Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 20
Hallgrím. En yngri Páll sagði hon-
um frá þessu. Ekki gat sýslumað-'
ur um þetta við Hallgrím fyrr en
nokkru seinna, er svo vildi til að
þeir voru tveir saman. Spyr hann
þá Hallgrím, hvort hann vilji fara
eða vera, en Hallgrimur kom sér
ekki að að svara. Sýslumaður ítrek
aði spurningu sína og kvaðst Hall-
grímur þá vilja fara Sýslumaður
svaraði:
„Heimskur ertu í því drengur
minn. Hefðir þú viljað vera hjá
mér, mundi ég hafa getað gert þig
að manni. En þó skaltu fá að fara“
Litlu seinna. er sýslumaður var
ekki heima. lét frú Anna Melsteð
Hallgrím sitja inni hjá sér við
ullarkamba. og tók hún þá að at-
yrða hann fyrir slíka vitleysu að
vilja fara norður. Væri þar sult-
ur og seyra og allt illt Faðir hans
gengi um húsgang, en móðir hans
æti hrossakjöt — og allt eftir
þessu. Hailgrímur þagði við, en
óskaði í huga sínum að móðir
sín væri komin til andsvara við
illyrðum þessum. Hefði frú \nna
þá ólíklega komið að tómum kof-
um, því að Vigdís var greind kona
og gat komið fyrir sig orði.“
Má hér nefna það. sem séra
Vernharður Þorkelsson, prestur í
Nesi í Aðaldal 1817—1826, kvað
um Vigdísi í Hraunkoti í sóknar-
vísum kringum 1925-
Klettur girðir kennt við hraun
kot. Þar ber íþróttir
Vigdís, hirðir hyggnra laun,
— hér Mínerva á dóttir.
Mun þetta allíágætur vitnisburð
ur hjá presti um almúgakonu þótt
ekki sé liðíega kveðið
„Um baustið talfærði Melsteð
það við Tvede að fæða Hallgn'm
um veturinn. er hann hefði smal-
a? að jöfnu fyrir þá báða um sum-
arið, en Melsteð skyldi klæða
hann. Og þetta samdist með þeim
Hjónin, sýslumaðui Tvede og frú
hans, voru Hallgrími einkar góð.
þótt þau æftu bágt með að skilja
hann, einkum frúin Viðurværi var
og mun skárra hjá þeim en Mel
steð, að því er efni levfði Átmat
ur, kjöt og hvað annað var skammt
að öðru hvoru En margt vár erf-
itt í búskap Tvedes þettá ár. Meðal
annars var svo eldiviðarlaust að
sjóða varð til nokkurra daga 1
senn og varð því fæðið ónotalegra
en ella hefði verið
Veturinn 1821—22 var afar harð
Ur í Þingeyjarsýslu, Múlasýslum
og líklega víðar á landinu — mest
vegna óvenjulegs fannfergis. Þá
urðu úti um haustið öll þau hey,
er aflað var eftir höfuðdag, en
stórhríðar með miklum fannburði
byrjuðu fimm vikum fyrir vetúr.
Skáru þá flestir lömb sín um haust
ið eða á öndverðum vetri, og all-
víða var féð skorið niður smátt og
smátt allan veturinn. Var hann
því almennt kallaður skurðarvet-
ur eða blóðvetur. Ekki var þó
margt skorið á Ketilsstöðum.“
Um vetur þenna segir Þorvald-
ur Thoroddsen í Árferði á íslandi
í þúsund ár, bls. 223: — „Vetur
þessi var vestra kallaður rjúpna-
bani. Á Norðurlandi féllu vetrar-
harðindin líka snemma yfir, fimm
vikum fyrir rétta vetrarkomu. og
þyngdi æ meir og meir. Voru aust-
anhríðir og hin mestu snjóföll
norður undan, og gróf bæi í fönn-
um, komust menn trautt yfir að
slátra fé sínu. var þá mörgu lóg-
að, en þó,.:ei sem þurfti. . . í
norðaustursýslum varð víða stór-
fellir í peningi manna. Var talið,
að þá hefði í Vaðla-, Þingeyjar- og
Múlasýslum fækkað um 471 naut
grip, 849 hross og 47.087 kindur
frá því, er var árinu áður í sama
mund.“ — Kemur þetta næsta vel
heim við frásögn Hallgríms.
