Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Blaðsíða 17
byggja hús og smíða skip. Var
hann Hnífsdælingum mikil hjálp-
arihella vi3 að breyta bátum þeirra
og gera við þá eftir þörfum. Síð-
ar byggði hann stærra hús úr
steini á hentugri stað. Sigurður
skýrði þennan nýja bústað ,sinn
Grænadal.
Þegar Sigurður fór úr Yztahús-
Inu, leigði hann það hjónum t.il
ársins 1948, að hann seldi það Her-
manni Árnasyni, er fluttist þá frá
Látrum í Aðalvík til Hnífsdals, á-
samt konu sinni, Sigurlaugu Frið-
riksdóttur, og tíu börnum þeirra.
Þau seldu aftur húsið Hirti Síur-
laugssyni i Fagrahvammi í Skutuls
firði. Hann reif það og fluttj inn
eftir og byggði úr því útihús. Nú
liggur bílvegur yfir hússtæðið.
Sigurður og Elísabet eignuðust
ellefu börn. í Yztahúsinu áttu því
nokkur börn bernsku- og æsku-
heimili. Við systkinin töldum lífea,
að við ættum okkar annað heimili
þar í vissum skilningi, fyrst og
fremst af því, að þar var Þóra,
amma okkar, Sigurður frændi,
Elísabet, kona hans, sem var okik-
ur sem önnur móðir, og börn
þeirra, er voru nánustu frændur
okkar og leiksystkini. Umhverfið
var hið ákjósanlegasta til leikja.
Brekkan með fjölbreytileik sínum
á sumrin, en snjór til skíða- og
sleðaferða og stundum klaka-
bólstrar til skautahlaupa á vetrum.
Mun Rögvnaldur líka hafa skírt hús
ið Skíðastaði, þó að það nafn fest-
ist aldrei á því. En það nafn not-
uðum við innan fjölskyldunnar á
veturna, þegar snjór var mifeill.
Það er 'íka skemmtileg tilviljun
og gaman þess að minnast í sam-
bandi við skíðaferðir kringum Yzts
húsið, þó að þær væru ekki frá-
sagnar verðar móts við það, er
nú gerist, að einn bezti skíðamað-
ur í hópi hinna yngri nú, er sonar-
sonur Yztahússhjónanna, Elísabet-
ar og Sigurðar, Tómas Jónsson
Fjaran var býsna víðáttumi'kii.
stundum fáguð og hrein, með alla
vega steina til að kasta, slöngva
eða öeyta kerlingum með. eða bak
in skeljum, kuðungum, krossfisk-
um eða öðru slíku, sem á fjörur
rekur og börnum á þeim tímum
þótti happ að fá og mikið tii koms
sem leiikfanga. Þá má ekki gleyma
þarabunkunum, er stundum mynd
uðust í haustbrimunum. Þar var
hægt að íinna margan góðan þöng-
ulinn í þaraslag eða þá efnivið i
þarabát eða eitthvað annað, ssm
hægt var að búa til með vasahníí
um. Þá var nú mikill draumaheim-
ur í Skollaborg, en það voru þrír-
klettar í fjörunni, rétt fyrir utan
Yztahúsið. Þar var hægt að klifra,
fela sig og gera glettur við bár-
urnar, þegar þær voru ekki of stór
ar. Þar fyrir utan var svokallað
Búðarnes með stórum, gráum
steini og yzt Skarfskerið — yzta
kennileiti i Hnífsdal. En þar byrj-
ar Skor — hlíð, sem er innsti hluti
Óshlíðar.
Nú er kominn bilvegur, breið-
ur og góður, milli Hnífsdals og
Bolungavíkur — kom 1951, eftir
sex ára hættulega vinnu við vega-
gerð á þeirri hrikalegu hlið, Ós-
Sigurður Guðmundsson og Elísabet
Jónsdóttir, kona hans.
hlið, þar sem klettar 1 sex til'sjö
hundruð metra hæð slúta yfir
höfði manns og stöðugt má sjá og
heyra steinkast og búast við skriðu
föllum eða snjóflóði. eftir því,
hvernig viðrar.
Nú aka menn með feiknahraða
yfir grunn Yztahússins En á með-
an Sigurður átti þar heima, var
Yztahúsið fyrsti áningarstaðurinn,
er komið var af Óshlíð, en síðasti
áður en iagt var á hliðina Hún
er ill yfirferðar — grýtt fjara,
forvaðar i sjó fram, sem varð að
klifra yfir, og einstigi 1 hlíðurn
uppi yfir snarbrattar skriður. Þrátt
tf M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
^21