Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 10
Meira en þúsund kvenfrelsiskonur höfðu gist fangelsi Breta. Árið 1910 fóru þær skrúð- göngu um Lundúnaborg me'ð örvaflaugar, einkenni fangabúðanna, á stöngum. eftirMkingu af örvarflaugunum á fangabúningnum á löngum, silfur- litum stöngum. Nokkru síðar tjáði Asquith þing- inu, að ríkisstjórnin vildi falíast á, að tillagan kæmi til annarrar umræðu, svo að vilji þings- ins kæmi í ljós, en hafði að öðru ieyti uppi loðin svör. Þegar málið kom loks til ann- arrar umræðu, gerðust þau tíðindi, að bæði L'.oyd George og Winston Ohurchill, er þó höfðu stundum létið, sem þei,r væru hlynntir kosn- ingarétti kvenna, snerust gegn til- lögunni. Þegar þrjátíu og níu ræð- ur höfðu verið fluttar, reis sá upp, sem : úffragetturnar höfðu í rauninni aidrei vænzt neins góðs af, Asquith forsætisráðherra, og sagði þingheimi, að hann myndi beita öllum leyfilegum ráðum til þess að koma í veg fyrir, að tillag- an yrði að lögum að sinni. Eigi að siður var hún samþ.ykkt að lok- inni umræðu * með 299 atkvæðum gegn 190. En Asquith fylgdi hót- un sámi eftir. Hún kom ekki á dagskrá aftur. XVII. Þetta sumar var ólga mikil í Engl-andi og tíðar kröfugöngu.r og fjölldafundir. Samtök karlmanna, sem vildu, að málið yrði 1-eyst, létu n-ú einnig að sér kveða. Þó átti e-nn að heita, að vopn-a-hlé það, sem súffragetturnar höfðu ge-rt, væri í gildi, því að sumir gerðu sér vonir um, að úr kynni að rakna, er þingið kæmi saman til hau-st- funda. í októbermánuði gekk kvenna- nefnd úr kjördæmi Asquiths sjálfs á fun-d hans og spurðist fyrir um það, hve-rs væri að vænta. Hann sa-gði fyrst, að málið yrði ekki rætt fyrir áramót. „Ef til vil'l á næsta ári?“ spurðu konurnar. „Við bíðum og sjáum til“, svar- aði forsætisráSherrann. Þegar þetta spurðist, af-lýstu súffra-getturnar vopnahléinu, Þær efndu ti-1 mikils funda-r, þar sem þó var samþykkt að gera enn eina tilraun til friðsamlegrar lausnar. A'squith sióð sjálfur í ræðustóli í þinginu, er hálft fimmta hundrað kvenna lagði af stað til þinghúss- ins föstudaginn 18. nóvember — föst-udaginn myrka, sem kaliaður var. Asquith hafði ákveðið að rjúfa þingið og Kveið því, að súffragett- urnar myndu gerast aðsópsmikl- ar á ný. Lögreglan hafði' verið kvödd að þinghúsinu, og mikil-1 mannfjöldi hafði safnazt þar sam- an. Af því er skemmst að segja, að þarna tókst grimmilegri bar- dagi en nokkurn tíma hafði áður orðið á götum úti í allri sögu kvenréttindah-reyfingarinnar. Að þessu sinni börðu lögreglumenn- irnir konur-nar með hnefunum, svo að sumar misstu jafnvel með- vitund, slengdu þeim til jarðar og fileygðu þeim á milli sín. Mann- fjöldinn skarst annað veifið í leik- inn, að þessu sinni á bandi súffra- gettanna, cg ríðandi lögreglusveit- ir komu á vettvang. Þannig var b-arizt í fimm klukkustundir. Þá fyrst hóf lögreglan handtö-kur. AHs voru hundrað og fimmtíu konur’teknar fastar, mar-gar þeirra bláar og blóðugar. En þeim var sleppt morguninn eftir, því að þa-u boð komu f-rá sjálfum innanríkis- ráðherranum, sem nú var Winst- on Churchill, að það þjónaði ekki almannahagsmunum að sakfella þær. Sjálf na-fði Emmelína komizt inn í þinghúsið, ásam-t nokkrum konum, Elísabetu Garrett Ander- son, sem íyrst kvenna var kosin borgarstjóri, Önnu Cobden-Sand- erson og furstadóttur frá Indlandi, Dhúlee-p Sin-gh. En þær n-áðu efcki tali af Asquit-h, því að hann fannst hvergi. Fáum dögum síða-r voru súffragetturnar á fundi, er þær fréttu, að Asquith hefði enn einu sinni haft um það góð orð, að [ kosningaréttur kvenna kæmi til umræðu eftir þingkosningarnar fyrirhuguðu. En þá var Emmelína orðin reiö. Þessi f-regn varð til þess, að hún hélt með liði sínu að bústað í Downingstræti til þes-s 490 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.