Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 14
allan sian harmatima, og gæti bollokað þar í einhverri sjálís- mennsku, Þetta þótti fyrst í allmikið ráð-' izt, og möiduðu men-n í móinn og kváðu Jóhann ekki myndi eira þar, þótt hann þættist óska þess heitt að geta dvalizt þar í fullu frelsi En Ingimundur sótti máldð fast. og fékk hann að lokum tólf menn í félag með sér til þess áð kaupa hálfa Vigdísarstaði Var það ráðagerð þeirra, að Jóhann gengi síðan í kaupin, svo bágt sem sum- ir áttu með að kingja því, að hann reyndist fær um það. Hálflenda sú, sem Ingimundur vildi festa kaup á, var eign Sveins Guðmundssonar á Syðri- Völlum, og hafði hann fengið hwa að erfðum eftir föður sinn, Guð- mund Fr Sigurðsson, stjúpson Finns þess Finnssonar, er endan- lega bo’aði Jóhanni á brott úr skemmu hans á Vigdisarstöðum. Þegar upp komu um það dylgjur í héraði, nokkrum árum áður en hór var komið, að Jóhann kynni að geta riff þeim kaupsamningum, er gerðir r.öfðu verið um Vigdis- arstaði. ef mál hans væri sótt af hörku, hafði Sveinn látið til trygg- ingar rétti sínum, lýsa hálflepduna erfðajörð sina á manntalsþingi 1 Kirkjuhvammi. Nú var hann orð- inn skuldugur nokkuð og lét lík- lega um það við Ingimund, að hálflendari væri föl, ef fimm hundruð krónur fengjust fyrir hana Þegar hér var komið, lét Ingi- mundur ti1 skarar skríða. Daginm fyrir sprengikvöld 1894 skrifaði hann Jóhannj og 9agði honum und- an og ofan um það, er i bígerð var í átthögum hans. Ekki vildi hann þó að svo stöddu segja neitt afdráttartaust um það. hvers vænta mætti, en kvaðst gera sér un það góðar vonir að hann gæti fengið jarðarskikann til eign ar og ábúðar og ..nokkrar skepn ur til þess að hirða um 02 ráða yfir“, ef hann gætf*-eitthvað lagt að mörlcum. Ekki nefndi hann þó kaupverð og var bréfið fyrst og fremst skrifað til þess að leita hóf- anna um það, hvernig Jóhann brygðist við þessu boði Jóhanri barst bréfið suður í Staf holtstungur. og má nærri geta, að honum hófst brún, er bann eygði von til þess að komast aft- ur að Vigdisarstöðum. Varla hafa margir menn verið f landinu, er INGIMUNDUR JAKOBSSON — gamall fjárhaldsmaður Jóhanns bera og sveitaroddviti, sem ekki vandaði bréfum — en líka kunningi, sem hafði nálega komið því t" »ð hann fengi hálfa Vigdísarstaði til eignar og umráða. síður kom hlátur í hug en honum, og þeir voru áreiðanlega ekki margir, er séð höfðu votta fyrir brosi á vörum hans eftir að hann lent'' á vergangi. En það er enn í minnum. að á útmánuðum 1894 var hann með því gleðibragði á Svarfhóli að hann jafnvel hló og skríkti, þegar bezt lá á honum. Svo ólíklegt sem það kann að virðast, óx honum ekki í augum að afla nokkurra peninga Sjilf- ur lumaði hann á ofurlitlu, og þvi þóttist hann fastlega mega treysta. að drengir sínir, er oft höfðu boð- ið honum liðsinni sitt. og kannski fleir., myndu hfaupa þar undir bagga. Samt íhugaði hann málið vandlega, áður en hann svaraði, og drósf það i nokkrar vikur Ef til vill hefur hann ekki með öllu get- að varizt beim grun. að þetta kynni að vera gildra, er fyrir hann væri lögð til þess að ná tangarhaldi á skildingum hans, og gæti brugðizt til beggja vona um forráð eign anna eins og hann hafði áður feng- ið að reyna. En uppi lét hainn, að sér þætti einkum á skorta, til þess að hann gæti gefið skýr svör, að Ingimundur hafði ekki nefnt jarð- arverðið. Það var seint í marzmánuði, að Jöhann svaraði loks. Lét hann þá á sér skilja, að honum þætti boð- ið áli'tHegt, bað Ingimund að skrifa sér á ný og lóta sig vita gleggri skil á ráðagerð sinni og lagði svo fyrir, að hréfið yrði sent að Lund- ,um. En nú leið að vori, og þótti Jó- hann sem sér myndi ekki til set- unnsr boðið Tími var til þess kom- inn að liðka ganglimina, og reynsi- an hafði kennt honum, að ísjár- vert rar að hafa kyrrsetur langt fram á vorið, ef meðlagsikröfur höfðu verið sendar norður. Bjóst hanr. því til brottferðar, og bað að lyktum Guðmund á Lundum að koma boðum til sín, þegar bréf Ingimundar bærist, og myndi hann þá vitja þess. En aldrei fékk Jó-. hann bein boð frá Guðmundi, þó að Ingimundur svaraði um hæl. Annað tveggja er því, að bréf hafi misfarizt eða Guðmundur litið á bón Jóhanns sem marklítið hia! Við þetta gerðist Jóhann vantrú- aðn en áður á farsæla úrlausn málefna sirma. Varð hann hyggju- þungur, þegar á sumarið leið, og þróuðist með honum sé hugsua, að uppástungia Ingimundar hefði verið gabh eitt, llkt og þegar Vig- fús Guðmundsson á Ytri-Völlum keypti sér frið með fyrirheitimu um láttagjöfina fyrr á árum. Nídd- ist hann á sjálfum sér mest hann mátti eins og hann jafnan gerði, er honuim sárnaði mest ranglæti manna, og þreytti gönguna sem hraklegast búinn eins lengi og hanm orkaði. Loks ranglaði hanm ofan í RevKjavík síðla hausts, sjúk- ur og aðþrengdur. Framfærslunefnd höfuðstaðar- ins varð enn á ný að taka hann upp á arma sína, svo að banm dæi ekki út af í einhverjum mókofan- um eða hjallinum. Fórst hennj vel í vali sínu á verustað handa hon- um, því að honum var komið að Melkoti til hjúkrunar, enda senni- legt að hann hafi sjálfur leitað þar athvarfs, er í bæinn kom. Þar bjuggu Magnús Einarsson og Guð- rún Klængsdóttir, líknsöm hjón, sem oft skutu skjólshúsd yfir aum- ing.ia og vanmetakindur og veittu þeim notalega umönun. Hjá þeim vildi Jóhann vera Er auðséð, að 326 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.