Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 16
inn viðarbút, sem mér leizt vel á, og síðan rótarhnyðju. Við morg- unkaffið sagði ég frá fundi mín- um, og í huganum hillti undir þá von að fá þetta í fundarlaun. Efoki þurfti ég að beiðast þess, því að slífot var talið sjálfsagt. Nú var búizt til ferðar að líta á sandinn. Þegar að því kom að stíga í bilinn, sagði Árni bóndi of- urrólega: — Því takið þið ekki ferjuna með? Þarna stóð ferjan á trésleða og ekki nema handtak að festa hann aftan í bíl'nn. Og nú hló hugur enn hærra í brjósti mér. Þegar kom út að fljóti, settum við ferj- una á flot. Eiríkur settist undii árar, enda vanur selveiðum á þess- um slóðum, en ég sat í skut, gamall sjómaður í klofbússum. ai búinn að fara út í, ef á grynning- ar kæmi. Þær skorti ekki heldur. Þegar við höfðum svo gengið frá ferjunni, hófum við göngu um sandinn. Ég var sem ölvaður af gleði að lifa nú loks þennan gamla draum. parna var mikið af trjáviði, auk alls konar rusls. Nú er ekki hirt annað af rekanum en það, sem bezt er, þvi að eldiviðar þarfnast enginn. Ekki höfðum við gert okk- ur neina gönguáætlun, en af ein- hverri eðlisávísun rjátlaði ég í aust ur og hugaði að smáspýtum, sem mér k.vnnu að þykja fallegar. Svona geKk ég góða stund, án þess að litast um að öðru leyti. Ekkert fann ég eigúlegt, utan svartan stein, dálllið merkilegan, þvi að þetta var raunar ekki grjót. Nú tór ég að horfa eftir Eiriki og sá hann hvergi, og sér maður þó langt á slíkri fiafneskju. Ég settist því niður og beið. Tíminn leið, og ekkert bólaði á Eiríki, og mér fór ekki að verða um sel: Hvað var orðið af manninum? Ekki voru sjóskrímsli né hafmeyj- ar á ferii um hábjartan daginn. En allir geta dottið dauðir niður eða verra en það; hversu hraustir sem þeir eru. A Óttinn þrútnaði, og ég spratt upp og tók á rás — gleymdi meira að segja að fletta niður bússunum. Brátt fann ég för og fylgdi þeim ótal króka Svitinn rann niður um mig í lækjum. Ég gladdist þó yfLr því, að þarna voru förin, og ekki var ætlandi, að maður í andarslitrunum hefði þrammað alla þessa leið. Þegar óg var kominn langleiðina norður að ósum Jökulsár, hægði ég á mér og settist loks niður. Ekki hefur hel- vítis maðurinn farið að drepast hér, rétt kominn alla leið, hugsaði ég og hvessti sjónir í norður. Sýndist mér þá sjá, óljóst þó, að eitfhvað hreyfðist norður við ós og líkt og sæi á rauðan koll. Bezt var að bíða og sjá, hverju fram yndi. Og þrátt fyrir hræðsl- una hafði ég rekizt á þriggja punda stein, ættaðan frá Portúgail, eflaust úr kjalfestu úr skipi. Ég sá nú, að það var maður, sem var norður við ósinn, og færð- ist nær. Óttinn gufaði upp, og ég fór að leiða hugann að hæfilegri skammaræðu. En þegar Eiríkun* fcom ljómandi af Lífsgleði, fólil mór ailur ketill í eld. Ég minntist þess, hve margt gott ég átti honum að þafoka, og stóð upp með gieði- bragði. Þannig stóð á för Eiríks, að hann hafði búizt við, að ég myndi elta hann norður að ósi. Þegar norður kom, lagðist hann niður í sandinn og setti á höfuð sér rauða dulu, sem hann hafði fundið rekna. Með þessu ætlaði hann að tæíla seli að landi, því að forvitni þeirra er við brugðið, Og Eiríkur hafði heyrt söguna um Vilborgu. Viiborg þessi bjó í Hólshjáleigu og var orðin gömul, þegar ég man eftir henni. Einu sinni var hún úti á sandi í miklum hita, og sótti hana svefn. Lagðist húri þvi fyrir og sofnaði brátt. Rauða skuplu hafði hún á höfði. Þegar hún vaknaði og lauk upp augum, varð henni ekki um sel í tvenns konar skilningi. í kringum hana voru loðnir búkar, og gráðugar glyrnur störðu á hana. En þegar hún tók viðbragð, þyrlaðist sandurinn upp í kringum hana, og hin loðna sveit hvarf moð ótrúlegum hraða til sjávar. Við Eiríkur héldum nú ti'l ferj- unnar, létum bílinn draga fieyt- una upp og fórum heim að Húsey, þar sem við mötuðumnt og kvödd- um síðan. Næsti viðkoinustaður var Galtastaðir. Þar var síaddur að búskap sínum fornvinur minn, Björn Halldórsson frá Húsey, ná- granni minn í fimmtán ár. Þarna gisti ég um nóttina í góðu yfir- Úti við Jökulsár eru forvitnir selirnir á sveiml, «96 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.