Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 3
■aaa mii Sfraumstarinn hefur hlotið nafn af því tvennu, að hann heldur sig við læki og likist stara. Skyldastur er hann þó músarrindlinum, sem einnig á það til að fá sér kalt bað. Þá lætur straumstaranum lífið er hann hoppar stein af steini i straumhörðum læk. Skyndilega stingur hann sér á kaf, allt niður á botn, þar sem hann á von ætis við sitt hæfi. ♦;< J: ‘í£___________________j I ?§&„ j t Hann stingur sér skáhalt í straum- Niðri á botninum stendur hann álútur inn með afturkembda vængi og og læsir klónum í steina. Síðan réttir lætur vatnið, sem leikur um þá, hann úr sér, þegar hann vill upp, og létta undir með sér og þrýsta sér breiðir út vængina upp í strauminn. niður á botninn. ... Þessi netti fugl likist gljáandi fiski niðri í vatninu. A gumpi hans er fituríkur kirtill, og loftbólur hnappa sig á smurðu fiðrinu. í 5 - y./ éaKSjs*. ■ steH£*á£j(|£ ■ Síðari hluta vetrar fer straumstar- inn að leita að hreiðurstæði. Það kýs hann sér úndir klettum, sem slúta fram yfir sig eða bak við iækj- arfoss. Þá fær hann oft væna dembu á leið sinni að hreiðrinu og frá þvi. í-lÉÖfe ! Hreiðrið er ekki nein hrákasmíð, þrjá- tíu sentimetrar eða meira í þvermál og op á að framan. Ungarnir eru fjór- ir til sex og venjast snemma úðanum, Defti einhver þeirra í vatnið, getur hann synt til lands. Straumstarinn er staðfugl í Svíþjóð, þó einungis þar, sem hann kemst að auðu vatni vetrarlangt. Hann bað ar sig af hjar^ans lyst á milli jaka og skara. Ha..^ vilar jafnvel ekki fyrir sér að busla í helkökiu krapi. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 771

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.