Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Síða 19
salknað af þeim og tengdamóðjr-
inni, sem unni henni hugástum,
eins og nún væri hennar eigin dótt
ir, sem og öðrum vinum og vanda
mönnum.
EMsabet var góðum gáfum gædd,
vel pennafær og skrifaði sikemmti-
leg sendibréf með ágætri rithönd.
Hún var prýðilega hagmælt eins
og faðir hennar, og lék henni því
ljóð á tungu við ýms tækifæri,
gamansöm í samræðum, þegar það
átti við, sá alltaf kátlegu hliðarn-
ar á hlutunum og kunni að not-
færa það sem gleðivaka á góðleg-
an máta, án þess að særa tilfinn-
ingar nokkurs manns. Elísabet var
meðalmanneskja á vöxt, hvatleg í
hreyfingim og hafði lipra fram-
komu.
Sigurður fæddist 9. júlí 1874 að
Hóli í vBolungavík, en dó 4. októ-
ber 1955 á Siglufirði. Hann var
mikill heimilisfaðir og umhyggju-
samur, sívinnandi heima og heim-
an, enda eftirsóttur verkmaður,
bæði á sjó og landi, afburðamað-
ur að afköstum og trúmennsku.
Hann var vakinn og sofinn í starfi
sínu og unni sér ekki nema sem
minnstrar hvíldar. Eitt þeirra
verka, sem hann vann að heima
í hjáverkum, var að sauma skinn-
föt — sjófclæði. Mun hann vera
með síðustu mönnum, er kunnu
þá list, og ekki þurfti að arfleiða
neinn að þeirri kunnáttu, því að
næsta kynslóð lagði skinnsjóklæð-
in á hiliuna og tók að nota olíu-
klæði og gúmmístígvél. Það er leið-
inlegt, ef sú vinnuaðferð týnist
gersamlega úr þjóðlífinu, þó að
enginn þurfi lengur að nota skinn-
klæði.
Sigurður var söngvinn maður
og trúhneigður og hélt uppi trúar-
legum háttum á heimili sínu og
þau hjón bæði, með húslestrum
og sálmasöng á sunnudögum og
öðrum helgum dögum. Sigurður
var móttækilegur fyrir umræður
um þau mál við þá menn, er létu
sig þau efni skipta. Hann sótti
messur og aðrar kirkjulegar at-
hafnir, þegar tækifæri gafst, og
síðustu ár ævi sinnar, er hann var
á Siglufirði, kom hann til hverrar
messu og var það kappsmál, að
hans sæti væri ekki autt í kirkj-
unni fremur en við hin daglegu
etörf.
Sigurður var lengi forsöngvari
í kirkjunni í Unaðsdal, það var
áður en orgel var keypt í hana.
Sönghneigð hans rann til barnanna
Guðmundur Þorleifsson, bóndi í Unaðs-
dal á Snæf jallaströnd, maður Þóru
Jónsdóttur.
Þau voru flestöll söngvin, til dæm-
is hefur næst elzta dóttir hans,
Olga, verið í kórum þeirra kirkna,
er hún hefur átt til að sækja. Ég
man, að það var mikið sungið í
Yztahúsinu, þegar öll börnin voru
saman komin.
Þóra Jónsdóttir fæddist 2. febrú-
ar 1854 að Hóli í Bolungavík, en
dó 18. nóvember 1941 í Hnífsdal.
Hún var dóttir Jóns Guðmundson-
ar og Þóru Ámadóttur, er bjuggu
á Hóli. Hún for nítján ára að aldri
ráðskona tl Guðmundar Þorleifs-
sonar formanns, er hélt úti sexær-
ingi M Bolungavíkurmölum og
var þá ekkll eftir Elínu, systur
Þóru, en hún var önnur kona hans.
Fyrsta konar Guðmundar var Krist
ín Magnúsdóttir frá Þjóðólfstungu
í Bolungavfk.
á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Fluttist
til Hnífsdals 1920 og bjó þar í nábýli
við dóttur sína.
Með Guðmundi bjó Þóra nokk-
ur ár í Bolungavík, þar tl þau
fluttust inn í Unaðsdal á Snæfjalla-
strönd. Þar bjuggu þau til ársins
1908, að (luðmundur lézt, eins og
fyrr segir. Þau eignuðust sjö börn,
og var Sigurður þeirra elztur.
Þóra var fönguleg kona, mikil
að vallarsýn og þreklega vaxin.
Hún var björt yfirlitum með nýr-
legt viðmót, ennið hvelft og aug-
un blá. Hún var mikil dugnaðar-
manneskja, sívinnandi og fell
aldrei verk úr hendi frá þvi
snernma á morgnana fram á rauða
nótt. Fram yfir sjötugt sótti nun
vinnu út, sem oftast var þá fisk-
vinna, en eftir það vann hún ein-
göngu að heimilisstörfum og þá
sérstaklega við tóvinnu ogsauma-
skap. Hún sat að jafnaði við stofu-
gluggann niðri, þar sem hún ?at
Þóra Jónsdóttir og sonur hennar, Sigurður Guðmunds
son, úti fyrir dyrum Yztahússins.
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
523