugarpur. Hið sama mátti segja um Vigfús bróður hans. Jón varð háaldraður. Við vorum vel kunnugir er við vor- um báðir vinnumenn á Hólsfjöll- um Elata dóttir þeirra Sigurjóns og Rósu var skírð Guðrún eftir ömmu sinni Hún var glæsileg stúlka og vel gerð á allan hátt. Hún eignaðist góðan mann, Jón að nafni. Hann var móðurbróðir Þórarins Björns- sonar, skólameistara á Akureyri. Dóttir þeirra Jóns og Guðrúnar varð hreppstjórafrú í Kelduhverfi, ein virðuiegasta kona sýslunnar. Nú verður ekki fleira sagt frá börnum þeirra hjóna. nema þess skal aðeins getið, að einn sonur- inn sem hét Jóhannes, var ólikur sínum systkinum og ættmennum Hann var smár vextj og kraftalit- ill. En hann var ljúfur í lund og yndislegur piltur, sem öllum þótti vænt um. Honum var komið fyrir á bezta heimili sveitarinnar, þai sem matanist var sérlega góð Var vonast eftir því, að hann mundi brátt þroskast, er hann fengi næga saðningu og gott atlæti. Þegar ég var ungur, heyrði ég sögu fum hann, sem ég veit ekki hvort er sönn en gefok staflaust um sveit- ina. Hún var á þá leið, að hann hefði orðið fyrir harðhnjaski tveggja drukkinna manna og beði af því líkamlegt tjón, sem ekki rættist úr. Jói litli varð Hkamlegur aum- ingi. Það var helzt, að hann gæti snúizt eitthvað við kindur, en lík amsþrek fékk hann aldrei. Han varð ekki gamail, því hann náði varla þrítugsaldri. Ég man vel eft- ir Jóa litla. Han kom nokkrum sinnum á heimili mitt, er ég var barn og var mér einstaklega góð- ur. Ég blessa minningu hans. Ekki veit ég hve niðjar Sigur- jóns eru margir, en áreiðanlega eru þeir nú ekki innan við hundir- að. Að síðustu verður hér með nokkrum orðum að minnast á Ein- ar, annan son Péturs, sem upp komst. Þrátt fyrir talsvert mikla leit í venjulegum hjálpargögnum, sem við er að styðjast, þegar rekja þarf feril manna, hefur mér ekk- ert or:ið ágengt. En samkvæmt munnmælum átti hann að hafa far- ið ungur austur á Fljótsdalstérað, og mun það rétt vera. Ég fann hann loks heimilismann að Bónda- stöðum í Hjaltastaðarþinghá. En það er ekk, fyrr en eftir 1890. Þá er hann kvæntur, og þar eignast þau hjón eina dóttur, sem skírð var Anna. En þessi Anna er Anna húsfreyja á Auðbrekku í Ilörgár- dal Þætti Braga Sveinssonar lýk- ur lika með svofelldum orðum: Rætt við Svövu Framhald af bls. 319. frá hvirfli til ilja af tómum fögn- uðd Heldurðu- að það geri þá nokkuð til, þótt maður hafi ein- hvern tíma skælt? Og þar með hlýt ég að geta tek- ið undir mig stórt stökk og horf- ið Að segja fleiri sögur, þótt ekki værí nema úr Hvítársíðunni, mér endíst ekki ævin, Jóni Helgasvni hvorki hár né klæði til að rífa, og féhirzlu Tímans ekki kaupenda- flóttinn Þýtur í skjánum — „Kona Péturs var Guðrún Jóns- dót'tir, ættuð úr Öxarfirði. Þeirra synir voru Sigurjón og Einar ábóti, síðar tómthúsmaður í Þóreyjarhúsi í Borgarfirði eystra. Dóttir Einars er Anna húsfreyja í Auðbrekku í Hörgárdal“. Vekur þessi einkennilega skír- skotun til Önnu á Auðbrekku, einn ar af niðjum Péturs Guttormsson- ar, óneitanlega þann grun, að þættinum um hann hafi verið stefnt gegn henni, hvað sem vald- ið hefur. Um ábótanafn það, sem Einari Péturssynj er hér gefið, er þess að geta. að enginn, sem ég hef átt tal við um þennan mann, kannast við þetta uppnefni, og hef þó spurzt fyrir það hjá ýmsum gömlum mönnum at' Héraði. Framhald af 314. sí8u. ir sverðinum, svo að það er ekki annað en kaffæra bölvaðan gróð- urinn og snúa því upp, er nú horf- ir niður. Það dugar ekki að pata og fálma án þess að hafa stefnuskrá. Engin Þórðarverk né vettlingatök. J.H. Lausn 13. krossgátu * /3 \ \ F L V ö N Æ V T fl [Sl 6 U V i N & L N r. D D A \ K U \ ö T L E N K fl u \ fl L I i H i S K U N B n N K fl R N R N 'n \ \ J T I i. J1 /I p kI L o N G K L fl k Ú ¥ 0 R H u K ft 5 K n L E G 3 1 G L 1 N >: i R N \ n Ý T J o r< N n K KK y\k tj/jNjk; 334 I I M i N N - SUNXUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.