Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 18
Eins og segir í apphafi þessar- ar greinar, var það 5. janúar 1918, sem hafísinn rak að land- inu. Þann dag og hinn næsta, fyllti Eyjafjörð af ís. Þá var norð- anhvassviðri og hríð og mikið frost. Umhleypingasamt hafði ver- ið fyrri hluta vetrarins, einkum sunnan lands, en nyrðra var ,,hörð tíð frá því mánuði fyrir vetur og fram að iólum“, en þá gerði hláku, og kom upp jörð um áramótin viðast um land. Þannig er lýst veðráttu síðustu mánaða ársins 1917 í Almanaki þjóðvinafólagsins, 1919. f almanakinu 1920, bls. 49, (Ár- bók íslands 1918) segir: Árinu 1917 lauk með þiðviðri, en 5. janúar gekk í hörkuveður með frosti og fannkomu, og rak þá haf- ís að landinu frá Látrabja-rgi og allt austur um til Gerpis. Eyja- fjörð fyllti af ís þann 6. janúar. Gífurlegar frosthörkur voru svo til 22. janúar. Fór frostið hæst 21. janúar. „Þá var 25 stiga frost í Reykja- vík, 26 stig á Seyðisfirði, 28 stig á ísafiröi 33,5 stig á Akureyri og 36 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. f Vestmannaeyjum 12 stig“. Þannig er * lýsing þess man-ns, sem um langt árabil færði í let- nr wöítorfarolialnmj ffiliando Hefst þá frásögn mín. Hinn 5. janúar 1918 gekk i hörkustórhríð af norðri við Eyja- fjörð. Ekki var þó fannburður mjög mikill, en þvi meira hva-s- viðri. Þennan dag og þann næsta fyllti Eyjafjörð af hafís. Segja má, að ísinn kæmi mönnum mjög á óvart. Ég, sem þessar línur rita, átti þá heima í Leifshúsum á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð. Bær- inn Leifshú-s stendur átta hundruð metra frá sjó. Umræddan dag var skyggni svo lítið vegna hríðarinn- ar, að ekki sá til sjávar. Okkur var þvi ókunnugt, að hafísinn væri farinri að reka inn fjörðinn. Á þessum árum kom það enn fyrir, að i norðanátt ræki spýtu og spýtu á fjörur eða eitthvað annað fémætt. Var þvi oft, þegar svo viðraði, farið til að 1-íta eftir því, eða eins og það var kallað, „að ganga á reka“. Okkur strák- unum þótti það mjög spennandi. Það va-r þvi að ráði, rétt fyrir rökk- ur þennan dag, að við fórum tveir bræðurnir að ganga á rekann. En þegar að sjónum kom, var það annað en rekinn, sem dró að sér ath-ygli okkar, því að af sjávar- bakkanum sáum við, að mikinn hafís rak með flughraða inn fjörð inn. Við landið var aðeins mjó renna af auðum sjó, ofan við það, sem jakarnir stóðu botn. í þessari rennu voru nokkrir tugir — eða hundruð — höfrunga, sem þutu í æðisgenginni hræðslu við hafísinn norður með landinu. Líklega hefur þetta verið þeirra síðasti sundsprettur, því að næsta dag f-undust um hundrað og tutt- ugu höfrungair dauðir í vök við fjörur í landi Grímsness á Látra- strönd, en þaðan voru al-lar leiðir iokaðar. Grímsnes var þá næst nyrzti bærinn við austanverðan Eyja-fjörð, en þangað eru 35—40 fcm. f-rá þeim stað, er við sáum höfrungana kvöldið áður. Eftir skamma stund voru höfr- ungarnir horfnir sjónum okkar bræðra, enda var nú myrkur að skella á. Við héldum því heim og sögðum tíðindin. Að morgni þriðja dags, frá því hriðina gerði, var komið bjart veð- ur. Sást þá, að Eyjafjörður var fullur af hafís. Þennan dag fór Halldór bróðir minn