Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 17
armanna, sem vá5 höíðum séö, og töldum við flmmtíu manns í ein- um hópi. Mun hér hafa sannazt, að jafnan vinna margar hendur létt verk. Flestir voru menn þess- ir snöggklæddir með stromphúf- ur úr pappa eða sterku bréfi á höfði. Líktust húfurnar Tyrkjahúf unum svonefndu, er sjást á gömi um myndum frá þeirri tíð, ei her- ir soldánsins voru að kúga Svart- fjallasyni. Hreyfingarleysi og höf- uðbúnaður þeirra vegamanna ork- aði þannig á séra Sigurjón, að hann sagði þá líkjast meira tyrk- neskri varðsveit í hvíldarstöðu. en vinnandi íslendingum, en bætti því við um leið, að margir kari- ar á Héraði væru svo um of störf- um hlaðnir, að þeir létu eski kiippa sig fvrr en hárið væri snú- ið i jafn marga hringi aftan i hnakkanum og eru á hornum fimm vetra hrúta. Senn fór að halla suður af Blöstu þá við augum Mýrar og Borgarfjörður, og við þokufólkið sáum sem inn í nýja og áðnr ó- kunna sólskinsveröld. Norðangol- an blés hér hlýtt um vanga, og víðátta néraðsins lá framundan eins og grænofinn, sólglitaður dúk ur. Hvarvetna hillti uppi hvítmál- uð bændahýli, og árnar liðuðust eins og silfurbönd milli skógi' vax- inna hraurtósa. Og allt í einu er- um við komin að Hreðavatnsskála í Orábrókarhrauni. Laufgaðar skógarhríslur vögg- uðust og sveigðust mjúklega, líkt og ungmeyjar í dansi, og minnt- ust við blæinn, hljóðar og hæ- verskar. Allt umhverfið skein í glaðri sól — okkur, sem vorum nýkominn úr hráslaganum og hríð- arjaglandanum, þótt.i sem við vær- um mætt til leiks á fyrsta vori æskunnar, ung og ölvuð af tum-i og sól. Ég minntist kvikmvndar, sem var sýnd á Akureyri og hét Ástarsöngur heiðingjans. Viðlagið var: Þar sem glóey glitrar, gullna laufið titrar. í dyrum veitingaskálans stóð snöggklæddur maður, glaður i bragði. Hann kvaðst heita Vigfús Guðmundsson og bað hann okkur að ganga í bæinn, rétt eins og hann hefði átt von á okkur á hverri stundu. Síðan settist þessi fjölfróði maður hjá okkur og spjall aði um alla heima og geima með- an við biðum eftir kaffinu. Vigfús kvað það ekki vera á hverium degi, að Austurlandsfólk bæri að garði sínum. Við drukkum þarna ágætasta kaffi og kvöddum siðan þenna viðmótsglaða gestgjafa með virktum. Mér leizt Vigfús gest gjafi sameina margt hið bezta, sem til er í íslenzkri bændamenaingu ár og síð. En lengi gátum við ekki setið, því degi var tekið að halla og sól byrjuð gönguna í vesturveg. Einn ig vildum við ná til Reykjavíkur áður en fólk gengi þar til náða. Allir í förinni áttu athvarf hjá vinum og venzlamönnum nema ég. Þó að ég hefði'áður komið suður og dvalizt þar nokkrum sinnum daga og vikur, nennti ég ekk: að leita á náðir kunningjanna þá fáu daga, sem kirkjufundurinn stæði yfir. Senn nálgúðumst við Hvalfjörð- inn, sem lá framundan spegilslétt- ur og sólfágaður í - síðdegiskyrrð inni. Við skruppum heim að Fer stiklu og tókum benzín. Þar var kaffisala og gengum við til stofu að fá okkur hressingu. Hið fyrsta. sem blasti við-auganu, er inn var komið, var stór mynd af Hallgrími Péturssyni. Undir' myndinni stóð skrín með þessari yfirskrift: „Finnst þér þú ekki standa í þakk- arskuld við Hallgrím