Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Síða 4
ar kiikkonur skemmtu þeim, þótt
leikur þeirra yrði 1 orði kveðnu
að heita ræða, af því að þetta var
sunnudagsnótt og allur leikara-
skapur bannaður að enskum lög-
um.
John Burns lýsti því fyrir í
nafni ríkisstjórnarinnar, að hún
ætlaði að auðsýna þá mildi að
hegna konunum ekki, þótt sekar
væru um löghrot.
Tillagan um kosningarétt
kvenna *íom ioks til fyrstu um-
ræðu, er liðið var á vor og reynd-
ist þá margfaldur meirihluti þing-
manna í íulltrúadeildinni henni
fylgjandi, þrír gegn hverjum ein-
um. Litlu síðar kvað Loyd George
upp úr með það, að ekki myndi
verða af annarri umræðu á því
ári, en hún yrði heimiluð árið
1912, og styddi meirihluti þing-
manna hana enn, skyldi viku var-
ið til þess að fjalla frekar um
hana og breytingartillögu, er fram
myndi komá. Fram undan var
krýning Georgs V. og ríkisstjórn-
in vildi umfram allt komast hjá
uppþotum um það leyti Jafnvel
Asquitih, sem þó duldist þess ekki,
að hann var sjálfur andvígur at-
kvæðarétti kvenna og lét þau boð
ganga, að ríkisstjórnin hefði ein-
sett sér að standa við gefin lof-
orð, „ekki aðeins samkvæmt orð-
anna hljóðan, heldur einnig anda
þeirra“.
Súffragetturnar höfðu verið
mjög tortryggnar. En nú sýndist
þeim sem björninn væri unninn.
Þær héldu fagnáðarhátíð mikla,
og Emmeiína Pankhurst lýsti há-
tíðlega yfir því, að lokið væri her-
för þeirra gegn ríkisstjórninni og
frjálslynda flokknum.
En margt fer á annan veg en
XVII.
Snemma árs 1911 tókst að koma
á framfæri á Bretáþingi tillögu
um kosningarétt kvenna, svipaðs
efnife og hin fyrri hafði verið.
Þótt treglega gengi að koma henni
á dagskrá, þótti súffragettunum
ráðlegt að forðast spellvirki um
sinn, ef von kynni að vera um
einhverja iausn. Þær létu sér því
nægja fundi og kröfugöngur og
sumar neituðu að auki að greiða
sikatta.
í aprílmánuði þetta ár skyldi
skráð allsherjarmanntal í- Breta-
veldi, svo sem lögskipað var að
gera á tíu ára fresti. Þá sáu súffra-
getturnar sér þann leik á borði
að hundsa manntalið. Þær, sem
húsum áttu að ráða, gerðu skrá-
setjarana afturreka og neituðu
ailri samvinnu við þá, en aðrar
kornu ekki heim til sin þau dæg-
ur, er þeirra gat verið von í hús-
in. Þær reikuðu fram og aftur
um göturnar fram á nótt, en leit-
uðu síðan hópum saman nætur-
skjóls hjá stallsystrum sínum eða
í mannlausum húsum. í mennta-
skóla nokkrum í Lundúnaborg
lágu til dæmis þrjú hundruð kon-
ur á gólfunum undir brekánum.
í einu af samkomuhúsum borgar-
innar efndu þær til hljómleika,
sem stóðu lengi nætur, og í öðru
borgarhverfi tóku þær á leigu
skautahöU, þar sem þær léku sér
á skautum á milli þess sem fræg-
Hópur kvenréttindakvenna, sem hefur búið um sig í mannlausu húsi rneðan
tal fer fram f landinu.
mann-
508
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