einhverra er- inda til Akureyrar, en hann var elztur okkar þriggja bræðra, sem bá vnrinri liaima HalldAn ynr aníi skytta og mjög áhu-gasamur veiði- maður. Við hinir bræðurnir gerð- um nú ferð okkar ofan að firð- inum til að skoða hafísinn. En hann var óðum að frjósa saman. Ekki hættum við okkur þó telj- andi út á ísinn, því að jakarnir voru flughálir og lagísinn á vök- unum á milli þeirra ekkl orðinn mannheldur. Þegar við komum heim úr þess ari för, var orðið skammt til myrk- urs. Þó var enn svo bjart, að sjá mátti hóp manna á fsnum nálægt vesturströnd fjarðarins. Hópur þessi þokaðist norður með land- inu, og af og til heyrðum við skot og skot á stangli. Og eftir að dimma tók, sáum við eldblossana frá skotunum. Líklegast þótti okk- ur, að þarna væri verið að elta seli. Þó gerÓu menn sér ekki f-ulla grein fyrir þvi, hvað um var að vera. En þess var ekki langt að bíða að gátan væri ráðin. Halldór bróð- ir minn kom með fréttirnar, þeg- ar hann kom frá Akureyri um kvöldið. Og þær voru þessar: Þegar hafísinn rak inn, hrökt- ust nokkrir tugir háhyrninga und- an honum allt inn undir fjarðar- botn. Þegar hríðina birti, sáu Ak- ureyringar og fleiri hvalina og var þá brugðið við og gerður út leið- angur til þess að reyna, ef unnt væri, að ná einhverju af þeim. En þetta var miklum erfiðleik- um bundið og hættulegt, þar sem lagísinn á vökunum var ekki orð- inn mannheldur og þurfti því að stikla á glerhálum hafísjökunum til þess að komast að hvölunum. En þeir héldu þá enn opnum nokkr um smávökum meðfram vestur- strönd fjarðarins, allt norður und- ir Gásaeyri. En innan við eyrina var allstór vök, sem hvalirnir stað- næmdust í um kvöldið. Ekkert vil ég segja um þáð, hvort einnverjir hvalir hafa náðst þennan dag, en talið var, að þrem eða fjórum hefði verið grandað, en að minnsta kosti sumir þeirra stukku og náðust ekki. Og svo flaug hvalsagan um kvöldið. Næsta dag va-r aftur skollinn á norðan-hríðarbylur, og enn hafði frostið hert i var þá líklega orð- ið um eða yfir 20 stig á Celsíus. En veðurharkan kom ekki í veg fyrir, að menn byggju sig til hval- veiðanna, eg það áður en fullbjart var nrðið Ravndar höfðn marvir unnið að því kvöldið áður, og fram á nótt, að útbúa veiðarfæri, svo sem skutla, strengi, ífærur og sveðjur, sem notaðar voru, að ó- gleymdum byssunum. En þær voru af ýmsum gerðum — rifflar, hagla byssur af ýmsum stærðum og gerð um, og jafnvel voru dregnir fram gamlir framhiaðningar, sem hlaða skyldi með niðursöguðum járnbút- um, hæfilega gild í bysuhlaupið. Það átti eftir að sýna sig, að síð- ast töldu byssurnar voru einna á- hrifaríkustu vopnin. Segja má, að ríkjandi væri kapphlaup um að ná í eitthvað af hval. Það var ekfci aðeins, að slíkt væri góð björg í bú, heldur og hitt, ef ekki var reynt að nota sér þessa veiði, átti ekkert annað fyrir þessum skepnum að liggja en örmagnast í vökum eða kafna undir ísnum og úldna síðan á sjáv- arbotni, engum til nota nema há- karlinum. Af nyrztu bæjum á Svalbarðs- strönd höfðu menn um kvöldið bundizt samtökum um að vera saman í flokki. Um morguninn komum við saman og urðum sex- 498 TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.