Pétursson? Ef svo er, þá leggðu pening 1 þetta skrín“ — og munu flestir íslend ingar vera fúsir að leggja eyri í þann sjóð. Inni i stofunni ríkti hljóðlát helgiró. Frammistöðu- stúlkan, sem var ung og frið með hlý og einlægnisleg augu, talaði í hálfum hljóðum eins og hún væri fædd inn í þögnina og hrein- leikann í sínum tandurhreina, hvíta slopp, og væri hún dæmigerð dóttir hins mikla spakmælahöfund ar. Þá var eftir síðasti áfanginn, sem svo oft reynist vegfarendum sporadrjúgur. Er komið var í Kjós ina, mættum við mörgum bilum, sem lögðu leið sína út í sumarið og kyrrðina. Því að nú var söng- ur norðangolunnar þagnaður. Þeg ar komið var á Kjalarnesið, jókst ■ umferðin, unz strjálbýlismaður- inn fámælti, Halldór í Húsey, sem ekki hafði komið suður fyrr, mælti: „Hvað eru allir þessir bílar að fara á virkum degi?“ En börn náttúrunnar óku gljá- fægðum rennivögnum sínum fram hjá litlu drossíunni, án þess að gefa svar við þeirri spurn, sem var i augum hins silfurhærða séntilmanns, er hélt á móti straumnum, heiður á brá og hreinn á svip í fyrstu för til helgifund- ar í Jerúsalem. Er komið var í Sogamýrina. þekkti ég aftur sorg- arblett utan vegarins, sem mér var sýndur haustið 1931, er ég kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn. Þá var nýskeð á þessum stað bil- slys, er Mýramaðurinn Guðmund- ur Jóhannsson frá Sveinatungu lét lífið. Hann varð mörgum harm- dauði og talinn óvenju vinsæll maður, auk fríðleikans, sem hon- um var gefinn. Mér var me.ra að segja sýndur steinninn, er veilti Guðmundi banasárið. Og ósjalfrátt datt mér í hug Golgata, þvi að yfirsvipur og andlitsdrættir þessa manns minntu að mörgu leyti á Kristsmyndir, mótaðar eftir hug- sýn um snillingana. En enginn verður aftur úr helju heimtur, og bíllinn rennur inn í borgina Björn á Surtsstöðum biður mig að koma með sér að húsi því, þar sem nýgift dóttir hans býr. Við finnum húsið, sem er tvilyft, og ég heyri sálmasöng á neðri hæð inni — verið er að syngja „Allt eins og blómstrið eina“. Hefur Hallgrímur Pétursson slegizt í för með okkur heiman frá Ferstiklu I dag? Ég drep laust á dyr. þar sem sálmurinn um lífið og dauð- ann er sunginn, og falleg, prúð- búin kona með votar brár lýkur upp hurðinni og gengur fram. Á samri stund skil ég sannindin f ljóði Jónnsar Hallgrímssonar, þar sem hann talar um „grátfagra konu“. Ég biðst afsökunar, en konan er mjög vingjarnleg. Fög ur í tárum segir hún, að dóttir Björns búi á efri hæðinni. Og bar með er Birni skilað heilum í höfn. Aðrir úr okkar hópi eru farnir á fund sinna venzlamanna. Ég svipast um. Skammt i írá er Herkastalinn. Þar hafa sumir kunningja minna fengið inni áð- ur. Hjálpræðisherinn er skjól hinna fátæku. Þangað geng ég, og er þar herbergi til reiðu. Að því búnu geng ég út í góða veðrið og legg leif mína vestur-í Skerja- fjörð á fyrrum kunnar slóðir. Á íþróttavellinum er mannþyrping stór: Reykvíkingar með tvo Akur- eyringa að láni, þá Björgvin Schram og Helga Schiöth, eru að leika knattspyrnu við þýzka piít.a. Útstreymi áhorfenda mætii mér Framhatd á 454. sISu. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 449

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.