Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 17
Pósthús lífsins stóð Jóhann bera ekki skil á mörgum happasendingum. í þetta hús, pósthúsið í Reykjavík, barst honum aftur á móti bréf með fyrirheiti um hálfa Vigdísarstaði, en þá var hann flúinn úr bænum undan afskiptum bæjar- fógetans og þorði ekki að hætta sér þangað aftur. Þess vegna fékk hann það aldrei i hendur. En j.afníramt þessu bafði Ingi- mumdur önnur járn í eldi. Hann ibaldi sig sem sé hafa komizt á snoð iæ um ýmsar misfellur í reiknings- gerð hinna fyrri manna, er ráðið höfðu lofum og lögum í hreppn- um Jóhannes Jóhannesson, síðar bæjarfógeti á Seyðisfirði og í Reykjavík, hafði fyrir skömmu tek ið við sýslumannsemhætti í Húna- þingi, og sendi Ingimundur hon- um hvert hréfið af öðru um þessi mál og skírskotaði til þeirra gagna, er hann hafði í höndum: „Þegar ég tók við hreppsnefndar störfum gafst mér góður kostur að kynna mér rnargt í gerða'bók hreppsins. Ég sá þá nokkur mis- smíði á etdri reikningum í bók- inni“. Athugasemdir hans voru af ýmsii tagi. Hann taldi, að Sigwrð ux Árnason í Kirkjuhvammi hefði á sinni tíð reiknað af sár hundrað krónuir vegna formgalla á jafnáðarreitoningi, en að hinu leyfinu látið undir höfuð leggjast að gera grein fyrir andvirða kinda, er ein Litla-Óssystirin hafði á sinni tíð fengið hjá hreppnum, en sann- anlcga skilað eða ©ndurgoldið síð- ar. Mág sinn og náfrænda, Vigfús Guðmundsson söðlasmið, er nú hafði verið almörg ár í Vestur- heimi, kvað hann hafa skráð all- háa sveitarskuld á nafn f'átæks bónda á Almenningi á Vatnsnesi, sem neitaði því þverlega, að hann hefði nokkru sinni beðið un: eða þegið sveitarlán. Loks þóttist hann hafa orðið þess áskynja, að 'Sjötiu króna hallærislán af land- sjóðsfé, sem Eggert hreppstjóri í Helguhvamimi hafði undir höndum á harðindaárunum, væri talið í van skilum hj'á bónda einum brottflutt um, er aldrei segðist hafa fengið neina krónu af þessum peningum né aðra hjálp en tvö hundruð pund af matvöru. Jlér var sýnilega b.'iku að draga á loft og allra veðra von. Nokkuirn veginn um sama leyti og Ingimundur reifaði þessi mál í bréfum sinum til sýslumannsins, fór þess að gæta, að Sveinn Guð- mundsson vildi kippa að sér hend- inini um sölu á Vigdísarstaðahálf- Xendu, hvort sem því ollu hags- muinir hans sjálfs eða foirtölur ann- arra Brást Ingimundur hinn versíi við. er hamn koimst um raun þessi hiughvörf Sveins, og skrifaði sýslu- manni enn á ný langt bréf, þar eem hann lýsti örlögum Jóhanns T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ og eymdarævi og fyrirætlunum sínum með hann. Var þetta bréf öðrum bræði ákæra á hendur venzlafólk: Jóhanns, er ha-nn sak aði berum orðum um ófrið og yfir gang við hann, er hann hafði þess mest þarfnast, „að við hann væri hlýlega og miskunnsamlega búið,“ og þar með, að þeir men og þar með, að þeir menn, sem tangarhaldi náðu á eignum han-s, myndu ekki allir nógu vel að iþeim ko-mnir. Það lét hann þó liggja í léginni, að sjálfur hafði hann gerzt fjárhaldismaður Jó- hanns, sem -aildrei hafði þó verið sviptur f járforræði, að vísu að fyr- irlagi sýslumanns, og haft nokkur ár undir höndum síðustu leifarnar af reitum hans. . Ingimundur va-r allberorður í þessu bréfi: „Það hef ég rökstudan grun um, að eigur Jóhanns hafi orðið sem herfang í höndum þeirra, e-r með þær ha-fa ráðskað, og hann misst af þeim, bæði eign sini i Vigdí.sarstöðum og öðru, án vilja og samþykkis sjálfs hans, og veit ég og þekki vel af bréfum Jóhanns til mín og eirðum hans við mig, að han-n hefur sviðið þetta oifan á anneð ákaflega sárt, og er það ekki undarlegt, þar sem hann var veiklaðuir á geði og svo kjarklaus, að ö! h-an,s gremja befu-r komið einmitt niður á honum sjálfum.“ Síðan vék hann að því, er Jó- hann skaut máli sínu til lands- höfðingja, og kvað svarið við kær- um hans hafa verið „allrækilega mærað til að þvo hendurnar, enda toafðí aumingja Jóhann ekk- ert upp úr þessu.“ Kom þar loks máli Ingimundar, að hann kvaðst leita vilja um það álits sýslumanns, „hvort ekki muni, ei-ns og þetta efni liggur fyrir, eigna-rréttur Jóhanns á þeim pa-rti Vigdísarstaða, sem eftir fjár- skipti þeirra hjóna sem Jóha-nn þó átti, vera að lögum óskertur en í dag . . Það er fastur ásetning- ur minn að reyna að hjálpa Jó- hanni, þessu aumingja kvíðastrái, ef ég mögulega get, og mun því ek'k: spa-ra mér ómak til þes-s, ef nú ekki býli hans fengist keypt, ef það annars getur móti vilja okkar kaupenda gengið til baka, bæði vegna Jóhanns sjálfs og sveit arféjagsins, að reyna að fá Jó- ha-nni dæmdan eignarrétt hans honum til handa, svo framarlega sem til þess lig-gu-r réttur vegur. En það er nú mikið komið u-ndir yða^ skoðun, herra sýslumaðu-r.“ Svo vildi til, að litlu áðu-r en Ingimund haf ði sótt í sig veðrið til þessarar atlögu, sem ef til vill hef- ur að einhverju ieyti átt rót sína að rek.j-a til rígs eða togstreitu heima í sveitinni, h-afði Jóha-nnes 329

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.