Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 6
Ekki munu mörg ár líSa fyrr en tölvur verða notaðar við barnakennslu, eftir því sem vísindamenn segja. Drengurinn á myndinni er að œfa sig í‘ stærðfræði. Tölvar spyr hanr> gegnum heyrnartækin, hvernig eigi að leysa jöfnuna, sem sésf efst á raftjaldinu. í miðlínunni og neðstu linunni eru tvö hugsanleg svör, og hann á að snerta hið rétta me'ð Ijós- penna. Gangi honum vel, ber tölvan smám saman upp þyngri spurningar — gangi honum mjög illa, getur tölvan sent' boð tjl lifandi kennara um að koma til hjálpar. líkist tvöíöldum plötuspilara. Raunverulega er þarna um að ræða tvo seguldiska á stærð við hljómplötur. Á hvorum diski eru geymdar tvær milljónir fölustaía. Diskarnir snúast fimmtán hundruð snúninga á mínútu. Þó er það hægðarleikur fyrir hreyfanlegan les- og skriftararm að hitta hvenær sem er á réttan stað, lesa forskrift- ina, sem gjarna er heiilöng talna- runa og tilkynna miðkassanum, vélkjarnanum, efni hennar. Samt finnst Oddi véiin ekki sér- iega vitur. Hann segir, að hún hafi hivorki undirmeðvitund né ályfct- unargáfu. „Þegar þú ferð á fætur á morgn- ana og eldar morgunverð, þá er sú athöfn framkvæmd með við- bragðakeðju, sem er langtum ^ flófcnari en nokkur tölvureikning- ur. Eða setjum svo, að þú akir bifreið vestan úr bæ inn á Snorra- braut. Á þessari stuttu leið þarftu að meta og vega mörg atriði. Þú temprar hráða, velur rétta gíra og réttan vegarhelming, og við hver gatnamót ákvarðar þú stefnu. Þú tekur tillit tii annarra farartækja. Óvæntar hindranir, svo sem gatna- gerð, eða árekstrar milli annarra bifreiða, kunna að mæta þér og þá er að bregðast við á réttan hátt. Þetta litia ferðalag krefst sífellt nýrra ákvarðana f.rá þinni hendi. Tölva gæti aldrei nokkurn tíma leikið það eftir. Að vfsu geta raf- tæki stýrt skipum, en aðeins á rúm- sjó, og þar sem stefnan er fyrir- fram ákveðin.“ Oddur segir, að þáð sé raunveru- iega aðeins eitt mál, sem tölva geti tekið afstöðu til, oig það er, hvort tiltekin tala sé jákvæð eða neikvæð. Sé hún til dæmis að lesa bankareilkninga og rekist á nei- kvæða tölu, það er yfirdráttur, þá ritar hún númer þess reiknings á sjálfvirka ritvél, sem henni er tengd. Gataspjöld (hvert gat táknar ákveðna Lölu) eru mikið notuð' til að skrifa inn á minni vélarinnar, hvað hún eigi að gera, eða þá til að taka við niðurstöðunum af út- reikningum hennar. Spjöldin hafa aðsetur í kassanum lengst til hægri og getur vélin gatað um 125 þetrra á mínútu. Hún er helm- ingi fljótari að lesa, les 250 spjöld á mínútu, en skrifar á sjá'lfvirka ritvél fimmtán stafi á sekúndu. „Haf'rannsóknastofnunin hefur til dæmis á spjöldum allar upp- lýsingar um þau sex þúsund sfldar sýnishorn, sem Jakob Jákobsson fiskifræðingur fékk síðastliðið sum ar, og getur tölvan á augabragði 486 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.