Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 12
Idór Pétursson Laugardaginn 19. ágúst 1967 klukkan 10.15 liðu tveir menn upp í loftið af Reykjavíkurflu'gvelli og svifu brátt ofar skýjum. Þessir merkismerm voru Eiríkur Stefáns- son, kennari á Kambsvegi 13 í Reykjavík, og undirritaður, sem komizt hefur það hæst að vera kenndur við grjót — efni það, sem íslendingar hafa Jöngurn bölvað mest. Hvorugur okkar hafði ætlað neitt á því sumri. En svo kom þetta ailt í einu yfir okkur að skreppa austur á æskustöðvar og lita yfir landið eins og Móse. Lík- ingin er náttúrlega ekki nákvæm, iþví að Móses komst aldrei inn i landið. En það var æskuland okk- a.r, sem leiðin lá til. Sólin brosti við okkur alla leið og gyilti skýjaborgirnar, og við horfðum til skiptis á sólina og flugfreyjuna. sem ljómaði af kven- legum yndisþokka. Mér léttir alltaf, þegar hjólin sleppa jörðinni, en er þó svo jarð- bundinn, að ég verð feginn, þeg- ar þau snerta hana á ný. Ég setti allt mitt traust á Eirík í þessari ferð og varð þar ekki fyrir von- 'brigðum. Ég er líka svo heppinn að eiga ennþá vini frá æskutið minni austur á Fljótsdalshéraði, þó að margir séu horfnir og jarðir þeirra komnar í eyði. Alit hefur sinn gang. En kuldalegt er það, eir rústirnai glápa á mann líkt og draugsglyrnur. Eiríkur hefur betri sambönd, og gætir þess ekki sízt í þvi, að hann á svo marga bíl- vini, enda bílstjóri sjálfur. Samt vil ég takn það fram, þótt ég tali um horfna vini, þá er oft eins og tryggðin til min hafi gengið ' að erfðum til niðjanna. Þegar kom á Egilsstaðaflugvöll, beið þar fóstbróðiir Eiríks, Vigfús Eiríks'son, sem nú á heima á Egils- stöðum, og auðvitað var hann á bil. Öll okkar fyrirhöfn var því sú, að færa föggur okkax yfir í bdi- inn og setjast að hjá Vigfúsi og konu hans. En einhvern veginn duldist mér ekiki, þegar ég fór að virða þessi hjón fyrir mér, að út- lit þeirra benti til þess, að minni hörmungar herjuðu þessa jörð, ef enginn drægist með verri hugsan- ir en þau. Það gladdi og, að þau áttu fallega steina og höfðu auga fyrir þeim. Einnig fékk ég með góðu leyfi að líta á arin hjá Svav- ari mjólkurbússtjóra, úr niðursög- uðu líparítgrjóti, og er það falleg- asti arinn, sem ég hef séð hér, og benti litasamsetningin til þess, að listrænir menn hefðu lagt þar hönd að verki. Mér er spurn, hve lengi íslenzkir listamenn ætla að verða þurreygir fyrir okkar ís- lenzka skrautgrjóti. Að því hlýtur þó að draga, að almenningur fari að nota það til heimilisprýði, úti og inni, í stað alls konar erlends draslvarnings. Hér vildi ég skjóta því að aust- firzkum landeigendum, að það er komið mál til þess, að útlendingar hætti að rupla óátalið firnum af þessu skrautgi-jóti og flytja það úr landi eins og þeir hafa gert. Jafn- framt tel ég sjálfsagt, að íslend- ingar leiti leyfis til grjótsöfnunar, en vaði ekki hvar sem er um lönd í grjótleit. Það er ekki verra að greiða eitthvað fyrir slíkt leyfi en berjatínslu eða von í mávaeggj- um. En þetta var nú útúrdúr, því að þessi frásaga átti að verða grjót- laus að mestu. Þennan dag sátum við hjá áður- nefndum hjónum í góðu yfirlæti, og daginn eftir bauð Vigfús okk- ur upp í Hailormsstað. Minntist ég þá þess, að kona ein mikilhæf, Guðrún að nafni^ hafði sagt mér, að á Freyshólum fyndust í holti við túnið steinar, sem væru loðn- ir innan. Ég hafði auðvitað ekki gleymt þessu, þó að ekki væri ég trúaður á lýsinguna. Fram hjá s/vona stað varð ekki farandi þegj- ^ndi, heldur rennt heim að Freys- ^nólum. Jón bóndi tók mér alúð- lega að bænda sið. Bæði var hann nákominn Guðrúnu og kannaðist Hiið. S'teina þessa — átti samt ekki neinn og var vondaufur um, að þeir lægju á lausu. Hann gekk þó með okkur upp fyrir túnið, og þar renndum við augum yfir ofurlitla melskriðu. Ekki hafði ég gengið marga metra, er ég rakst á lítinn stein, sem vakti athygli mina. Fundust síðan fleiri, en Jón sagð- ist hafa séð þá miklu stærri. Ég braut einn sundur og þóttist þá ráða gátuna. Þetta eru holufylling- ar, og innan í þeim eru hvítir þræðir, líkt og í geislasteinum, ör- fínir eins og hár. Þetta ætla ég, að sé loðnan. Og nú var ég ánægð- ur, því að mér léttir í hvert skipti, sem ég get afskrifað einhvern stað, er hugur ininn hefur lengi dvalizt við. Ég ætla ekki að fara að lýsa Hallormsstað, Er gott að geyma það innra með sér, er þar blasir við augum. En vænt þótti mér um, að Sigurður Blöndal skyldi bæta þarna við hinu skemmtilega stein- tré. Sigurður var ekki heima, en ég tók mér bessaleyfi, steig inn í garðinn og skoðaði það. Ég bjóst við, að hann myndi svo líkur for- eldrum sínum, að hann erfði þetta ekki við mig. Ekki va- Vigfúsi nóg að aka okk- ur í Hallormsstað, heldur fór hann með okkur upp fyrir fljótsbotn og hring um Löginn heim. í Fellun- um áttum við Eiríkur skólasystkin en þau voru ekki heima, utan Bjarnheiður Magnúsdóttir, kona Páls á Skeggjastöðum, og var okk- ur þar vel t-ekið. Lítið sá ég af Fljótsdal. en hafði það samt á tit- finningunni, að nú bæru Fljóts- dælir ekki til muna af snjótittling- unum úti á Héraði, er þeir nefndu svo fyrrum. Á þeim árum fóru metorð manna talsvert eftir veður- sæíd og .útbeit. Ljómi nokkur ha-fði alltaf leikið um Klaustur i huga mínum. En ekkert eygði ég þar nú, sem benti á reisn, húsið í mín- um augum hálfdan'skur kumbaJdi og byggðasafnið lokað. Daginn eftir héldum við út í Hallfreðarstaði, er við höfðum hús- Tveir á ferð um Jökulsárhlíð og Hróarstungu 492 / TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.