Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Side 20
BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON BRÆÐURNIR Hann hét Bárður, skólameistar- inn, og átti bróður, sem Andrés hét. Þeir voru mjög samrýmdir, bræðurnir, voru sífellt saman, fóru saman í herþjónustu, urðu báðir samtimis liðþjálfar og voru í somu henieild. Þegar þeir komu — öð herþiónustu lokinni — heim aftur í fæðlngarbæ sinn, báru þeir af öðrum urigum mönnum. Svo dó íaðir þeirra. Hann var vel efnum búinn og átti mikið af lausu fé, sem erfitt var að skipta. Þes; vegna kom þeim bræðrum saman um að selja allt á uppboði, svo engin óánægja gæti orðið á milli þeirra við skiptin. Þá gæti hvor fengið það, sem hann kj'si sér , Þetta var ákveðið. Fjðir þeirra hafði átt gullúr, bæði stórt og vandað, svo annað eins hafðí ekki sézt á þeim slóð- um Nú var úrið boðið upp. Margir buðu í það og þar á meðal báðir bræðurnir og þá hættu aðrir að bjóða í það. Nú bjóst Bárður við því af Andrési, að hann léti hann fá úrið. en hinu sama bjóst Andrés við af Bárði. Þeir buðu á víxl og smágáfu hvm- öðruir auga. Þegar úrið var komið upp í tuttugu dali, fannst Bárði ekki fallegt af Andrési að hætta ekki að bjóða. er hann bauð þá þrjátíu daii Enn þá buðu þeir, og það var komið upp í fjörutíu dali. ■ Þá fannst Bárði, að Andrés ætti að hætta að bjóða, hann var þó yngri, og oft liafði hann hjálpað þessum yngra bróður, ef eitthvað bjátaði á fvrir honum. Það var mjög hljótt í uppboðs- salnum, og sýslumaðurinn nefndi töluna rólegum rómi. En Andrés hugsaði sem svo, að hefði Bárður ráð á að gefa fjörutíu dali fyrir úrið, hefð’ hann það líka Hann bauð meira. Úrið var komið upp í fimmtíu dali. Margir stóðu um- hverfis þá og Andrés hugsaði, að þannig gæti Bárður ekki gert lít- ið úr honum og bauð áfram. Þá hló Bárður. „Hundrað dalir og bróðernið í kaupbæti“, sagði hann og getok snúðugt út úr saln- um. Að stundu liðinni kom eimhver út til hans, — þar sem hann var að leggja á hestinn sinn. „Úrið er þitt“, sagði maðurinn, „Andrés gaf sig“. Um leið og maðurinn sagði . þetta, sá Bárður sárt eftir því, sem hann hafði gert, og hann hugsaði um bróðurinn, en ekki úr- ið. Hnakkurinn var kominn á hest- inn, og hann stanzaði augnablik með hendina studda á lendina ef- ins í, hvort hann ætti að halda heim. Þá komu margir út, og Andrés meðal þeirra, og þegar hann sá Bárð standa við söðlaðan hestinn, hrópaði harrn til hans: „Þakka þér fyrir úrið, Bárður. En þú munt ekki sjá það ganga þann dag, að bróðir þinn troði þér um tær“ „Heldur ekki þann dag, að ég ríði heim aftur“, svaraði Bárður, mjög fölur yfirlitum, um leið og hann sveiflaði sér í hnakkinn. Hvorugur þeirra steig fæti fram- ar á heimilið, sem þeir áður höfðu átt með föður símum. Skömmu síðar kvæntist Andrés og gerðis+ leigullði. Hann bauð ekki Bárði í brúðkaupið. Bárður var ekki heldur í kirkjunni. Fyrsta árið, sem Andrés bjó, fannst eina kýrin hans dauð við húsvegginn. þar sem hún var tjóðr uð. Enginn vissi um orsökina. Fleiri óhöpp komu fyrir hann, og það getok hálfilla fyrir honum, en verst var þó þegar hlaðan hans brar.n um miðjan vetur og allt, sem í henni var. Enginn hafði hug- mynd um, hvernig kviknaði í. „Þetta hefur einhver gert, er vill mér ilit“, sagði Andrés, og hann grét þá nótt. Hann varð fátækur maður og missti kjark til að hafa sig áfram. Þá stóð Bárður kvöldið eftir í stofunni hjá honum. Andrés lá í rúminu, er Bárður kom inn, en hann spratt upp. „Hvað viltu hingað?“, spurði Andrés, en þagnaði syo og starði á bróður sinn. Bárður beið augna- blik, en svaraði: „Mig langar til að hjálpa þér, Andrés. Þér Tíður etoki vel“. „Ég het það alvag eihs og þú vilt, að ég hafi það, Bárður! Farðu, eða ég veit ekki, bvort ég get stjórnað mér“. „Það er etoki rétt hjá þér, — ég íá eftir... „Farðu, Bárður, í guðsnafni farðu. Ég veit etoki, hvort ég get stjórnað mér“. Bárður gekk nokkur skref aftur á bak, og með titrandi röddu sagði hann: „Viltu fá úrið, þú mátt hafa það“. „Farðu, Bárður, öskraði Andrés, og Bárður sneri við og fór. Með Bárð hafði það verið þann- ig, að strax og hann heyrði, að illa gengi fyrir bróðurnum, þiðn- aði hjarta hans. En stærilætið hélt aftur af honum. Bárður fór í kirkju og gerði þar góð heit, en gat ekki fvamkvæmt þau, er á átti að herða. Oft kom hann svo nálægt heim- ili Andrésar, að hann sá húsið, en pá kom einhver út, stundum einhver ókunnur og stundum Andrés sjálfur, og fór þá kannski að höggva við í eldinn. Það var alltaf eitthvað, sem aftraði honum að fara nær. Sunnudag nokkurn um vetur- inn. var hann við í kirkju, og þá var Andrés þar lika. Hann var far- inn að láta á sjá, fölur og magur, og hann var í sömu fötum, sem hann var í meðan þeir voru sam- an. En nú voru þau bætt og slit- in. Meðan presturinn talaði, horfði Andrés upp til hans, og Bárði sýndist hann blíður og góður alveg eins og í gamla daga. Hann var alltaf svo góður drengur, hugsaði Bárður. Bárður neytti sakramentis þenn- an dag, og hann gaf guði hátíð- legt ioforð um að sætfast við bróð- ur sinn, það mætti kosta hvað sem vildi. Þessi ákvörðun þrýsti sér inn í sál hans um leið og hann bergði á bikarnum, og þegar hann gekk frá altarinu var hann alveg ákveð- inn að setjast við hlið hans, en þá var þar einhver fyrir og bróð- irinn leit ekki upp. Eftir messu ætlaði hann að ganga beint til Anúrésar, en það voru of rcargir viðstaddir, kon-m gekk við bliðina á honum og hana þekkti hann ekki, og hann hugs- aði, að bezt væri að fara heim til hans og tala við hann þar. Hann getok beint að stofudyrun- 452 í' T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.