Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 17
SIGURJÓN VALDIMARSSON: / HA FÍSNUM ÁRIÐ 1918 l'æti, og sagði Björn mér sel’veiði- siögu síma, en þá veiði heíur hann ’Stundað í fimimtíu ár. „Allt teikur enda, sem okkur er veitt.“ Eftir dvöl á Ha'llfreðarstöð- um fór nugurinn að leita suður, og störfin kölluðu að. Ég hef víða lýst því, hve ég var frábitinn land- búnaði. En silíikt þarf ekki að þýða það, að óg sé andsnúinn þessum atvinnuvegi — tiil þess þyrfti meiri heimsku en ég tileinka mér. Aftur á móti heid ég, að á honum þurfi breytingar. Það var orðið langt síðan ég hafði komið á þetta svæði, sem ég fór nú um, og hin mikla rækt- un gat ekki farið fram hjá mér. Ég hlaut líka að sjá, hve húsa kosturinn hefur batnað. Mér sýnd- ist heyfengur sæmilegu.r og nýt- ing í bezta lagi. Um kal vil ég ekki dæma, því að ég kannaði það ekki. Túnin á eyðijörðunum, sem ég kom á í Tungunni, stóðu í bióma, og úthagi virtist vel sprott- inn. Sem sagt: Þar sem guð var einn um gcassprettuna, virtist allt í lagi. Það er eflaust af því, að ég hef ekkert vit á landbúnaði, að ég heid því fast fram, að kal og all- ar hinar mörgu plágur í kvikfén- aði, sem eru orðnar fieifi en plág- nr có Vnnnr* •** "OJ’ J- VMAWilUVj *v -U.W.-U4ÍJ J»v**u» imennin.garsjúkdómur, sem ekki verði undir risið nema til komi nýj-ar rannsóknir, sem ekki bygg- ist alilar á sprautum. Jörðin er igóð, en það er ekki sama, hvað við gefum henni. Hlíð og Hjaltastaðarþinghá eiga engjar, sem eru nálega ótæmandi forðabúr, ef vel tekst framræsla, sem nú e,r í athugun- vegna kals- ins. Ég huggaði bændur með því, að þeir tímar myndu koma, að hvergi yrði grænt gras nema á engjum og eyðijörðum, ef svo héldi fram, sem verið hefur. Eitt var mér gáta, og hún er en,n óráðin, þótt ég bæri hana víða upp. Það ex talað um flóttann úr sveitunum, sem aliir mega líka sjá. En í JökuÍRáirihÍíð eru nýbýli nærri jafnmörg og gömlu jarðirnar, en engin þeirra er í eyði. Úthlíðin er fögur, og þar eru flest nýbýlin, e,n þrátt fyrir fegurðina er þar iil- viðrasamara en víðast þar, sem ég þekki til. Að endingu vi'l ég þakka ölium, sem ég hitti í þessari ferö, alúð- legar móttökur og aiiia fyri.r- Framhald á 502. sfðu. Fimmta dag janúarmánaðar 1968 var rétt hálf öld liðin frá því hafís lagðist að ÖHu NorðúF- landi og lokaði siglingum þangað svo vikum skipti. Siðan hafa ekki komið ísavetur, sem hægt er að nefna því nafni, þó að einu sinni á árinu 1965, torveldaði ís sigl- ingar fyrir Norðurlandi og Vest- fjörðum stuttan tíma. En sá ís varð ekki svo landfastur, að hann frysi saman. Það kann því að vera nokkur fróðleikur í því, að skýrt sé lítil lega frá fsavetrinum 1918, einkum fyrir ungu kynslóðina, sem ekki þekkir hafís nema sem fortíðar- sögu, svipað og til dæmis móðu- harðindi cg galdrabrennur Ég skil það vel, áð í hugum fófks. sem yngra er en til dæmis þrítugt, sé árið 1918 svo löngu liðið, að það er nánast aftur í grárri forneskju. Það er þó viðameira efni en svo að rita sögu ísavetursins 1913, að ég geri nokkra tilraun tii þess. Það, sem hér verður sagt, verður fyrst og fremst saga eins atburð- ar í sambandi við komu liafíssins. Þó verður auk þess brugðið upp nokkrum skyndimyndum. Allt verður þetta eins og mér — þá tæplega seytján ára unglingi — kom það fyrir sjónir. líér vitaníega hefur saga þésJ3 ísavetrar ekki verið skrifuð, en verið það einhvern tíma gert, gæti þessi frásögn ef til vill varpað ijósi yfir einhver atriði þeirrar sögu. Sennilega eru það ekki nema 1—2% af þjóðinni, sem man haf- ísinn 1918 af eigin sjón, og því fólki fer ört fækkandi. Það má því ekki draga mörg ár enn að skrá sögu þessa eftirminnilega árs. ef rota á eftir frásögnum þeirra, sem það muna. Verði það ekki gert, þá verða frásagnirnar aldrei eins traustar heimildir. Þvi hér sem annars staðar gildir, að sjón er sögu ríkari. En þó svona sé tek- ið til orða, og það með réttu, verð- ur sjaldan hjá því komizt, að mis- sagnir komi fyrir. Ég hef til dæm- is séð það á prenti í frásögn af umræddum ísavetri, að Eyjafjörð hafi fyllt af hafís fyrir jól. Þó það væri bæði vandvirkur og glögg ux maður, er samdi þennan frá- sagnarkafla, hefur hann í þessu efni ekki munað hið rétta, og þessi villa þess vegna slæðzt í frásögn- ina. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 497

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.