Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Side 2
I Þtjtur í skjánum Ævi einstaklinganna er skammvmn, en þjóðir eiga sér langan aldur. Öllum lífverum er mörkuð sú braut að vaxa og dafna litla hríð, njóta stutta stund orku sinnar og fæða af sér nýja kynslóð, hrörna síð- an og farast, er hlutverki þeirra er lokið Þannig kemur bylgja aí bylgju. svo fremi sem myrk ihönd grimmira örlaga heggur ekki á þraðinn. Við Íslendingar höfum búið í landi okkar í einar eilefu ald- ir. Á að gizka þrjátíu og fimm kynslóðir hafa slitið hér skón- um og gengið sinn veg, unz þeim glumdi gjallarbrú og líka- böng. Á þeirra herðum stönd- um við, sem nú erum uppi, jafmt ung sem til aldurs kom- in. Við erum hold af þeirra holdi og blóð af þeirra bloði, og þær manndómserfðir, sem firá þeirn éru runnar, veita okk- ur þann dug, er okkur kann að vera gefinn að veganesti. Þeirra menning er sú líftaug, sem nærir okkur og veitir okk- ur rétt til þess að kalla okkur þjóð, hlutgenga í smæð okkar meðal stærri þjóða og vold- ugri, svo lengi sem við vök- um yfir þessu erfðapundi, á- vöxtum það og felium í ís- lenzkt horf þau föng, sem við sækjum á vit annarra. Tung- an, sagan og allt, sem nefnist íslenzik menning, er því sem helgur dómur, sem okkur er skylt að vaka yfir, og sofnum við á þeim verði, fyrirgerum við þjó'ðréttindum okkar. Tryggð við liðna tíð er þann- ig bæði skylda og lífsnauðsyn. Það er bakhjarlinn. En við lif- um í nútíðinni og eigum að horfa til framtíðarinnar. Líkt og fyrri kynslóðir lifðu skamma ævi sína að nokkru leyti fyrir okkur, verðum við einnig að lifa fyrir niðja okkar, einnig þá, sem óbornir eru og við mun um aldrei augum líta. Það er sú kvö'ð, sem lögmálið Ieggur okkur á herðar — það lögmál, að kyn okkar skal lifa, þjóðin halda vetli, þótt dagar okkar verði ekki nema fáir. Við verð- um að gera mun méira en halda i horfinu í hlutfalli við þá mannfjölgun, sem verður: Það er skylda okkar að búa í haginn fyrir framtíðina — „leggja gull í lófa framtíðar" eins og Stephan G. Stephans- son komst að orði. Það eru nú um þrjú hundr- uð og tuttugu ár síðan upp reis í landinu sá aldahvarfamaður, sem lét sig dreyma um stór- stígar framfarir, að sjálfsögðu maður sins tíma, er vænti þess, að auðug stétt menntaðra að- alsmanna yrði hinn mikli burð- arás — þó langt á undan sam- tíð sinni. Tími hinna miklu „prósékta", sem svo voru nefnd, hófst ekki fyrr en hálfri öld síðar, og það átti sér fímmtíu ára -iðdraganda, að „prósékt- in“ leituðu niður á jörðina. En það er erfitt að ryðja nýjar brautir, og þó hvergi sem í þjóðfélagi, þar sem flest lagð- ist á eitt að hefta sérhverja breytingu. Þess vegna urðu það ævilaun forvígismannanna að horfa yfir draumaborgir sín ar í rústum: Sigurlaunin veitti sagan beim. Þess vegna eru lika ekki nema um það bil hundrað ár síðan viðreisn landsins hófst Þá fyrst var þjóðin sjálf við því búin að hefjast handa, brýnd af rödd sögunnar og skálda sinna. Og þá fyrst hafði verið fullnægt frumskilyrðum þess, að hún íengi beitt sér. Kynslóðin, sem nú hefur um hríð gist kirkjugarða landsins, og hin, sem óðast er að taka á sig náðir í mold fósturjarð- arinnar, endursköpuðu í raun- inni landið, ruddu öllum mestu hindrunum úr vegi. Með ótrú legu þreki, elju og bjartsýni sneru þær aldalöngu tífsstríði í sigurgöngu. Dæmi þeirra er mikil brýn- ing. Og það leggur erfingjum verka þeirra mikla skyldu á herðar: Þá skyldu að gera þeim mun betur sem nútíminn stend ur að vígi en fortíðin til gagn- legra athafna, án þess að velta skuldabyrðum yfir á framtíð- ina. Okkur hefur um stund fa-11 ið í skaut mikill fjárhagsgróði. Við hefðum getað farið stórum betur með hann og varið stærri hluta hans til verka, sem hafa framtíðargildi. Við hefðum líka getað rækt betur menning- arhlutve-rk okkar, haldið betui vöku okkar og verið betur á verði gegn því, sem viðsjárvert kann að reynast. En liðinn tímj verður ekki endurheimtur, og svo er íyrir að þakka, að ekki er öll nótt úti enn. Allt er gott, ef við lærum af mistök-unum að standa betur í ístaðinu fram- vegis. Við eigum ekki að éta allt upp, sem okkur berst í hendur, heldur leggja jafnan nokkuð í sjóð handa framtíðinni. Við eig- um ekki að ganga svo nærri þeim auðlindum, sem þurfa við halds, að þær rýrni í höndum okkar. Við eigum aldrei að tefla menningu okkar og þjóðerni f neina tvísýnu, heldur vera jafn an á verði, því að þar er sjálft, fjöreggið. Með þetta allt nægjanlega ríkt í huga, mun okkur vel farnast, en þeim mun miður sem kunnum lengur að missa sjónar á þessum meginatriðum. Bæði í veröldinni umhverfis okkur og í sögu okkar sjálfra sjáum við, hvað hendir þær þjóðir, sem ekki halda vöku sinni. 4 hinn bóginn blasir það líka við, að það eru endilega þær þjóðir, sem búa í frjósöm- ustu og auðugustu löndunum. er bezt vegnar, heldur þær, sem nýta sitt land af manndómi og elju, og kunna þó fótum sín um forráð. J.H. 506 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.