Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 3
Afríku-fíllinn er tröllaukið dýr, sem vlð höldum lík- lega flest, að við þekkjum vel. Fólk flykkist að hon- um i dýragörðunum, og það sér hann í hringleika- húsum. Og þvi dettur Afrika í hug, þegar það sér af honum mynd. En er þekkingunni ekki áfátt? Vissir þú til dæmis, að fullvaxinn Afriku-fíll er átta metra langur fremst af rana og aftur á halaskúf? Og að hann getur orðið sjö smálestir að þyngd? Asiu-fillinn er þó metra styttri og smálest léttari. Þarmar í fíl eru þrjátíu til fjörutíu metrar á lengd. Fjörutíu þúsund vöðvakerfi eru i tveggja metra löngum rananum. Hann er svo næmur, að fílar geta tekið upp fimmeyring, sem liggur á jörðinni. En þá nota þeir ranann reyndar líkt og ryksugu. í dýragarði étur fíli tvö hundruð pund af grasi, hálmi og rófum á degi hverjum. Þar að auki drekkur hann 300 lítra af vatni. Við gerjun- ina myndast gas. 650 lítrar metan- gass streyma daglega út um rana og endaþarm. Skögultennurnar nota filarnir meðal annars til þess að grafa upp rætur, sem þeir fíkjast i. Og þeir geta hrlst með þeim tré, þar til lostætir ávextirn- ir detta niður. Ranann nota fílar til þess að reyta gras og lauf og stinga þvi upp i sig. Þeir geta lika sogið tiu lítra vatns i ranann í einu og spýtt því á sig eða upp i slg. Ungarnir sötra þó í sig vatnið. Afríku-fílar hafa mikið verið veiddir vegna filabeinsins. Enn sitja veiði- þjófar um þá. Skögultennur karl- dýrs eru oft tveggja metra langar. Stærsta tönnin, sem um getur, var 349 sm. • >im er áskapaður hár aldur. Asiu- fíll í dýragarði i Sidney átti 55 sinn- um afkvæmi og sálaðist sjötiu ára. Oft verður það banamein fíla, að þeir missa tennur, og geta ekki tuggið og dragast upp. T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 315

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.