„Síra Ólafur Indriðason átti
heima á Keiilsstöðum alla þá þrjá
vetur, sem Hallgrímur var þar.
Hann var vígður aðstoðarprestur
að Vallanesi, en vorið 1821 dó pró
fasturiinm þar, síra Jón Stefánsson,
og þjónaði því sira Ólafur kallinu
algjörlega það ár. Annars var
hann skrifari hjá Páli Melsteð
þangað til vorið 1821. að Tvede
kom. En þá fór síra Ólafur til
hans. Ekki var Hallgrímur látinn
snerta kverið sitt tvo fyrri veturna
á Ketilsstöðum, en þennan vetur
gaf sýslumaður Tvede Hallgrími
spurningakver. og annaðist síra
Ólafur um, að hann lærði bað og
fermdi hann síðan um vorið.
Ekki varð af því, að Melsteð
gæfi Hallgrími föt um veturinn, og
var hann bó mjög klæðlaus Má
vera, að það hafi meðfram stafað
af því, að frú Anna Melsteð fót
brotnaði um veturinn og lá lengi
rúmföst. Var henni þvi síður unnt
að annast um tóskap sinn og bú-
sfjórn.
Aftur á móti gaf sýslumaður
Tvede Hallgrími sortulitaðan alfatn
að til fermingarinnar og auk þess
gráan hversdagsfatnað.
Er Hallgrímur hafði nú verið
fermdur um vorið 1822, átti hann
sér ekkert víst og bauð þá sýslu-
maður Tvede honum að vera kynr
hjá sér, en ekki þáði Hallgrímur
það boð, og mest vegna þess, að
hann vissi, að Tvede var í tvíbýli
við Melsteð — og þá einkum frú
Önnu, konu hans.
Þegar Hallgrímur kvaddi Mel
steð sýslumann, þá gaf hann hon-
um eina krónu. Hún gilti þá átta
mark. . . Þetta sagði Melsteð, að
hann fengi í stað fatnaðarins, er
hann átti að fá, og afsakaði mis-
brestinn á því með erfiðum heim-
ilishag sínum.“
V.
Úr þessu verður nú fljótt yfir
sögu Hallgríms farið Enda er með
hrafli þessu úr þætti han« búið
að sýna það, sem segja þurfti
vegna tilefnisins. Þó finnst mér ég
varla geta, vegna pessarar sam
fylgdar við Hallgrím, skilið við
hann í greinarleysi austur á Völl-
um, fjórtán ára dreng, einmana
og umkomulausan, lítinn, magr-
an og marghrjáðan.
Þar að auki mun það enn vera
svo, að flesta fýsir að heyra endi
hverrar sögu. Mun ég því í örfá
um orðum bæta við fáeinum punkt
um úr sögu hans, svo sem til fyll-
ingar þeirri mynd, sem hér hefur
verið brugðið á sjónskífuna Og
bezt mundi þá fara á því, að ég
láti þá enn segja frá, Kristján frá
Narfastöðum og Konráð Vilhjálms
son:
„Fór nú Hallgrímur burtu frá
Ketilsstöðum, viku eftir að hann
var fermdur, og vissi ekki, hvert
halda skyldi. Honum var ráðlagt
að leita til ættingja sins, Jóns
Jónssona.r á Surtsstöðum í Jökuls-
árhlíð. Jón þessi var ættaður úr
Þingeyjarsýslu. . . Jón tók á móti
Hallgrími, kvaðst vilja reyna hann,
og hafa hann, ef hann reyndist tiil
nokkurs nýtur, en senda hann til
foreldranna að öðrum kosti Kona
Jóns á Surtsstöðum hét Þórunn
RustikusdótHr Þar var heldur
bágt í búi, féð var fátt eftir skurð-
arveturinn en árferði var þolandi,
og vildu bændur f.jölga fé sínu,
svo að haustskurðurinn var nær
enginn. Sigling var þá litil Komu
þó alltént fjögur skip til Austur-
lánds: Eitt á Vopnafjörð, tvö á
Eskifjörð og hið fjórða á Djúpa-
vog. Engin verzlun var þá á Seyð
isfirði. Einnig var mjög lítið um
allan feng úr sjó. — Á Surtsstöð-
788
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