Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 16
ekki sfcaðið í sjóferðum um langt skeið. Lagðist hann því fyrir. Við liggjum nú yfir og hyggj- umst beitd aftur, ef vel fiskaðist. því að beitu höfðum við með okk- ur. Eftir hæfilegan tíma er byrj- að að draga, og verðum við all fisksælir — fáum allt að þrem rúmum. Beitum við því tvö bjóð til viðbótar og leggjum aftur. En um leið og við erum að enda við að leggja, fer að vinda snarpan á suðaustan. Þorsteinn lá enn fyrir, og lét- um við liggja skammt og byrjuð- um fljótlega að draga af krafti. Ris nú Þorsteinn upp, og tóku þeir Lefi andófið. Samúel dró. en ég afgoggaði og gerði upp ból- færiin. Strax og línan kemur upp, er auðséð, að mikill fiskur er á. Seg- ir þá Samúel snöggt: — Sifctu betur úti í borðinu. Um 'eið bregður hann línunni um rúlluna og slítur. —. Þarna fór þá helvítið, orgar hann svo — þetta er bráðóaýtur andskoti. Nú er róið í miðbólið, og hefur Samúel þar sömu aðferð. Er þá komið versta veður. Samt getum við barið að endabólimu, og voru þar höfð snör handtök. — Sittu vel úti í borðinu, argar Samúel einu sinni enn, en l'ítur um leið ísmeygilega til mín. Og ekki virtist Samúel fyrr hafa handfarið belginn en bólfærið fór í sundur. Diddist mér auðvitað ekki, að Samúel sleit með vilja og ásetningi — sá enda sem rétt var, að við höfðum ekki við meiri fisk að gera, ef verja átti bátinn áföll- um. Þorsteini var farið að líða allilla, og sagði hann ekki orð um línu- tapið. Og nú var farið að hugsa til heimferðar. Við Þorsteinn rer um í skussarúmi, miðrúminu, en Lefi og Samúel fram á og aftur á tvíára. Myrkur var dottið á, og stungu Lefi og Samúel upp á því að lenda við Lambeyrarnar, því.að þar var lending góð, svo að bjarg- að yrði báti og fiski. Þorsteinn af- tók það með öllu og kvað skömm að komast ekki heim með þennan góða afla og gera að honum nýj- um. Þorsteinn réð ferðinni og við tókum barninginn heim á leið. Var nú Þorsteinn orðinn viðmótsblið- ur, og er hann sér kviku ríða að. segir hann við mig: — Rektu í hana árina. Þegar kom að Landsenda, var svo komið, að þrjár árar voru eft- ir óbrotnar og ein þeirra lömuð. Þorsteinn lagði þá til, að við lent um þar og sendum mann á landi eftir árum og mönnum að berja inn í heimalendinguna. Ég var ung ur og frískur og átti því að fara, en Samúel að ýta frá, ef ég gæti stokkið í land. Þarna var stór-grýtisfjara. For- mennirnir reru n ú upp, en við Samúel húktum sinn á hvorum borðstokki og rýndum út í myrkr ið. Ekki hafði lengi verið róið, er brot kom aftan uindir bátinn og kastaði öllu upp i fjöru, báti og mönnum með. Bátnum náðum við lítið brotnum, en fisk sáum við engan, enda svartamyrkur. Hellt- um við nú úr stigvélunum og hóf- um göngu heim. Þorsteinn var orðinn svo dasa'ð- ur, að við urðum að leiða hann á milli okkar, og var slíks von með sextugan mann, sem fyrir löngu hafði lagt af svona slark. Þegar heim kom, fengum við ónot og skammir. Allir héldu, að við hefðum róið undir Skálaberg, og á þeirri leið hafði verið leitað. Var helzt talið, að við hefðum lent meðal þorskanna í sjónum. Morguninn eftir fórum við að hugsa um bát og fisk. Báturino var á sínum stað, enda áttu-m við ekki á öðru von, en aflinn, sem við reittfim saman varð einn stampur. Lefi minntist oft á þennan róð- ur og hló þá hátt. Enginn þarf þó að draga þá á- lyktun af þessari frásögn, að Þor- steinn hafi viljað ota mönnum sín um út í ófæru. En kappið var svo rnikið, að stundum sást hann ekki fyriir. Hann var allna mainna hrsedd astur um sjómenn sína, ef veður versnaði snögglega, og rak þá skút uroar út til hjálpar og sendi mewn með öllum sjó með árar, ef ein- hverjum kynrni að hafa borizt á. 784 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.