Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Page 19
aMur, þá Jumaði hann ennþá á í
pokahorninu því þreki og kjarki.
sem nægði til að bera sigur af'
hólmi við hið stríða og kaMa jök-
ulvatn.
Það sagði Helgi, að þegar Jón
náði til hans, hafi fætur sínir ver-
ið farnir áð kólna og dofna, og ef
hann hefði þurft að vera 10—15
mínútum lengur í vatninu, þá
hefði líklega öllu verið lokið fyrir
sér.
Hesturinn, sem Helgi féll af í
fljótið, var mikill fjörhestur, vel
alinn, en ofurlítið viðkvæmur Og
þegar gjörðin við hnakkinn slitn
aði allt í einu, tók klárinn svo
snöggt viðbragð, að Helgi kastrð-
ist af honum, missti tauminn,
en hélt hnakknum.
óefað hafa þeir Helgi og Brúnn
átt saman, fyrr og síðar, marga
yndisstund, þótt miður tækist til
í þetta sinn.
Þegar við horfum á ólgandi
straumvötn belja fram með flúða-
nið og fossaföllum, þá minnumst
við þess, að sú var tíð, að engm
brú var til yfir íslenzku fallvötu-
in — nema hesturinn. Á honum
hvíMi það hlutverk, um margar
aldir, að koma fólkinu lifandi yfir
vötnin. Og oft á tíðum, þegar
Bakkus var búinn að taka ráðin
af manninum, þá var það hestuc-
inn, sem með viti sínu og þrek'.,
bjargaði eiganda sínum heilum
heim.
Hesturinn er vitur og fagurt
dýr, og á að bera heiðursnafnið
„þarfasti þjónninn11 á meðan nokk
ur hestur er til á íslandi. En því
miður er svo komið, í sumum
.sveitum í Suður-Þingeyjarsýslu, áð
þar er enginn hestur til á mörg-
um bæjum, og ekki einu sinni
hundur. Að stunda sauðfjárbúskap
bæði hestlaus og hundlaus, er ó-
þarflega erfitt.
Hvernig förum við svo með
hestinn okkar? Því betur — þá
standa margir hestar að vetrin-
um við jötu fulla af góðu fóðri í
hlýju húsi og við nærgætna um-
önnun. En því roiðar — eiga marg-
ir hestar ekkert hús, heldur
standa óti, og berja gaddinn í
vondum veðrum. Og oft eru hag-
bönn, og þá sultur og kannski hor-
dauði lokasporið. Það er þungt
fyrir þarfasta þjóninn, að taka
kaup sitt í slíkum gjaldeyri. Enniþá
þyngra setti þó að vera fyrir okk-
ur fslendinga, að greiða þjóninum
fyrir vinnu sína í slíkri mynt.
Við íslendingar höíum ekki efni
á því heiðurs okkar vegna, að láta
hestinn okkar vera húsvilltan. All-
ur sá búpeningur, sem við höf-
um undir höndum, er á okkar
ábyrgð. Og allur okkar iifandi
peningar hefur húsaskjól, nema
hesturinn. Hann má þó ekkj und-
anskilja. Við ættum að muna
gamla húsganginn.
Hugsa ég um hestinn minn,
honum má ei gleyma.
Ég stakk honum hérna áðan inn,
eins og ég væri heima.
Nú á þessari öld hraðans, þar
sem allt þarf að ganga í hvínandi
loftinu, er eins og enginn hafi
tíma til neins. Margt fólk er hálf-
bilað á taugum fyrir þetta óðagot,
og á því mjög erfitt með að skapa
sér rólega stund til fróunar. Ég
held, að hesturinn hafi alltaf gef-
ið okkur henbrigðan og réttan
hraða. Það er heilsusamleg hress-
ing, að sitja á góðum hesti, á blíð-
um sumardegi. Að finna þegar hest
urinn leikur við taum og njóta
hins fjaðurmagnaða og þýða spors.
Ég álít að hesturinn hafi oft hjálp-
að þreyttu fólkj yfir daglegt strit
og bjargað taugum þess. Ég var
ungur maður, þegar ég heyrði
Kristbjörgu Marteinsdóttur, hús-
freyju í Yztafelli segja:
„Ef ég er eitthvað slök og lúin,
þarf ég oft ekki annað en skreppa
bæjarleið á honum Héðni mínum,
þá lifna ég öll við.“ Oft hef ég
sannreynt sannleika þessara orða
hinnar merku konu.
Að lokum vil ég segja það, að
ég gleymi því aldrei, þegar Jón
á Hlíðarenda hleypti sér og hest-
inum í beljandi, hamslaust jökul-
vatnið. Jón hafði vitið og kjark-
inn. Hesturinn styrkleikann og
hlýðnina. Þetta var samstillt-
ur kraftur manns og hests, sem
stefndi að einu marki. Og sigur-
launin voru góð: Manni var bjarg-
að, sem starfaði eftir þetta í tíu
ár, dyggilega fyrir sveit sína og
sýslu.
T I M I N N *— SUNNUDAGSBLAÐ
451